Fréttablaðið - 16.10.2007, Qupperneq 28
16. OKTÓBER 2007 ÞRIÐJUDAGUR4 lh hestar
Tamningamaðurinn Ólafur
Þórisson í Miðkoti í Landeyjum
er einn þeirra sem nýtt hafa
sér sölusýningar í Hestheimum
til að kynna söluhross, en þau
þykja hreingeng, þæg og heil-
leg og seld á sanngjörnu verði.
„Ég set ekki meira verð á hrossin
en ég er sjálfur til í að kaupa þau
á,“ segir Ólafur Þórisson í Mið-
koti í Landeyjum, en hann er einn
þeirra tamningamanna sem hafa
nýtt sér sölusýningarnar í Hest-
heimum til að kynna söluhross.
Áberandi er hve oft Ólafur
hefur verið með hreingeng, þæg og
heilleg hross í ódýrari flokkunum.
En við hljótum að spyrja hvort það
borgi sig að standa í því að temja
og þjálfa hross sem síðan eru seld
á 180 til 350 þúsund krónur.
„Maður verður að líta á þetta í
samhengi. Það er stór hópur fólks
sem er tilbúinn til að kaupa hross á
þessu verði en að öðrum kosti ekki.
Það sjá allir að þau borga ekki upp-
eldi og tamningu.
Það geta líka liðið nokkrir mán-
uðir frá því að þú býður hross fyrst
til sölu og þangað til það selst. Þú
hækkar það samt ekki í verði sem
nemur tamningagjaldinu um hver
mánaðamót. En það er heldur ekk-
ert vit í að farga þessum hrossum.
Annað slagið koma alltaf upp gæð-
ingar sem fara á mun hærra verði
og þetta jafnast út,“ segir Ólafur
léttur í bragði.
Það er heldur ekki að sjá að
hrossabúskapurinn á Miðkoti sé
á neinu undanhaldi því á hlað-
inu er nú að rísa reiðhöll sem er
21 sinnum 45 m að flatarmáli. Þar
er einnig nýlegt hesthús fyrir 30
hross stíum fyrir einn hest.
„Við stefnum ótrauð á hrossa-
búskapinn. En það þýðir ekkert
að standa í þessu nema hafa góða
vinnuaðstöðu.
Við höfum trú á að kostnaður-
inn skili sér til baka í færri vinnu-
stundum á hvern hest, betri tamn-
ingu og þar með betri söluvöru,“
segir Ólafur að lokum.
Fyrsta hvatning til kynbóta á
íslenska hrossastofninum, sem
kunnugt er um, er grein sem Ól-
afur Stephensen skrifaði í „Gömul
félagsrit“ árið 1788. Þar lýsir hann
meðal annars því hvernig íslenskur
hestur á að vera byggður og síðar
sagði Theódór Arnbjörnsson að
líta mætti á þá lýsingu sem horn-
stein undir kynbætur síðari tíma.
Sonur Ólafs, Magnús Stephen-
sen, skrifaði um hrossakynbæt-
ur í Klausturpóstinn 1825. Hvatti
hann til að vanda val stóðhesta og
bægja bykkjukyninu frá. Með því
móti mætti á fáum árum fá fram
nýtt og gjörvulegt gæðinga- og
vinnuhestakyn.
Árið 1879 samdi sýslunefnd í
Skagafirði „frumvarp til reglugerð-
ar um að bæta kynferði búpen-
ings í Skagafjarðarsýslu, þar með
talið hrossum“. Þar er kveðið á um
val, meðferð, tamningu og notk-
un stóðhesta. Tekið er fram að eig-
endur stóðhesta mega rukka eina
til þrjár krónur fyrir hverja hryssu.
Þriggja manna nefnd í hverjum
hreppi skyldi fylgja málum eftir.
Árið eftir var haldin búfjársýning á
Reynistað þar sem peningaverð-
laun voru veitt fyrir framúrskarandi
gripi: Fyrir hrút átta krónur, kú átta
krónur, hryssu tíu krónur og fyrir
graðfola átta krónur.
Húnvetningar settu á fót hrossa-
kynbótabú í sýslunni árið 1904.
