Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 68
kl.16.30 Danska djasssveitin Memories of you leikur á veitingastofu Kaffitárs í Þjóðminjasafninu í dag kl. 16.30. Hljómsveitin staldrar stutt við á Íslandi og því er um að gera að nýta tækifærið til að sjá hana koma fram á þessum síðdegistónleik- um í dag. Forn handrit upp á yfirborðið á ný Breski fræðimaðurinn Duncan Adam flytur í dag fyrirlestur um japanska rithöfundinn Yukio Mishima, sem var einn af þekktustu rithöfundum Japans á seinni hluta 20. aldar og var orðaður við bók- menntaverðlaun Nóbels oftar en einu sinni. Ein af skáldsögum hans, Sjóarinn sem hafið hafnaði, var gefin út í íslenskri þýðingu Hauks Ágústssonar árið 1974. Duncan segir Mishima hafa verið afkastamikinn höfund og áhuga- verða persónu. „Hann skrifaði mjög mikið og gaf út 40 skáldsögur á ferli sínum, ásamt því sem hann skrifaði smásögur, leikrit og fleira. Það verða að teljast frekar mikil afköst, sérlega ef tillit er tekið til þess að hann var aðeins 45 ára þegar hann svipti sig lífi. Hann hafði áhuga á stjórnmálum og var íhaldssamur í skoðunum. Hann bar til að mynda mikla virðingu fyrir keisarafjöl- skyldunni, var staðfastur þjóðernis- sinni, hafði áhuga á hernaði og gekk meira að segja svo langt að stofna og þjálfa upp sinn eigin her.“ Mishima öðlaðist frægð aðeins 24 ára gamall fyrir skáldsögu sína Kamen no Kokuhaku (e. Confess- ions of a Mask). Bókin fjallar um ungan samkynhneigðan mann sem þarf að bera grímu í samskiptum sínum við samfélagið. Talið er að Mishima hafi skrifað bókina út frá eigin reynslu. Hann var kvæntur og átti börn en flestir eru sammála um að hann hafi verið samkynhneigður. Fyrirlestur Duncans fjallar um femínisma í skrifum Mishima, sem einhverjum kann að þykja undar- legt í ljósi þess að um er að ræða íhaldssaman en jafnframt samkyn- hneigðan karlkyns höfund. „Um helmingur bókanna sem eftir hann liggja er alvarlegar og listrænar bókmenntir. Hinn helm- ingurinn samanstendur af bók- menntum sem mætti kalla eins konar draumórabækur fyrir konur. Þar fjallar hann um japanskar framakonur sem reka fyrirtæki og eiga í ástarsamböndum við unga, myndarlega karlmenn. Á þeim tíma sem hann skrifar þessar bækur er viðhorf til kvenna í Japan afar íhaldssamt og því voru sjálfstæðu konurnar sem hann skrifaði um varla til nema í draumórum. Líklegt þykir að hann hafi skrifað þessar bókmenntir til að fá útrás fyrir löng- un sína til þess að skrifa um kyn- þokkafulla karlmenn, en það þótti ásættanlegra að skrifa slíkar bækur út frá reynsluheimi kvenna fremur en samkynhneigðra karla, og því mætti segja að konurnar í bókunum séu í raun staðgenglar samkyn- hneigðra karla. Því má setja spurn- ingamerki við hvort ásetningur þessara skrifa hans hafi verið fem- ínískur. En það er samt fróðlegt að skoða þau með femíníska hugsun að leiðarljósi,“ segir Duncan. Duncan Adam er hér á landi til að kenna japanskar bókmenntir við Háskóla Íslands. Hann er auk þess að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína sem hann nefnir „Desire in the fiction of Mishima Yukio“. Fyrirlesturinn, sem fer fram kl. 12.05 í stofu 207 í aðalbyggingu Háskóla Íslands, er haldinn á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Íslensk- japanska félagsins í samvinnu við japanska sendiráðið á Íslandi. Kvennakórinn