Fréttablaðið - 16.10.2007, Blaðsíða 50
Verðum erfiðir heim að sækja í vetur
Íslenska landsliðið þarf
að endurskipuleggja varnarleik-
inn eftir útreiðina gegn Lettum á
laugardag. Landsliðsþjálfarinn
Eyjólfur Sverrisson á ás uppi í
erminni fyrir leikinn á móti
Liechtenstein annað kvöld.
Vörn íslenska landsliðsins í
knattspyrnu er nefnilega sterkust
með Hermann Hreiðarsson. Þessu
hafa margir haldið fram og sann-
ast þegar tölfræði íslenska lands-
liðsins í undankeppni EM er skoð-
uð. Eyjólfur Sverrisson hefur
notað níu varnarmenn í tíu leikj-
um íslenska liðsins í undankeppn-
inni og það líður lengst á milli
marka mótherja liðsins þegar
Hermann Hreiðarsson er í öftustu
línunni. Hermann hefur misst af
tveimur af síðustu fjórum lands-
leikjum og í báðum hefur íslenska
liðið fengið á sig fjögur mörk eða
fleiri. Hermann tók út leikbann í
leiknum á móti Lettum á laugar-
daginn en verður sem betur fer
klár í slaginn gegn Liechtenstein á
morgun.
Kristján Örn Sigurðsson er í
öðru sæti rétt á eftir Hermanni en
bæði hann og Ragnar Sigurðsson
voru ofar en Hermann fyrir Letta-
leikinn um síðustu helgi. Íslenska
liðið hafði sem dæmi fyrir leikinn
um helgina aðeins fengið á sig 2
mörk þær 180 mínútur sem Ragn-
ar hafði spilað og íslenska vörnin
hafði enn fremur „aðeins“ fengið
á sig 6 mörk þá 451 mínútu sem
Kristján hafði spilað.
Ívar Ingimarsson er eini varn-
armaður íslenska liðsins sem
hefur spilað allar 900 mínúturnar
til þessa í undankeppninni en hann
er í fimmta sæti á listanum.
Íslenska vörnin stóð sig mjög
vel í leikjunum á móti Spáni og
Norður-Írlandi og því má búast
við að þeir Kristján Örn, Ragnar
og Hermann spili við hlið Ívars í
leiknum í Ölpunum annað kvöld.
Íslenska vörnin er best með Hermann innanborðs
Einn heitasti leikmaður-
inn á sænska leikmannamarkaðn-
um er íslenski landsliðsmaðurinn
Ragnar Sigurðsson. Árbæingur-
inn hefur blómstrað í sænsku
deildinni og hefur verið greint frá
því að stórlið á borð við ítalska
félagið Roma séu að bera víurnar í
Ragnar. Hefur heyrst að Roma
væri til í að borga 5 milljónir evra
fyrir Ragnar en það samsvarar
440 milljónum króna.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er verðmiðinn á Ragnari
þessa dagana í kringum 300 millj-
ónir króna en leikmenn hækka
hratt í verði þegar fleiri en eitt
félag berjast um hituna. Ragnar
gæti þar af leiðandi vel farið á yfir
400 milljónir króna haldi hann
áfram að standa sig.
Uppeldisfélag Ragnars, Fylkir,
fylgist grannt með gangi mála
enda gæti félagið hagnast vel fari
svo að Ragnar verði seldur fyrir
slíkar upphæðir. Þegar Fylkir
seldi Ragnar til sænska félagsins
IFK Gautaborg sló það nokkuð af
verðinu gegn því að það fengi 30
prósent af söluverðinu yrði Ragn-
ar seldur áfram frá Gautaborg.
Þetta hefur Fréttablaðið eftir
áreiðanlegum heimildum.
