Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 20
taekni@frettabladid.is
Facebook metið á níu hundruð milljarða króna
Umræða um íslensk tölvuleikjafyrirtæki
hefur hingað til einskorðast við CCP, sem
framleiðir fjölspilunarleikinn EVE Online,
en fleiri fyrirtæki hafa sprottið upp í kjöl-
far velgengni þess. Gogogic sérhæfir sig í
svokölluðum kaffipásuleikjum, sem krefj-
ast ekki jafn mikillar athygli eða tíma og
hefðbundnari tölvuleikir.
Jónas Björgvin Antonsson, rekstrarstjóri hjá
Gogogic, segir aðalverkefni fyrirtækisins vera eins
konar fjölspilunar-kaffipásuleik sem er með
mafíuþema. „Þessi leikur snýst meðal annars um að
safna sér mannskap og vopnum, sem þú getur síðan
nýtt þér til að berjast við aðra spilara. Hann heitir
Boss of Bosses, og verður aðgengilegur í gegnum
venjulegan vafra (e. browser).“
Hann segir leiki á borð við Boss of Bosses hala
inn tekjur á annan hátt en venjulegir fjölspilunar-
leikir, þar sem spilarar borga flestir mánaðarlega
áskrift. „Í þessum leikjageira hefur skapast hefð
fyrir því að það sé alltaf hægt að spila leikinn
ókeypis og ná ágætis árangri þannig. Svo geta
spilarar borgað pening, annað hvort með áskrift eða
smáum færslum, og fengið eitthvað meira í staðinn.
Boss of Bosses mun fylgja þessu tekjulíkani.“
Velgengni CCP og fjölspilunarleiksins EVE
Online hefur ekki farið framhjá mörgum á Íslandi,
allra síst starfsmönnum Gogogic. „Auðvitað hefur
það áhrif að íslensku leikjafyrirtæki gangi mjög vel
með sinn fjölspilunarleik. Stærsta atriðið er
sennilega hversu margar dyr þeir hjá CCP hafa
opnað varðandi tiltrú fólks á að svona sé hægt,“
segir Jónas.
„Maður er hættur að fá augngotur frá fólki sem
heldur að maður sé vitleysingur og spyr: „Leikir, er
eitthvað hægt að græða á því?“
Auk Boss of Bosses eru starfsmenn Gogogic að
vinna í leikjatengdum verkefnum fyrir NBC
Universal, og hafa unnið vefsíður fyrir Símann,
Nýherja og fleiri. „Það er fyrirsjáanlegt að okkur
fari að fjölga hérna, okkur vantar sérstaklega menn
sem eru góðir í Flash-forritun.“
Fjölspilunarkaffipásu-
leikur með mafíuþema
Alan Ellis, 24 ára breskur kerfis-
fræðingur sem rak eina stærstu
vefræningjasíðu heims, Oink.cd,
segist ekki hafa gert neitt af sér.
Hann var handtekinn á þriðjudag í
lögregluaðgerð á vegum Interpol
og vefþjónar í Hollandi voru
gerðir upptækir.
Vefinn notuðu tæplega 200.000
manns til að skiptast á gögnum,
aðallega tónlist, með hjálp
BitTorrent-tækninnar. Hann var
ekki ósvipaður hinum íslenska
IsTorrent-vef, en sérhæfði sig í
tónlistardreifingu.
Í viðtali við breska dagblaðið
Daily Telegraph segir Ellis engri
tónlist hafa verið dreift í gegnum
sjálfan vefinn, heldur hafi fólk
notað hann til að skiptast á gögn-
um. Oink hafi því verið engu ólög-
legri en Google-leitarvélin, sem
getur hjálpað fólki að finna höf-
undarréttarvarið efni á netinu.
Í Fréttablaðinu á miðvikudag
kom fram að notendur Oink yrðu
rannsakaðir í kjölfar handtökunn-
ar og lokunar vefjarins. Alex
Strain, talsmaður alþjóðlegu hljóð-
ritunarsamtakanna IFPI, sem
koma að málinu, sagði mögulegt að
Íslendingar væru meðal þeirra.
Á bloggsíðu sinni segir Ellis
þetta ekki koma til greina. Upp-
lýsingar sem geymdar voru um
notendur vefjarins séu ekki nægi-
legar til að réttlæta rannsókn.
„Þeir hljóta að hafa eitthvað betra
að gera en að elta uppi 180.000
Britney Spears-aðdáendur.“
Segir Oink engu
ólöglegri en GoogleÍslendingar fá nýjustu útgáfu stýrikerfisins OS X frá Apple,
sem kallast Leopard, á undan
Bandaríkjamönnum. Stýrikerfið
verður gefið út klukkan sex í dag
að staðartíma um allan heim. Þar
sem
Bandarík-
in eru þó
nokkrum
klukku-
stundum
á eftir
okkur
fáum við,
ásamt
Evrópu-
búum, að
njóta
hlébarð-
ans á undan Könum, sem fá
yfirleitt tækninýjungar á undan
Evrópubúum.
Steingrímur Árnason, þróunar-
stjóri hjá Apple IMC, segir
ánægjulegt að fá loksins að vera
á undan Bandaríkjamönnum. „Við
fengum kannski ekki iPhone á
undan, en þetta fáum við.“
Evrópa á undan
Bandaríkjunum