Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 37
[Hlutabréf]
Frosti Bergsson hefur keypt Opin kerfi
ehf. á 1,8 milljarða króna. Félagið var
áður í sameiginlegri eigu Teymis og
Handsholding og hluti af Opnum kerfum
Group. Áreiðanleikakönnun vegna kaup-
anna var lokið síðdegis síðasta föstudag,
en frá því var greint fyrir viku að gengið
hefði verið að tilboði hans í fyrirtækið.
Frosti segir engrar byltingar að vænta
hjá félaginu í kjölfar kaupanna. „En við
horfum náttúrlega til þess að bæta rekst-
urinn enn frekar og skapa okkur sér-
stöðu með því að veita afburðaþjón-
ustu,“ segir hann.
Frosti er gamalkunnugur Opnum kerf-
um enda vann hann sem kunnugt er að
stofnun HP á Íslandi snemma á níunda
áratug síðustu aldar, sem síðar varð að
Opnum kerfum og vann þar í 20 ár. Síðla
árs 2004 gerði Kögun yfirtökutilboð í
Opin kerfi Group og fór undir samstæðu
Teymis við skiptingu Dagsbrúnar í tvö
félög undir lok síðasta árs.
Frosti áréttar þó að aðkoma hans að
félaginu sé önnur núna. „Ég starfa sem
fjárfestir og kem að félaginu sem slíkur,
en treysti stjórnendateymi félagsins
fyrir daglegum rekstri. „Ég hef áður
sýnt félaginu áhuga án þess að kaup
gengju eftir, en núna kom upp að menn
ætluðu að selja bara íslensku eininguna
og hana þekki ég vel og lít á hana sem
gott fjárfestingartækifæri.“
Frosti kaupir Opin kerfi
Sænski bankinn SEB hefur frá og
með deginum í dag aðild að hluta-
bréfamarkaði íslensku kauphallar-
innar. Bankinn er þegar aðili að
kauphöllum OMX í Kaupmanna-
höfn, Stokkhólmi og Helsinki. Út
frá markaðshlutdeild er SEB
stærsti hlutabréfamiðlarinn í nor-
rænu kauphöllum OMX-samstæð-
unnar. Hann starfar á Norður-
löndunum, í Eystrasaltsríkjunum,
Þýskalandi, Úkraínu og Rússlandi.
„Aðild SEB ber vott um þann
aukna áhuga sem íslenski markað-
urinn nýtur í kjölfar sameiningar-
innar við OMX. Sýnileikinn hefur
aukist og erlendir aðilar sjá tæki-
færin sem felast í þátttöku á
íslenska markaðnum,“ segir Þórð-
ur Friðjónsson, forstjóri Kauphall-
ar Íslands, í tilkynningu.
SEB í íslensku
kauphöllinni
AÐEINS 2 KALORÍUR
NÝ BRAGÐTEGUND
ENN BETRA BRAGÐ
Haldið verður áfram formlegum
viðræðum LME eignarhaldsfélags
ehf., Stork N.V. og Candover. Stefnt
hafði verið að lokum viðræðna um
miðjan þennan mánuð, en niður-
staða tefst enn um sinn.
LME, sem er í eigu Eyris Invest,
Landsbankans og Marels, og á rúm
43 prósent í Stork, kom í veg fyrir
yfirtöku Candover á félaginu.
Félögin ræða nú möguleg kaup
Candover á félaginu og yfirtöku
Marel á Stork Food Systems, mat-
vælavinnsluvélahluta Stork. „Til-
kynning um árangur viðræðna
verður birt þegar það er viðeig-
andi,“ segir í tilkynningu Marels til
Kauphallarinnar í gær.
Enn semja Stork,
LME og Candover
Frönsku flugvélasmiðirnir hjá
Airbus afhentu asíska flugfélag-
inu Singapore Airlines fyrstu A380
risaþotuna við hátíðlega athöfn í
Toulouse í Frakklandi gær að við-
stöddu fjölmenni. Tafir hafa orðið
á afhendingunni, en hún er 18
mánuðum á eftir áætlun.
A380 risaþotan er sú stærsta í
heimi og getur flutt 800 farþega á
tveimur hæðum. Vélanna hefur
verið beðið með eftirvæntingu en
ein þeirra lenti í tilraunaflugi á
Keflavíkurflugvelli í apríl.
Airbus afhend-
ir risaþotuna