Embla verð- ur með tónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 15 þar sem flutt verða verk fyrir kvennakór, einsöngvara og píanó eftir norska tónsnill- inginn Edvard Grieg í til- efni 100 ára dánarafmælis hans á þessu ári. Flutt verða öll þau verk sem tónskáldið samdi fyrir kvennakór og auk þess kaflar úr Pétri Gaut og úr ófullgerðu óperunni Ólafi Tryggvasyni. Þetta er ein- staklega aðgengileg og falleg tónlist sem flestir geta eflaust notið. Auðrún Aðalsteinsdóttir og Þuríður Baldursdóttir syngja einsöng ásamt félögum úr kórnum. Píanóleikari á tónleikunum er Aladár Rácz. Kvennakórinn Embla var stofnaður 1. september 2002 og er skipaður konum af Eyjafjarðarsvæðinu. Markmið kórsins er að flytja klassíska og nýja tónlist fyrir kvennaraddir og hefur kórinn flutt verk eftir snill- inga eins og Grieg, Liszt, Bach, Brahms, Britten, Haydn, Telemann og Pergolesi. Stofnandi og stjórnandi kórsins er Roar Kvam. Embla lætur í sér heyra Stundum er listaverki hrósað fyrir einlægni. Þetta hef ég aldrei skilið. 1) Sá telst einlægur sem segir umyrðalaust það sem hann hugsar. Um leið og hann færir lítið eitt í stílinn er hann hins vegar farinn að fást um áhrif orða sinna, ekki bara innihaldið. Algengt er að menn beiti vísvitandi orðalagi eða látbragði sem á að undirstrika einlægnina. Þeir leika einlægni. Þar með rýrnar hún. 2) Nú sest ég niður og bý til listaverk. Sú vinna felur í sér vangaveltur um hvernig eigi að setja hugmyndir fram. Þar er jafnvel eftirsóknarvert að þær séu tví- eða margræðar. Ekki er gott að átta sig á því hvað þá verður um einlægnina. 3) Það er svo sem ekki ámælisvert þótt áhorfandi lýsi með þessu orði einhverju sem hann upplifir í verkinu. Öllu skrýtnara er þegar listamaður- inn hendir þetta á lofti og setur á stefnuskrána. 4) Bernska, einfaldleiki eða næfismi einkenna stíl margra ágætra listamanna. Þetta er stíll, frásagnaraðferð, og ekki er hægt að draga neinar ályktanir um einlægni þeirra af þessu. 5) Listaverk hefur tvær hliðar. Annars vegar er það smíðisgripur, eitthvað sem við skynjum. Þessari hlið stjórnar höfundurinn. Hins vegar er það merking, allt það sem smíðisgripurinn kveikir í hugarheiminum. Hér eru ítök höfundarins minni. Hann hefur þó auðvitað sínar væntingar um útgeislun verksins. Í stuttu máli má segja að hann hafi afgerandi áhrif á hvað verkið er en stjórni því ekki fullkomlega sem það segir. Sem sagt í vissum skilningi hvað hann sjálfur segir með verkinu. 6) Umrætt orð á einfaldlega ekki við um listaverk. Og listamaður sem læst vera einlægur er annað hvort óupplýstur eða tvöfaldur í roðinu. 7) Eða er átt við heiðarleika? Það er skiljanlegra. Heiðarlegur er segjum sá höfundur sem ekki sparar við sig vinnu, hættir ekki á miðri leið. Fer þangað sem formin draga hann þótt það þýði að hann verði ekki lengur þessi „hann sjálfur“ sem sumir vilja setja á stall. Verkið er einfaldlega ekki til að upphefja höfundinn eða hans hugrenningar. 8) „Ég met einlægni höfundar af tæknilegri fullkomnun verkanna“ sagði Ezra Pound einu sinni. Það má altént telja heiðarlegt að nota ekki einlægni sem afsökun fyrir andlegri leti. 9) Jæja skyldi vera til undantekning: Kannski eru þeir sem hafa ekkert að segja mjög einlægir þegar þeir segja það... Einlægni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.