Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 27

Fréttablaðið - 21.10.2007, Side 27
Eins og til að marka þessi ævi- skil sýndi Bourgeois fyrsta „klef- ann“ 1974, ‘The Destruction of the Father’ (Tortíming föðurins) – hellir með sveppakenndum formum í rauðu ljósi. Hún segir verkið tjá hið ‘ógnarlega matar- borð fjölskyldunnar þar sem fað- irinn situr sjálfumglaður fyrir endanum. Og hvað geta börnin og konan gert? Þau sitja þarna þegjandi. Móðirin reynir auðvit- að að gera harðstjóranum, eigin- manninum, til geðs. Börnin eru full örvæntingar... og í örvænt- ingu þrifum við manninn, hent- um honum á borðið, skárum hann í bita og gleyptum í okkur.’ Þessi óhefðbundna útgáfa af sunnu- dagssteikinni bætir við og skýrir hugarheim Bourgeois. Þegar hún birti safn æskuljós- mynda í tímaritinu Artforum 1982 var titillinn ‘Barnamisbeit- ing’ og snerist um ensku barn- fóstruna Sadie „en hún svaf hjá pabba... Þið spyrjið væntanlega,“ skrifaði Bourgeois, „hvernig standi á því að í millistéttarfjöl- skyldu hafi ástkona verið þarna eins og hvert annað húsgagn? Jú, ástæðan er sú að mamma tók þessu og það er leyndardómur- inn. Af hverju gerði hún það? Og hvaða hlutverki gegndi ég þá í þessum leik? Ég var peðið. Sadie átti að vera þarna sem kennari minn en þú mamma notaðir mig til að fylgjast með eiginmanni þínum. Þetta er barnamisbeiting. Af því Sadie, ef ég má segja svo, átti að vera fyrir mig. Þess í stað sveik hún mig. Ég var skramb- inn hafi það ekki aðeins svikin af pabba heldur líka af henni. Þetta voru tvöföld svik.“ Maður þarf ekki að þekkja sögu Bourgeois til að skynja verkin en ég skil þó ekki af hverju sýning- arskráin ýjar aðeins að greininni en rekur hana ekki. Sumir segja að listakonan hafi ekki aðeins nýtt sér eigin sögu heldur fært hana ærlega í stílinn – en gera góðir sögumenn það ekki alltaf? Eftir að Bourgeois kom sér upp stórri vinnustofu 1980 stækkuðu verkin. Í „Cells“, sem skírskota bæði til „klefa“ og „frumna“ raðar hún líkamshlut- um, garnkeflum, fötunum sínum, risastórum karlmannafrakka, speglum og rúmum í vírbúr eða klefa. Yfir einum þeirra trónir auðvitað könguló. Kannski er svífandi brons- stytta af nöktum hauslausum karllíkama frá 1993, ‘Arch of Hysteria’ (Bogi móðursýkinnar), frekara tákn um frelsi hennar, ku vera líkami aðstoðarmanns hennar. Líkaminn fettir sig í boga og vísar til hugmynda franska læknisins Jean Martin Charcot, kennara Freuds. Verk Bourgeois bergmála Sókrates: ekki þess virði að lifa óathuguðu lífi. Eftir að hafa unnið í öll hugs- anleg efni hneigðist Bourgeois til saumaskapar – saumar fígúr- ur úr frotté með kunnuglegum þemum. Listamenn eins og Ólaf- ur Elíasson vinna tæknilega full- komin stórverk með hópi sér- fræðinga – saumaskapur Bourgeois minnir á að einföld útfærsla getur rúmað stórbrotn- ar hugmyndir. Líkt og ‘kúnstug- heita-kabínett’ fyrri alda er síð- asti salurinn fullur af gömlum og nýjum smáverkum sem hnykkja á sífelldum skírskotunum Bour- geois í eigin verk. Í Hauser & Wirth-galleríinu innan um glæsibúðirnar á Bond stræti er sýning á nýjustu verk- um Bourgeois: styttur sem hún býr til með því að dýfa fötunum sínum í gifs og móta í skúlptúra sem minna á skúlptúrana sem hún gerði fyrst með skýjakljúf- ana í augsýn. Hálsmálin umhverf- ast í form sem minna bæði á varir og sköp. Föt tengjast oft atburðum, fataverkin vísa því enn til endurminninga. Og föt hafa skipt hana máli alveg frá því hún var stelpa í Channel-kjól- um. Bourgeois sást ekki á opnun Tate-sýningarinnar, hefur í rúman áratug sjaldnast yfirgefið híði vinnustofunnar – dauðtákn- rænt að hún bjó til verk sem heit- ir ‘Lair’, (Híði), 1962. Á hverjum laugardegi er hún með opið hús þar sem listamenn bera verk sín undir hana. Reyndar liggur henni svo lágt rómur núorðið að aðstoð- armenn hennar mæla fyrir henn- ar munn. En eins og sýningin í Tate Modern sannar enn einu sinni er rómurinn í verkum Bour- geois bæði sterkur og magnaður – og egóið nógur efniviður í rúma sjö áratugi. Mannslíkam- inn tekur á sig margar myndir í verkum Bour- geois. Í ‘Arch of Hysteria’, 1993, er karllíkaminn ‘móðursjúkur’, ekki kvenlík- aminn eins og í sálfræðikenn- ingum 19. aldar sem verkið vísar í. Cheim & Read, Galerie Karsten Greve, Hauser & Wirth. LJÓSMYND: ALLAN FINKELMAN. © LOUISE BOURGEOIS MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI TATE MODERN. Óhapp! „Þetta er "stundarfriður" okkar tíma og ég vona að sýningin fái engan frið fyrir æstum áhorf- endum.“ Silja Aðalsteinsdóttir, tmm.is HamskiptinLEG Þau eru á fjölunum núna eftir Bjarna Jónsson eftir Hugleik Dagsson og Flís Yfir 9.000 áhorfendur og 12 Grímutilnefningar „...hárrétt blanda af gáfuleg- heitum og fíflagangi.“ Helga Rakel Rafnsdóttir, Kistan.is Síðasta sýning 24. nóvember. eftir Franz Kafka Sjáðu og heyrðu meira á leikhusid.is Fimm spennandi verk í Þjóðleikhúsinu Rómuð uppfærsla Vesturports „Nýstárleg og skemmtileg leiksýning“. Elísabet Brekkan, Fréttablaðið Síðasta sýning 1. desember.NÝTT ÍSLENSKT NÝTT ÍSLENSKT NÝTT ÍSLENSKT Barnasýningin GOTT KVÖLD í Kúlunni – hugljúf sýning með söngvum HJÓNABANDSGLÆPIR í Kassanum – áleitið verk um ástina eftir Eric-Emmanuel Schmitt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.