Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 22
Brjóstakrabbamein er langalgeng-
asta krabbamein kvenna á Íslandi,
eins og í öðrum vestrænum lönd-
um. Nærri þriðja hvert krabba-
mein sem greinist hjá konum hér á
landi er brjóstakrabbamein og
greinast árlega 175 konur. Horfur
eru mjög góðar og 90% geta búist
við að vera á lífi fimm árum eftir
greiningu. Dánartíðnin er því mun
lægri en nýgengið, en árlega deyja
nú 35 konur úr sjúkdómnum og frá
árinu 1995 hefur dánartíðnin farið
lækkandi jafnt og þétt. Því kemur
ekki á óvart að nú eru á lífi um
2.000 íslenskar konur sem hafa ein-
hvern tímann greinst með brjósta-
krabbamein. Flestar konur grein-
ast á aldursbilinu 50-69 ára og er
meðalaldur við greiningu 61 ár.
Varla kemur fyrir að sjúkdómur-
inn greinist fyrir 25 ára aldur og er
hann mjög fátíður fyrir þrítugt.
Nýgengi á Íslandi er tvöfalt til
þrefalt hærra en í löndum Asíu,
Afríku, Suður-Ameríku og Austur-
Evrópu. Við erum á svipuðu róli og
hin Norðurlöndin og ýmis önnur
Evrópulönd svo sem Bretland og
Holland, og einnig Kanada og Ástr-
alía. Hins vegar hafa Bandaríkin
og Belgía talsvert hærra nýgengi
en Ísland. Orsakir hins mikla
breytileika eru enn ekki vel þekkt-
ar, en meðal líklegra skýringa eru
ólíkt mataræði, barneignamynstur,
aðgangur að greiningu og arfgeng-
ir þættir. Ekki er hægt að skýra
mismun milli landa eða ólíkra
tímabila með ólíkri mannfjölda- og
aldursdreifingu, því tekið er tillit
til þeirra atriða í öllum samanburði
hér.
Þegar Krabbameinsskráin tók til
starfa fyrir rúmri hálfri öld var
brjóstakrabbamein í efsta sæti
krabbameina hjá konum eins og
nú, en þó hafa orðið miklar breyt-
ingar á þessum fimm áratugum og
heildarnýgengið hefur meira en
tvöfaldast. Skýringar á því eru
margar og tengjast bæði breyting-
um á lífsháttum og aðgengi að
greiningu. Aukningin er hins vegar
mjög mismikil eftir aldurshópum.
Þannig hefur nýgengið lítið breyst
hjá konum sem eru yngri en 40 ára.
Á aldrinum 40-54 ára var 50%
aukning fram til ársins 1987, en
engin eftir það. Hins vegar má sjá
stöðuga aukningu allan tímann hjá
55-69 ára konum, og þar hefur
nýgengið 3,5 faldast frá upphafi
skráningar. Þekktar ástæður fyrir
hækkuninni hjá konum á aldrinum
55-69 ára eru einkum tvær. Annars
vegar er það hin mikla aukning á
notkun tíðahvarfahormóna sem
varð á Íslandi á árunum 1979 til
2002, en notkun tíðahvarfahorm-
óna hefur í för með sér aukna
brjóstakrabbameinsáhættu. Hin
ástæðan er að hópleitin færir
greiningu sjúkdómsins fram um
nokkur ár, þannig að aukning á
nýgengi sem hefði komið fram
eftir 70 ára aldur kemur nú fram
fyrir sjötugt. Því verður tíðnin hjá
eldri konunum lægri en ella. Þessu
til staðfestingar er sú staðreynd að
eftir að leitin hófst hefur engin
nýgengiaukning orðið hjá 70-79 ára
konum og hafa þær nú talsvert
lægra nýgengi en 55-69 ára kon-
urnar, öfugt við það sem var áður
en leitarstarfið hófst.