Yrði Ragnar seldur á 450 millj-
ónir króna þá fengi Fylkir 135
milljónir í sinn hlut. Fari Ragnar á
350 milljónir þá fær Fylkir 105
milljónir. Þó svo að Ragnar yrði
ekki seldur nema á tæplega helm-
ing þess sem talað hefur verið um
eða 200 milljónir þá myndi Fylkir
samt græða 60 milljónir króna
sem er dágóð upphæð fyrir
íslenskt knattspyrnufélag.
Håkan Mild, yfirmaður knatt-
spyrnumála hjá IFK Gautaborg,
sagði við Fréttablaðið að ekkert
félag væri búið að gera formlegt
tilboð í Ragnar en hann hefði þó
heyrt af áhuga.
„Ragnar er mjög góður leikmað-
ur og í miklum metum hjá okkur.
Ef hann spilar með okkur næstu
tvö árin og heldur áfram að þróa
sinn leik þá er ég þess fullviss að
hann mun leika með stórliði í stóru
deildunum. Hann er góður leik-
maður en ég tel að hann eigi eftir
að verða frábær leikmaður,“ sagði
gamla landsliðskempan Mild við
Fréttablaðið í gær. Mild vildi ekk-
ert tjá sig um hversu mikið Gauta-
borg vill fá fyrir Ragnar en sagði
að öll tilboð yrðu skoðuð með
Ragnari þá og ef þau bærust félag-
inu.
Arnór Guðjohnsen, umboðsmað-
ur Ragnars, hefur orðið var við
mikinn áhuga á Ragnari og vissi af
að minnsta kosti tveim liðum sem
fylgdust með honum gegn Lettum
á laugardag.
„Ég hef fengið töluvert af fyrir-
spurnum og það er mikið verið að
fylgjast með honum. Öll hans mál
eru samt á byrjunarstigi en því er
ekki að neita að frammistaða hans
hefur vakið mikla athygli og varn-
armenn með hans eiginleika eru
eftirsóttir,“ sagði Arnór sem er
þegar byrjaður að semja um nýjan
og betri samning við Gautaborg
enda kemur vel til greina að Ragn-
ar leiki þar næstu tímabil. „Ragn-
ar verður aldrei seldur nema fyrir
rétt verð en fyrir hversu mikið
hann gæti farið er erfitt að segja,“
sagði Arnór.
Fylkismenn fylgjast spenntir með gangi mála hjá Ragnari Sigurðssyni, leikmanni IFK Gautaborg. Fylkir á
hagsmuna að gæta enda fær félagið 30 prósent af söluverðinu selji Gautaborg leikmanninn. Það gæti skilað
Fylki tugum milljóna ef ekki hundrað færi hann á yfir 300-400 milljónir króna líkt og talað er um.
Emil Hallfreðsson,
leikmaður Reggina og íslenska
landsliðsins, hefur verið valinn í
ellefu manna lið yfir bestu kaupin
í ítölsku deildinni í ár, samkvæmt
úttekt ítalska blaðsins La
Gazzetta dello sport. Farið er
eftir einkunnargjöf blaðsins þar
sem Emil er með 6,43 í meðalein-
kunn og er í sjöunda sæti yfir
bestu nýliðana í deildinni. Emil er
ekki í slæmum félagsskap í liðinu
en þar er meðal annarra að finna
ítalska landsliðsmanninn Vinc-
enzo Laquinta hjá Juventus og
rúmenska landsliðsmanninn
Cristian Chivu hjá Inter.
Í úrvalsliði
nýliða í Serie A
Mamady Sidibe og Fredi
Kanoute, leikmenn landsliðs Malí
í fótbolta, urðu fyrir fólskulegum
árásum eftir 2-0 sigur Malí gegn
Tógó í Afríkukeppninni á
dögunum þegar áhangendur Tógó
réðust að þeim. „Það var blóð út
um allt. Mamady var laminn með
barefli og hlaut ljótan skurð á
olnbogann og Kanoute var laminn
með belti og hlaut áverka af því.
Þetta var eins og vígvöllur,“ sagði
Jean-Francois Jodar, þjálfari
Malí, í viðtali eftir leikinn.
Þetta var eins
og vígvöllur