Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 85

Fréttablaðið - 21.10.2007, Síða 85
Og sögurnar halda áfram í allri þeirri rökkurró sem Múla- kampurinn býr yfir og við hlustum þangað til við heyrum í pabba sem hengir af sér í for- stofunni; hann hengir af sér bláa mittisúlpu með svörtum loðkraga og fer úr skónum í forstofunni og kemur inn til okkur í sögurnar í terlínbuxun- um með leðurbelti og mynd af vængstórum erni á sylgjunni. Hann sest hjá okkur en hann er ekki fyrr kominn inn en sög- urnar þagna og fjólurauða ljós- ið yfir mömmu dofnar. Hann hefur greinilega ekkert með sögurnar hennar að gera, hún kærir sig að minnsta kosti ekk- ert um að hann hlusti á þær. Í staðinn puðrar hún kannski í hann einhverju um matinn, éttu þetta, Ólafur, éttu hitt, og segir okkur svo að fara að sofa – inn að sofa, Ásta, Stella, Bíbí, Fiddi, og ekkert múður. Og þótt pabba hafi kannski langað til að segja okkur frá því að hann hafi einmitt verið að færa Fimmaura-Dísu smáolíu í braggann, henni veiti nú ekki af, kellingunni, þá höfum við krakkarnir hennar mömmu ekkert gott af því að hlusta á eitthvert kjaftæði um mellu- kellingar sem taka á móti heilu rútubílahlössunum af her- mönnum og fá fyrir greiðann brennivín og nælonsokka. Hvaða greiða? Það kemur okkur alls ekkert við – inn að sofa, Ásta, Stella, Bíbí, Fiddi, heyriði það, og ég sé að græna ljósið sem fylgir pabba dofnar líka þegar ég halla inn til okkar og leggst í neðri koju, Stella í efri koju, Ásta á hermanna- bedda við gluggann og Fiddi litli í rúmið hennar mömmu. Ég vakna ekki þegar mamma kemur inn og leggst í rúmið hjá Fidda og heldur ekki þegar Stella hvíslar, eða var það kannski Ásta, yfirleitt var það hún sem hvíslaði: – Góða nótt, Bíbí. Um nóttina sé ég Fimmaura- Dísu á skjánum einsog ég hef svo oft gert áður. Ég læðist inn í braggann hennar, mold á gólf- um og steinar. Fimmaura-Dísa er lítil kona og sífull en hún rífur aldrei kjaft, hún er bara inni hjá sér í rorrandi friði með sitt brennivín. Hún kallar á mig til að sýna mér nýfædda kettlinga af því að hún veit um ást mína á dýrum. Ég skoða kettlingana en forðast hana og ég forðast líka eldinn í bragg- anum sem tekur hana með sér. Ég sé hana hverfa í reyk og eld einsog braggann hennar og allt annað sem henni tilheyrir. Ég þori ekki að nefna neitt þegar ég vakna. Ég vil ekki að það sem ég sé komi fram, vil ekki heldur að mér verði kennt um og að mér verði refsað en ég verð fjandi niðurlút og beygð þegar ég heyri að Fimm- aura-Dísa hafi brunnið inni í bragganum sínum með öllu sem henni tilheyrði. Seinna segi ég mömmu frá annarri mynd sem birtist á skjánum. Mér finnst ég vera að klæða gömlu konuna, sem mamma vann hjá á Kirkjubæj- arklaustri þegar hún var að kynnast pabba, í fölbleikan náttkjól og leggja hana til í rúminu sínu og kveikja á kertum allt í kringum hana. Ég segi mömmu frá þessari mynd strax. Ég sé að hún verður óróleg í augunum og hún pírir þau þegar hún skammar mig fyrir vitleysuna í mér alltaf hreint. Ég verði bara að fara að læra að haga mér einsog manneskja. Hvernig standi á því að ég láti alltaf einsog fífl, ég sé sama fíflið og pabbi, ég sé líka jafn- ljót og hann með augun út úr höfðinu og með þessa líka ömurlegu kryppu sem hún hafi svo oft velt fyrir sér hvað hafi eiginlega að geyma. Um kvöldið er okkur sagt að gamla