Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 56
BLS. 14 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007 D agur er talan 8. Hann er hress, kátur og jákvæður,“ segir Sigríður Klingenberg um borgarstjórann. „Dagur er ljúfur við alla í kringum sig og gæti ekki gert flugu mein. Hann er á góðu tímabili þar sem hann slapp- ar af og lætur sér líða vel. Hann þarf hins vegar að vera á verði því stundum er ekki allt eins og það sýnist og hún er ekki einleikin vitleysan í kringum pólitíkina í borgarstjórn. Dagur þarf að muna að taka mikið af hákarla- lýsi þegar hann vaknar á morgnana til að vera vel varinn fyrir veseninu í borgarstjórn því það er rétt að byrja. Hann verður að vera til- búinn í slaginn og ávallt viðbúinn því reynt verður að saga lappirnar undan borgarstjórastólnum hjá honum. Dagur á ákveðna og ljúfa konu sem pass- ar vel upp á manninn sinn og þar er hann heppinn. Hann á eftir að gera góða hluti þann tíma sem hann ríkir og verður í fram- tíðinni efnamikill en þó ekki í pólitík. Það er þó ár og dagur þangað til það mun breytast. Fjölskyldulífið dafnar, peningum hann safn- ar, mútugreiðslum hafnar og úr ham- ingju hann kafnar.“ Sigríður Klingenberg spáir í Sirkus www.klingenberg.is DAGUR B. EGGERTSSON „Fjölskyldulífið dafnar, peningum hann safnar, mútugreiðslum hafnar og úr hamingju hann kafnar,“ segir Sigríður um Dag B. Eggertsson. Gæti ekki gert flugu mein SPURNINGAKEPPNI Sirkuss Rétt svör: 1. Pókerspilari. 2. Reggina. 3. Jörundur Ragnarsson. 4. Védís Hervör Árnadóttir. 5. Sigurjón M. Egilsson og Reynir Traustason. 6. Eddie Murphy. 7. Marie (Cavallier). 8. 530. 9. Red Bull. Laddi: 1. Dolly Parton. 2. Milano. 3. Jörundur Ragnarsson. 4. Védís Hervör. Hannes Heimir heldur sigurgöngu sinni áfram og sigrar Ladda með sjö stigum gegn fjórum. Laddi skorar á leikarann Stein Ármann. Fylgist með í næstu viku. 1. Hver er Texas Dolly? 2. Með hvaða ítalska úrvalsdeildarliði leikur Emil Hallfreðson? 3. Hver leikur Daníel í Næturvaktinni? 4. Hvaða íslenska söngkona gaf nýlega frá sér plötuna A Beautiful Life – Recov- ery Project? 5. Hverjir eru ritstjórar DV? 6. Hver er barnsfaðir Mel B? 7. Hvað heitir kærasta Jóakims Dana- prins? 8. Hvert er póstnúmerið á Hvammstanga? 9. Hjá hvaða liði ekur ökuþórinn Mark Webber? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. Í ÞETTA SKIPTIÐ MÆTIR HANNES HEIMIR LEIKARANUM LADDA. 7 RÉTT SVÖR 4 RÉTT SVÖRHannes Heimir: 1. Veit ekki. 2. Reggina. 3. Jörundur Ragnarsson. 4. Védís Hervör. 5. Reynir Traustason og Sigurjón. 6. Eddie Murphy. 7. Veit ekki. 8. 530. 9. Red Bull. 5. Reynir Traustason og Sigurjón Egilsson. 6. Eddie Murphy. 7. Anna. 8. 820. 9. Veit ekki. „Vandamálið er að ég á mér marga uppáhaldsþætti eins og Friends, Sex and the City, Grey’s Anatomy, The Office, Desperate Housewives, It Crowd og svona Innlit/útlit þættir finnst mér líka skemmtilegir. Ég get ekki beðið eftir að Grey’s Anatomy byrji og mér þykir verst að ég missi af fyrsta þættinum þar sem ég er að fara á Andrea Boccelli.“ Íris Kristinsdóttir söngkona „South Park ber höfuð og herðar yfir alla aðra sjónvarpsþætti í heiminum. Persónurnar, efnistökin, húmorinn, pólitíska ranghugsunin og hræðsluleysi höfundanna við að taka harkalega á viðkvæmum og umdeildum málum gerir þennan þátt að langbesta sjónvarpsefni sem völ er á. Merkilegt að þetta sé ekki sýnt á Íslandi, sérstaklega miðað við allan viðbjóðinn sem okkur er boðið upp á.