Á síðustu árum hafa verið birtar
í þrígang niðurstöður frá evrópsk-
um krabbameinsskrám, fyrir ólík
greiningarár, þar sem bornar eru
saman horfur krabbameinssjúk-
linga í svokallaðri EUROCARE-
rannsókn. Ísland var í einu af efstu
sætunum í fyrri tvö skiptin og er í
því efsta í síðustu rannsókninni
sem greint var frá nú fyrir skömmu
í læknisfræðiritinu Lancet. Hinn
góða árangur okkar má þakka
mörgum samverkandi þáttum. Við
höfum mjög færa lækna og annað
heilbrigðisstarfsfólk. Tími sem
líður frá greiningu að meðferð er
stuttur hér miðað við flest önnur
lönd. Loks höfum við hér skipulega
hópleit sem nær til allrar þjóðar-
innar og beinist að því að greina
meinin áður en þau ná að verða
langt gengin og illvíg.
Hvað er hægt að gera til að koma
í veg fyrir brjóstakrabbamein?
Þótt margt sé vitað um orsakir
brjóstakrabbameins þá vantar enn
mikið upp á heildarskilning á
krabbameinsferlinu og á því hvað
veldur. Það sem hægt er að ráð-
leggja í forvarnaskyni er að stunda
líkamlega áreynslu og hreyfingu,
forðast áfengi og notkun tíða-
hvarfahormóna, neyta fjölbreyttr-
ar fæðu úr jurtaríkinu en forðast
mjög orkumikinn og próteinríkan
mat. Ofþyngd er þekktur áhættu-
þáttur, sérstaklega eftir tíðahvörf.
Verndandi er að eignast fyrsta
barn fyrr en síðar og að hafa börn-
in sín lengi á brjósti. Þótt þannig sé
vitað um ýmis atriði sem draga úr
líkum á að fá brjóstakrabbamein,
ber að leggja áherslu á það að
margar konur sem hafa enga
þekkta áhættuþætti, fá brjósta-
krabbamein engu að síður. Ætti það
að vera okkur hvatning til þess að
herða róðurinn í rannsóknum svo
hægt verði að koma í veg fyrir
þennan sjúkdóm að sem allra
mestu leyti í framtíðinni
Upplýsingar um tölfræði krabba-
meina er að finna á heimasíðu
Krabbameinsskrárinnar: http://
www.krabbameinsskra.is/
Laufey Tryggvadóttir,
framkvæmdastjóri Krabba-
meinsskrár hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands
Meðhöndlun þrýstingssára og
annarra langvinnra sára er
umfjöllunarefni ráðstefnu í
Salnum í Kópavogi 19. október
milli kl. 8 og 15.
„Stöðugt kemur fram ný þekking
sem gerir okkur kleift að með-
höndla sjúklinga með sár á mark-
vissari hátt og af meira öryggi en
áður þó margar eldri aðferðir séu
vissulega í gildi líka,“ segir Guð-
björg Pálsdóttir hjúkrunarfræð-
ingur. Hún er í Samtökum um
sárameðferð á Íslandi sem hafa
verið við lýði í fjögur ár og standa
að ráðstefnu í Salnum sem einkum
er ætluð fagfólki í heilbrigðis-
geiranum. Þar verður aðaláhersl-
an lögð á þrýstingssár sem oft eru
nefnd legusár og koma af álagi.
Meðal fyrirlesara eru Svíi og Breti
sem hafa miklu að miðla að sögn
Guðbjargar, vegna rannsóknar-
starfa sinna. Einnig verður kynn-
ing á sáraumbúðum sem eru á
markaðnum í dag og fleira fróð-
legt. „Margir Íslendingar eru með
sár svo vikum, mánuðum og jafn-
vel árum skiptir og það hefur
mikil áhrif á lífsgæðin. Þannig að
þetta efni varðar marga í okkar
samfélagi,“ segir Guðbjörg.
Heimasíða samtakanna er
sums-is.org
Meðferð sára rædd
Fæst í heilsubúðum,
apótekum,
og heilsuhornum
verslana
Einnig sjampó, hárnæring o.fl.
DREIFING: BLÓM Í EGGI: SÍMI: 552 6500
• 100% náttúrulegir jurtalitir
• Engin skaðleg aukaefni
• Ekkert ammóníak
• Laust við festiefni (Resorcinol)
• Þægilegt og fljótlegt í notkun
• 30 litir (Hægt að blanda fleiri)
maður lifandi