konan á Klaustri hafi dáið um nóttina. – Þú verður að reyna að hemja þig, Bíbí, segir mamma og gefur mér á kjaftinn til að leggja áherslu á orð sín. Ég verð nú kannski ekki beint fallegri eftir höggið en mér er sama fyrst henni er það. Mig munar heldur ekkert um að taka við því sem mér ber og ég laumast út í móann. Ég velti mér í grasinu, faðma jörðina, finn vernd í grænk- unni og ét grasið, ég háma í mig grasið og verð loksins örugg og stálslegin með grænt grasið í kringum mig og ofan í mér. Bíbí Ólafsdóttur Ný ævisaga eftir Vigdísi Grímsdóttur skáldkonu er væntanleg á markað og er það í fyrsta sinn sem Vigdís leggur fyrir sig hið erfiða form ævisögunnar. Sagan af Bíbí Ólafsdóttur heitir bókin og hér að neðan er birtur 12. kafli sögunnar: Horfin í eld og reyk. Múlakampur: Þar sem nú á dögum standa verslunarhallir og háhýsi við Suðurlandsbrautina var Múlakamp- urinn. Þar bjó ég frá 1953 til 1964 og mér leiddist aldrei. Bíbí Ég stend fyrir framan stofu- gluggann á húsinu okkar í Múla- kampi sem kallað var Björk. Mér fannst ótrúlega gaman að bregða mér í allra kvikinda líki, fyllibyttu- gervið var mjög vinsælt. Elliott Erwitt fæddist 1928 í Frakk- landi af rússnesku foreldri. Hann fór að taka myndir þegar hann var í hernum og var tekinn í Magnum- hópinn 1953. Hann hefur verið formaður Magnum í þrjú tímabil. Hann hefur ljósmyndað fyrir bækur, í tímarit og í auglýsingar um fjörutíu ára skeið. Átti skamm- an feril sem leikstjóri heimildar- mynda og hefur unnið í sjónvarpi. Síðasta bók hans, Unseen, er nýkomin út. Verk hans finnast í söfnum um allan heim. Hann var heiðraður fyrir ævistarf sitt. Ralph Gibson fór að taka ljós- myndir þegar hann gegndi her- þjónustu. Hann var aðstoðarmað- ur Dorotheu Lange um skeið og vann með Robert Frank. Frá 1970 hefur hann einkum unnið fyrir bækur en það ár kom út verk hans Somnambulist. Hann hefur unnið á Leica í fjörutíu ár eingöngu og segist aðeins hafa áhuga á ljós- mynd sem listformi. Verk hans eru í flestum virtari söfnum heims. Gibson var heiðraður fyrir framlag sitt til listrænnar ljósmyndunar. Heinz Kluetmeier er fæddur í Berlín en alinn upp í Milwaukee í Bandaríkjunum. Hann hóf feril sinn hjá AP en lauk námi sem verkfræðingur og starfaði sem slíkur en tók alltaf myndir í frístundum. Hann var fastráðinn til Time 1969 og tók myndir bæði fyrir Life og Sports Illustrated. Hann á að baki hundrað forsíður á því íþróttablaði og var um síðir ráðinn myndaritstjóri þess. Hann nýtur gríðarlegrar virðingar íþróttamanna í heimalandi sínu, segist ekki mikið fyrir tækni, aðalatriðið sé tilfinningin. Hann er heiðraður fyrir framlag sitt til íþróttaljósmyndunar. Eugene Richards er fæddur í Massachusetts. Hann var settur á ljósmyndaverkefni þegar hann neitaði að gegna herþjón- ustu 1968. Hann afplánaði þjónustu í Arkansas þar sem hann var um eins og hálfs árs skeið við að mynda fátækt. Verkefni hans hafa síðan einkennst af ríkri þörf til að sýna samfélagið: kynþáttamisrétti í heimahéraði hans, pólitískir flóttamenn, eiturlyfjasjúklingar og fólk með krabbamein eru meðal þekktra viðfangsefna hans í sjö bókum. Hann er margverðlaunaður: „Við höfum skyldu til að sýna heiminn eins og hann er svo það megi breyta honum,“ segir hann. Richards er heiðraður fyrir heimildarljósmyndir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.