Var hlutafélag stofnað um búið
og keypt jörðin Guðrúnarstað-
ir í Vatnsdal. Búið fór vel af stað og
seldi nokkra kynbótahesta. Það
lognaðist út af 1912. Skagfirðing-
ar stofnuðu viðlíka bú á Vallanesi
1906. Valdimar Guðmundsson frá
Ytra-Vallholti átti búið og stjórnaði
því. Sýslan hætti að styrkja búið
eftir nokkur ár, en þaðan komu
mörg góð hross.
Austur-Skaftfellingar voru fyrstir til
að gera sýslusamþykkt samkvæmt
lögum frá Alþingi árið 1891 um
kynbætur hrossa. Tók hún gildi
1895. Um aldamótin var Búnaðar-
félag Íslands stofnað. Hvatti það
bændur til að stofna félög um
hrossakynbætur og hét styrkjum
til kaupa á stóðhestum og til að
koma upp stóðhestagirðingum.
Fyrsta formlega hrossaræktarfélag-
ið var Hrossaræktarfélag í Austur-
Landeyja, stofnað 1904.
Ólafur Þórisson í Miðkoti með fallegan reiðhest undan Kraflari frá Miðsitju og Ófeig frá Þúfu. MYND/JENS EINARSSON
Sanngjarni sölumaðurinn
Nú í haust bættist Dalvíkurskóli í hóp þeirra mennta-
stofnana sem bjóða upp á hestamennsku á námskrá
sinni.
Hestamennska verður kennd sem valfag í áttunda,
níunda og tíunda bekk í grunnskólanum á Dalvík.
Tólf nemendur skráðu sig í hestanámið. Kennt
verður eftir svokölluðu knapamerkjakerfi, sem er
kennsluefni í hestamennsku, samið fyrir atbeina ÍSÍ.
Kennari er Inga María Stefánsdóttir, en hún er eigin-
kona Antons Níelssonar, reiðkennara á Hólaskóla, og
dóttir Stefáns Friðgeirssonar, hestamanns á Dalvík.
Bóklegi þátturinn er langt kominn og er stefnt á að
verklegt nám byrji um mánaðamótin næstu í Hrings-
holti. Krakkarnir eru mjög áhugasamir og stefnir allt
í skemmtilegan hestavetur í Dalvíkurskóla.
Hestamennska orðin
valfag í Dalvíkurskóla
Inga María við reiðkennslu.
MYND/ANNA GUÐRÚN GRÉTARSDÓTTIR.
Hafrar &bygg
Álfur frá Selfossi og Krákur frá Blesastöð-
um eru vinsælustu stóðhestar sumarsins í hópi
yngri hesta, Álfur með 90 hryssur og Krákur 80,
og fengu færri pláss en vildu.
Vilmundur frá Feti, Gaumur frá Auðsholts-
hjáleigu, Eldjárn frá Tjaldhólum, Þóroddur frá
Þóroddsstöðum og Stáli frá Kjarri eru einnig í
hópi þeirra eftirsóttustu af yngri hestum. Stáli
á þó von á flestum afkvæmunum, en yfir 100
hryssur fengu við honum í sumar og koma þar
til sæðingarnar í vor, eins og greint var frá í 1.
tölublaði.
Orri frá Þúfu, 21 vetrar, er ennþá mjög eftir-
sóttur, þar sem færri komast að en vilja. Sonur
hans Sær frá Bakkakoti sinnti 78 hryssum og
margar eru á biðlista. Aron frá Strandarhöfði,
Hróður frá Refsstöðum og Sveinn-Hervar frá
Þúfu eru einnig umsetnir. Folatollur undir þessa
hesta kostar á bilinu 100 til 200 þúsund krónur,
nema fyrir Orra sem kostar 450 þúsund.
Aðeins er greitt fyrir fengna hryssu og með-
alfrjósemi er 70 til 80 prósent, en fer þó vel yfir
90 prósent hjá sumum. Það er því ljóst að eftir-
sóttustu hestarnir taka inn sex til tíu milljónir
króna á ári og jafnvel meira.
Vinsælustu stóðhestar sumarsins
Álfur frá Selfossi sinnti 90 hryssum í sumar með „gamla
laginu“. Knapi Erlingur Erlingsson.
M
YN
D
/JEN
S EIN
A
RSSO
N