“ Ágúst Bogason útvarpsmaður „Föstudagskvöldin eru tvímælalaust bestu sjónvarpskvöldin. Stelp- unar eru í uppáhaldi og það skemmir ekki að horfa á Tekinn á undan. En ég verð að segja að Næturvaktin er minn uppáhaldssjón- varpsþáttur, Pétur Jóhann er svo mikill snillingur í þessum þáttum.“ Andrés Þór Björnsson innanhúsarkitekt „Uppáhaldssjónvarpsþátturinn minn er Friends. Þessir þættir eru hrein snilld og ég get horft á þá aftur og aftur. Ég keypti allar tíu seríurnar í fyrra og er að horfa á þær í sjöunda skiptið og finnst þetta alltaf jafn fyndið. Ég á mér ekki uppáhaldspersónu, finnst þau öll sex bara brillíant.“ Freyja Sigurðardóttir fitness-gella Sjónvarpssþátturinn? upp- áhalds H ildur og Björg reka fyrirtækið Rendur en það framleiðir litríkar og handunnar nytjavörur sem krydda hversdagsleikann. Þær nota garn, efni, tölur og í raun allt sem fellur til inni á heim- ilum og hjá fyrirtækjum á Íslandi. Þótt fyrirtæk- ið sé nýstofnað eru Hildur og Björg búnar að vinna hugmyndavinnuna í eitt og hálft ár en þær kynntust á Brautargengisnám- skeiði hjá Impru. „Við vorum að vinna hvor að sínu verkefn- inu en ákváðum að sameina krafta okkar,“ segir Hildur sem hafði nýlokið hönnunarnámi í Danmörku. Björg vann sem prjónahönnuður í Hollandi en var nýflutt heim til Íslands þegar leiðir þeirra lágu saman. Þeim var hugleikið að hanna eitthvað sem þörf væri á og eftir að hafa lagt höfuðin í bleyti komust þær að því að enginn framleiddi ull- arsokka sem litu út fyrir að vera hver af sinni sortinni. Hjá þeim er engin flík nákvæmlega eins. Nýtni fyrri tíma er þeim hugleikin og þær kunna illa við að láta efni fara til spillis. Fyrsta lína Randa og jafnframt eina línan sem er komin í framleiðslu, er prjónalína fyrir leikskólabörn en í henni má finna peysur, kraga, lambhúshettur, húfur, vettlinga og sokka. „Okkur fannst vanta meira úrval af prjóna- vörum en ég var með lítið barn þegar við byrj- uðum að vinna að þessu og Björg átti von á barni,“ segir Hildur og bætir því við að upphaf- lega hafi hugmyndin verið að hrinda af stað prjónablaði sem væri með praktískar og góðar uppskriftir fyrir börn. Prjónaskapurinn var þeim alls ekki framandi því Björg hafði starfað sem prjónahönnuður í Hollandi og Hildur hafði góða prjóna- kunnáttu. Stelpurnar ná þó ekki að prjóna allt sjálfar og eru með prjónakonur í vinnu við að prjóna eftir þeirra hugmyndum. „Við búum til öll sýnishorn og veljum garn í hverja einustu flík en samt vitum við aldrei hver útkoman verður nákvæmlega og það gerir þetta svolítið spennandi,“ segir Hildur og brosir. Björg bætir við að þótt fyrsta línan sé stíluð inn á börn þá hugsi þær út fyrir þann ramma. „Stefnan er að hanna grímubúninga, innanhúss- muni og föt á fullorðna. Eina skilyrðið er að flíkin eða hluturinn sé úr afgöngum,“ segir Björg og segir að þær sæki inn- blástur úr umhverf- inu, samfélaginu og frá börnunum sínum. Þegar þær eru spurðar hvort þær hyggi á útrás þá segjast þær alveg vera til í að selja vörur sínar til útlanda en þær leggi áherslu á að vinnuaflið sé íslenskt. „En þangað til ætlum við að einbeita okkur að því að flytja í Garðastrætið þar sem við verðum með opna vinnu- stofu. Þangað getur fólk líka komið með afganga til okkar,“ segir Björg. www.rendur.is martamaria@365.is HILDUR EINARSDÓTTIR OG BJÖRG PJETURSDÓTTIR HANNA GERSEMAR ÚR AFGÖNGUM: Prjónaföt öðlast nýtt líf HILDUR OG BJÖRG PRJÓNAHÖNNUÐIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.