Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.10.2007, Qupperneq 21

Fréttablaðið - 16.10.2007, Qupperneq 21
Keppendur í fitness og vaxtarrækt stofnuðu um síðustu helgi Félag keppenda í fitness og vaxtarrækt sem hefur það að markmiði að gæta hagsmuna þeirra og kynna greinina betur fyrir almenningi. Ingunn Guðbrandsdóttir er ein þeirra sem stóðu fyrir stofnun félagsins og var kjörin gjaldkeri þess á stofnfundinum. „Nokkrir keppendur héldu fund nýlega um mótin sem eru framundan, skort á upplýs- ingum til keppenda og ákveðna óánægju sem hefur verið í gangi meðal þeirra. Þá ræddum við hvernig hægt væri að gæta hagsmuna þeirra keppenda sem eru að fara að keppa á mótunum og hvernig hægt sé að kynna sportið betur fyrir almenningi. Í framhaldi af því ákváðum við að stofna þetta félag,“ segir Ing- unn sem er sjálf að undirbúa sig fyrir keppni í fitn- ess. „Margir halda að við séum allt árið í því formi sem við erum þegar við keppum en það er alls ekki og við erum heldur ekki svona rosalega brún allt árið eins og við erum á sviðinu,“ segir Ingunn og hlær. „Allir sem hafa áhuga á að keppa í vaxtarrækt eða fitness, hvort sem það er innan Icefitness eða IFBB, eru gjaldgengir í félagið. Það er hagur okkar allra að það mæti sterkir keppendur til leiks þannig að flest- ir eru tilbúnir til að miðla upplýsingum og hjálpast að við undirbúninginn,“ segir Ingunn og bætir því við að það sé ekkert gaman að keppa þegar einn eða tveir standi svo mikið upp úr að það sé engin sam- keppni. Þá segir Ingunn það líka vera markmið að fá fleiri keppendur og áhorfendur á mótin. „Áhuginn er reyndar alltaf að aukast og ungt fólk að bætast í hóp- inn sem er tilbúið að leggja þetta á sig og prófa,“ segir Ingunn og vonast eftir góðri þátttöku í félagið. Formaður félagsins er Sunna Hlín Gunnlaugsdótt- ir sem heldur úti vefsíðunni vodvafikn.net og á þeirri síðu má finna allar upplýsingar um Félag fitness- keppenda. Félag fyrir keppendur Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkiaska F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.