Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 36
BLS. 6 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007 É g hef alltaf haft áhuga á fötum en þegar ég var barn og unglingur snerist þessi áhugi minn frekar um flotta og öðruvísi búninga,“ segir Maríanna Clara Lúthersdóttir leikkona. Hún var dugleg að gramsa í fötum fjölskyldunnar þegar hún var lítil. Maríanna Clara kaupir sín föt hér á Íslandi aðallega í verslunum með notuð föt eða í litlum, flottum hönnunarbúðum í London og Berlín. „Svo þegar maður á stórafmæli eins og ég átti á árinu fer ég gjarnan í Trilogiu, Kron og Kvk,“ segir hún en Maríanna er mjög hrifin af íslenskri hönnun. Beðin um að lýsa smekk sínum segist Maríanna Clara hrifin af kjólum. „Ég er annars vegar mjög hrifin af gullárum Hollywood og hins vegar einföldum gallabux- um og minni glamúr. Það fer eiginlega bara eftir skapi og ég tek hlutina helst alla leið,“ segir hún. „Ef ég er í kjól reyni ég að greiða mér í stíl og finna skó sem passa við svo þetta jaðrar stundum við að vera búningar,“ segir hún og bætir við að þar sem hún sé með þetta búningaæði sé skemmtilegt að vinna í leikhúsi en Maríanna leikur í Killer Joe þessa dagana. Maríanna Clara segist vera meira fyrir sumarið þegar kemur að fötum enda sé fjölbreytnin meiri þegar hlýrra sé í veðri. „Ég á ekki margar hlýjar kápur og kuldaskó til skiptanna enda eru þessir hlutir í dýrari kantinum. Á sumrin geturðu hins vegar leyft þér meiri fjölbreytni. Ég er samt ánægð með árstíða- breytingarnar hérna því þannig verður stemningin ólík. Ég held ég yrði leið á að búa til dæmis í Florída og ganga alltaf í svipuð- um fötum. En ég vildi alveg að það væri aðeins hlýrra hérna,“ segir hún brosandi að lokum. indiana@frettabladid.is MARÍANNA CLARA LÚTHERSDÓTTIR LEIKKONA HEFUR ALLTAF HAFT GAMAN AF SKEMMTILEGUM BÚNINGUM OG SMELLPASSAR ÞVÍ INN Í LEIKHÚSIÐ. STÍLLINN FER EFTIR SKAPINU VIÐ EXTREME TÆKIFÆRI „Ég keypti þennan skærgula kjól í Spútnik fyrir tveimur árum en hann hentar vel sem gleði- og áramóta- dress auk þess sem ég var í honum á gay- pride balli.“ /MYND VÖLUNDUR ÚTSKRIFTAR- KJÓLLINN „Ég keypti þennan kjól fyrir útskriftina úr leiklistar- deildinni og hef notað hann heilmikið. Hann gæti þess vegna verið brúðarkjóll ef ég væri með slör.“ ELSKAR BÚNINGA Maríanna Clara heldur mikið upp á þennan ljósbláa kjól sem gæti þess vegna verið frá árinu 1920. ELSKAR GLINGUR Maríanna Clara segist kunna að meta glingur meira með aldrinum. Spöngina fékk hún í KVK á Laugavegin- um. LADEN ROOM „Töskuna keypti ég í uppáhaldsbúðinni minni í London, Laden Room. Þangað fer ég alltaf og kaupi mér hönnun ungra hönnuða á góðu verði.“ GAMALDAGS „Ég fékk þennan gamaldags- hatt í Rokki og rósum en þetta er svona hetta með fjöður sem maður tyllir á kollinn.“ FRÚIN Í HAMBORG „Þennan dökkgræna jólakjól keypti ég á Akureyri í Frúnni í Hamborg en ég mæli mikið með þeirri búð.“ DANSANDI ELDHAF „Þennan keypti ég fyrir Grímuna þegar ég var tilnefnd fyrir Killer Joe. Ég átti engan pening en fann þennan í Spútnik á aðeins 7 þúsund.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.