Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 72
Fyrir rétt um ári síðan skrifaði ég þrjá pistla hér á tónlistarsíðum
Fréttablaðsins um niðurgang íslensks popps. Beindi ég gagnrýni minni
að útvarpsstöðvunum og hljómsveitunum sjálfum en þó aðallega að
útgáfufyrirtækjunum og auðvitað mest að Senu, langstærsta tónlistar-
útgáfufyrirtæki landsins. Sagði ég íslensku poppsenuna einkennast af
ófrumlegum, leiðinlegum og óáhættusömum uppátækjum sem væru
ekki í samræmi við íslenskt samfélag. Fyrir loks tveimur vikum síðan
kvað við nýjan tón í íslenskri poppmenningu og ég verð að viðurkenna
að það gladdi mitt litla hjarta
einstaklega mikið.
Tímarnir okkar með
Sprengjuhöllinni er ekkert
annað en Sumar á Sýrlandi
minnar kynslóðar. Sneisafull
af ódauðlegum poppmelódíum
sem verða kyrjaðar af
íslensku þjóðinni um ókomna
framtíð. Um daginn var ég
einmitt staddur á tónleikum
með Sprengjuhöllinni. Mér á
vinstri hönd var ungt par í
frekar djúpum sleik og mér á
hægri hönd söng móðir mín
hástöfum með og klappaði.
Þetta kallar maður klassík.
Og nú er kominn tími til
þess að láta kné fylgja kviði
enda ætti flestum að vera ljóst
að 98% þeirra sem eru að
skapa tónlist á Íslandi eru
ekki í þessum Ædol/X-faktor/
kareokí-pælingum sem hafa
þó verið ráðandi í íslenskri
tónlistarútgáfu. En þetta er
ekki eingöngu undir útgáfu-
fyrirtækjunum komið enda
taka þau oftast töluverða
áhættu. Útvarpsstöðvarnar,
þið vitið, þessar ljúfu topptónlistarstöðvar sem eru alltaf bjartar og
brosandi, þurfa að vakna og sjá að nútíma íslenskt popp heillar
hlustendur alveg jafn mikið og gamli góði Rod Stewart, ef ekki meira.
Hljómsveitirnar þurfa einnig að átta sig á að poppformið er ekki svo
óheillandi eftir allt saman. Spilun á FM 957 og/eða Bylgjunni þarf ekki
að þýða endalok heimsins.
Ég gæti núna dottið í upptalningu á þeim fjölmörgu íslensku
hljómsveitum sem mér finnst vera að hjálpa Sprengjuhöllinni að
breyta íslensku popplandslagi og gætu jafnvel breytt því enn meira en
Sprengjuhöllin hefur gert til þessa. Listinn er einfaldlega of langur og
þeir sem hafa á annað borð áhuga á að finna þær þurfa ekki annað en
að líta í kringum hornið.
Breyttir tímar
Platan Raising Sand með
Robert Plant og Alison
Krauss hefur komið aðdá-
endum þeirra skemmtilega
á óvart. Ekki bara sú stað-
reynd að þessir ólíku tón-
listarmenn hafi gert plötu
saman, heldur líka hversu
vel hún heppnaðist. Trausti
Júlíusson skoðaði samstarf
rokkarans og blúgrass-gyðj-
unnar.
Nú í vikunni kom út platan Raising
Sand með Led Zeppelin-söngvar-
anum Robert Plant og blúgrass-
gyðjunni Alison Krauss. Platan,
sem hefur fengið afbragðsdóma,
var tekin upp undir stjórn T-Bone
Burnett, sem er talinn eiga stóran
þátt í því hversu vel tókst til. T-
Bone er sennilega þekktastur fyrir
að hafa stjórnað upptökum á tón-
listinni á kvikmyndaplötunum O
Brother, Where Art Thou?, Cold
Mountain og Walk The Line.
Forsögu plötunnar má rekja til
símtals sem Alison Krauss fékk
algerlega óvænt þegar hún var
heima hjá sér í Nashville fyrir sjö
árum. Í símanum var enginn annar
en Robert Plant, sem tjáði henni að
hann væri mikill aðdáandi og að
hann vonaðist til þess að þau gætu
einhvern tímann unnið saman.
Nokkrum árum seinna var Plant
beðinn um að taka þátt í dagskrá til
heiðurs blúsgoðsögninni Leadbelly
og hann notaði tækifærið og bað
Alison að syngja með sér. Þau tóku
saman fjögur lög og komust að því
að þau vildu gjarna vinna meira
saman.
Robert Plant er að sjálfsögðu
óþarft að kynna, en Alison Krauss,
sem er fædd 1971 var fyrst þekkt
sem fiðlu-undrið frá Illinois sem
fékk plötusamning þrettán ára.
Hún hefur undanfarin ár verið
fremst í flokki þeirra tónlistar-
manna af yngri kynslóðinni sem
halda merkjum blúgrass-tónlistar-
innar á lofti, en blúgrass er eins-
konar frum-kántrý. Alison hefur
fengið fleiri Grammy-verðlaun en
nokkur önnur kona, 20 talsins.
T-Bone Burnett vakti athygli á
áttunda áratugnum sem gítarleik-
ari í bandi Bob Dylan, Rolling
Thunder Revue, en fór að snúa sér
meira að upptökustjórn á níunda
áratugnum, tók til dæmis upp plötu
Elvis Costello King of America
árið 1986. Alison hafði unnið með
honum á O Brother... og Cold
Mountain-plötunum og stakk upp á
því að hann stjórnaði upptökunum
á plötunni hennar með Plant.
Raising Sand var tekin upp á tíu
dögum síðasta haust. Á henni eru
þrettán lög eftir lagahöfunda eins
og Gene Clark, Tom Waits, Townes
Van Zandt, The Everly Brothers og
Little Milton. T-Bone valdi lögin í
samráði við Plant og Alison. Tón-
listin á Raising Sand sækir í banda-
ríska alþýðutónlistarhefð. Á henni
blandast saman áhrif frá blúgrass,
kántrý, þjóðlagatónlist, soul og
rokkabillý.
Bæði Robert Plant og Alison
Krauss tala um að gerð plötunnar
hafi verið reynsla sem breytti lífi
þeirra. