Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 40
Auglýsingar sendist á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Fyrir um einu og hálfu ári ákvað Þor- valdur Víðir Þórsson, tölvufræðingur og fjallamaður, að setja sér það mark- mið að klífa hundrað hæstu tinda Ís- lands áður en hann yrði fimmtug- ur. Verkefnið hefur verið nefnt „100 hæstu“ og hefur Þorvaldur nú lokið því af miklum dugnaði og elju. „Ég hef verið nálægt fjallamennsku lengi og hef meðal annars setið í stjórn Íslenska alpaklúbbsins. Áður fyrr var ég í frjálsum og þaðan kemur keppnis- skapið. Ég hef líka alltaf haft gaman af því að gera óvenjulega hluti og langaði að gera eitthvað óvenjulegt,“ útskýrir Þorvaldur sem hóf í kjölfarið að und- irbúa verkefnið. Hann komst að því að ekki var til neinn listi yfir hæstu fjöll Íslands og hóf Þorvaldur að útbúa þann lista. Hann hafði samband við Land- mælingar og þeir keyrðu úr gagna- grunni sínum alla mælipunkta sem þeir eiga yfir 1.400 metrum. Út frá því púsl- aðist áætlunin smátt og smátt saman. „Ég sá að þá voru um það bil hundrað fjöll yfir 1.400 metrum sem var viðmið- ið og þá ákvað ég að breyta takmarkinu úr fimmtíu fjöllum í hundrað. Ég sá það í september á síðasta ári að það yrði gríðarlega erfitt mál að gera þetta og að það yrði engin leið nema að vera með alla hnúta hnýtta,“ segir Þor- valdur sem lét það þó ekki aftra sér frá verkinu og skipulagði verkefnið í þaula með tilliti til veðurfars, árstíða og fleira. „Mikilvægt er að fá einhvern með sér í þessar ferðir og það er ekki gefið að það sé alltaf einhver tilbúinn til þess þegar manni hentar. Maður þarf samt að halda áfram planinu alveg sama hvern- ig ástatt er hjá öðrum því veðurspáin er þannig að ef hún er góð þá verð- ur maður að gjöra svo vel að fara. Ég fór í átta eða tíu ferðir einn og var að ganga á stöðum sem ég hefði raunveru- lega ekki átt að vera einn á ferð þar sem það er mjög varhugavert,“ segir Þorvaldur sem komst oft í hann krapp- an á ferðum sínum. Hann fór stundum um mikil sprungusvæði en hafði alltaf á sér gervihnattasíma sem var mikið öryggistæki. Eina helgina lagði Þorvaldur að baki um 135 kílómetra á tveimur og hálf- um sólarhring! Segir hann það vera gott dæmi um hvað þarf í svona verk- efni en Þorvaldur gekk tindana í frí- tíma sínum og vann fulla vinnu þess á milli. Þorvaldur lenti í ýmsum ævintýr- um en þau væru efni í heila bók. Hægt er að lesa blogg um ferðir kappans á www.utivera.is/100haestu og einnig eru til nákvæmar upplýsingar um allar vegalengdir sem Þorvaldur skráði með GPS-tæki. Síðastliðinn laugardag gekk Þorvald- ur á Heklu sem var lokatindurinn. Af- mælisdeginum ætlar hann að fagna með því að slappa loks af og njóta þess að hafa náð takmarki sínu. „Vandamálin og leyndar- dómarnir gefa lífinu gildi.“ Drottning hálshöggvin Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóna Fanney Gunnarsdóttir kjólameistari, Bólstaðarhlíð 41, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 9. október. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 18. október kl. 13.00. Jón Helgason Salóme H. Magnúsdóttir Gunnar Helgason Inga Arndís Ólafsdóttir Sigríður Halldórsdóttir Þorbjörn Gíslason barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Birna Hafstein er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Jakob V. Hafstein Júlíus Hafstein Erna Hauksdóttir Áslaug B. Hafstein Ingimundur Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir, systir, tengdadóttir og mágkona, Þuríður Linda Alfreðsdóttir Hjöllum 7, Patreksfirði, sem lést sunnudaginn 7. október, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 18. október kl. 15.00. Ragnar Fjeldsted Stella Björk Fjeldsted Elmar Már Einarsson Kristinn Fjeldsted Alfreð Már Fjeldsted Rakel G. Magnúsdóttir Kristinn Fjeldsted systkini og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún Anna Kristjánsdóttir (Dúna), Mýrarvegi 115, Akureyri, andaðist að morgni hins 12. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 19. október kl. 13.30. Sigmundur Magnússon Þórný Kristín Sigmundsdóttir Stefanía Gerður Sigmundsdóttir Helgi Jóhannesson Sigrún Hulda Sigmundsdóttir Finnbogi Rútur Jóhannesson Þórir Sigmundur Þórisson Guðrún Erla Gísladóttir Björn Þór Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför Jónasar Guðmundssonar Langholti 20, Akureyri. Jenný Ólöf Valsteinsdóttir Sigurður Valur Jónasson Birna Friðrika Jónasdóttir Ómar Valgarðsson Valgarður Óli Jónasson Kathleen Jensen afabörn og langafabörn. Þorsteinn Jónsson (Steini tangó) frá Gunnarshólma, Vestmannaeyjum, lést á dvalarheimilinu Hjallatúni, Vík í Mýrdal, laugardaginn 13. október. Sveinn Þorsteinsson Hafdís Eggertsdóttir Þorsteina Jóna Þorsteinsdóttir Antonio Losa Garcia Elías Kristinn Þorsteinsson Valgerður Magnúsdóttir Vilborg Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Eva Lilja Árnadóttir Hrefna Vestmann Þorsteinsdóttir Birgir Haraldsson barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Jón Helgason tæknifræðingur, Árskógum 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti, laugardag- inn 13. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 22. október kl. 15.00. Valgerður Þorsteinsdóttir Þorteinn A. Jónsson Martha Á. Hjálmarsdóttir Helgi Jónsson Jónína Sturludóttir Þórður Jónsson Jytte Fogtmann barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Þórunn Elíasdóttir Herjólfsgötu 36, áður til heimilis að Lækjarkinn 14, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans þann 14. október. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á kvenfélagið Hringinn Hafnarfirði. Yngvi Rafn Baldvinsson Friðrik E. Yngvason Theodóra Gunnarsdóttir Björgvin Yngvason Birna Hermannsdóttir Stefán Yngvason Nína Leósdóttir Yngvi Rafn Yngvason Aldís Inga Freygarðsdóttir og fjölskyldur. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Guðmundsson frá Súluholti, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 8. október sl. Útförin fer fram frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 20. október kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir. Guðrún Hjörleifsdóttir Helgi Sigurðsson Hafdís Örvar Hjördís Inga Sigurðardóttir Guðjón Guðvarðarson Sigrún Sigurðardóttir Jónas Haraldsson Guðmundur Valur Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.