Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 79

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 79
Hljómsveitin Sigur Rós segir að kvikmyndin Vanilla Sky, þar sem lag hennar Untitled #4 hljómaði, hafi verið ömurleg. Hljómborðs- leikarinn Kjartan Sveinsson lét hafa þetta eftir sér eftir sýningu á heimildarmyndinni Heima á bresku hátíðinni Electric Proms. Vanilla Sky kom út árið 2001 og skartaði Tom Cruise, Cameron Diaz og Penelope Cruz í aðalhlut- verkum. Sigur Rós hefur einnig átt lag í kvikmyndinni The Life Aquatic with Steve Zissou með Bill Murray í aðalhlutverki, auk þess sem lög sveitarinnar hafa hljómað í sýnishornum við myndirnar The Invasion og Children of Men. Vanilla Sky var ömurleg Hljómsveitin Simply Red ætlar að hætta störfum árið 2009, 25 árum eftir að hún var stofnuð. Mick Hucknall, forsprakki sveitarinnar, segir að platan Stay, sem kom út í mars síðastliðnum, sé síðasta plata hennar og hún muni hætta störfum eftir að tónleikaferð hennar lýkur eftir tvö ár. „Ég hef eiginlega ákveðið að segja þetta gott eftir 25 ár,“ sagði Hucknall, sem hyggst einbeita sér að sólóferli sínum. Simply Red komst á toppinn á vinsældalistum með plötum á borð við A New Flame, Stars og Life sem hafa selst í rúmum fimmtíu milljónum eintaka. Á meðal vinsælustu laga hennar eru Holding Back the Years, If You Don´t Know Me By Now, Some- thing Got Me Started og Fair- ground. Simply Red að hætta Veðramót Guðnýjar Halldórsdóttur fékk ellefu tilnefningar til Eddunnar og er þetta aðeins í annað sinn sem íslensk kvikmynd fær fleiri en tíu tilnefningar. Hafið eftir Baltasar Kormák á enn sem fyrr metið með tólf tilnefningar og Mávahlátur Ágústs Guðmundssonar vermdi annað sætið með sínar tíu samkvæmt imdb.com þar til á þriðjudaginn þegar Veðramót velti henni úr sæti. Veðramót hefur fengið frábæra dóma í fjölmiðlum og margir jafnvel gengið svo langt að segja þetta eina bestu kvikmynd sem gerð hefur verið á Íslandi. Fimm leik- arar myndarinnar eru tilnefndir fyrir leik sinn í kvikmyndinni en það eru þær Hera Hilmarsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir í flokki leikara í aðalhlutverkum og þau Jör- undur Ragnarsson, Gunnur Schlüter og Þorsteinn Bachmann fyrir leik í aukahlut- verki. Þar að auki fékk Guðný Halldórs- dóttir tvær, eina fyrir leikstjórn og eina fyrir handrit. Ef tekið er mið af þeim verðlaunum sem myndir með álíka fjölda tilnefninga má reikna með að Veðramót hljóti að minnsta kosti sex Eddur. En reyndar gæti brugðið til beggja vona því í fyrra voru til að mynda Börn tilnefnd til átta verðlauna en hlutu aðeins ein, fyrir besta handritið. Veðramót í sérflokki Bandarískir kvikmyndaaðdá- endur hafa verið hvattir til að gefa blóð í tengslum við frum- sýningu hryllingsmyndarinnar Saw IV. Með þessu móti vilja framleiðendur myndarinnar kynna hana betur og um leið hvetja fólk til þess að gefa blóð. Þessi háttur hefur einnig verið hafður á varðandi hinar þrjár Saw-myndirnar og hefur uppátækið gengið vonum framar. Að sögn Stephanie Millian, talsmanns Rauða krossins, hafa Saw-myndirn- ar hvatt aðdáendur á öllum aldri til að gefa blóð. „Það má líta á þetta sem leið fyrir þá til að vaxa úr grasi og í fram- haldinu getur blóðgjöfin orðið hluti af lífi þeirra,“ sagði hún. Markaðsstjórarframleiðslu- fyrirtækisins Lionsgate ætl- uðu upphaflega að nota blóð- gjöfina til að kynna fyrstu myndina en síðan þá hefur verkefnið undið upp á sig. Fyrst söfnuðust 2.100 lítrar en núna eru lítrarnir orðnir 24 þúsund. „Aðdáendunum finnst þetta vera hluti af heildar- pakkanum,“ sögðu þeir. Á annarri hverri sekúndu þarfnast einhver blóðs í Bandaríkjunum, sem þýðir að á meðan hin 95 mínútna Saw IV er sýnd þurfa um 2.850 manns á blóði að halda. Hvatt til blóðgjafar STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA FRUMSÝND Í DAG! “Cronenberg bætir nú um betur með grimmum, ofbeldisfullum og jafnvel enn miskunnarlausari glæpatrylli ....auðug af framúrskarandi leik ...á í vændum gott gengi þegar myndir ársins verða gerðar upp...enginn gleymir nokkru sinni hnífaslagnum!" - Sæbjörn Valdimarsson, Morgunblaðið "Viggo Mortensen sýnir stórleik ársins og brennir gat á tjaldið með sláandi góðri óskarsverðlauna frammistöðu." - Peter Travers, Rolling Stone "Slagsmálatriðið í rússnesska gufubaðinu er strax orðið sígilt og verður örugglega umtalaðasta kvikmyndaatriði þessa árs." - Ty Burr, The Boston Globe "Meistaraverk! David Cronenberg sannar að hann er frumlegasti, djarfasti og hugrakkasti leikstjóri Bandaríkjanna." - Richard Corliss, Time Magazine
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.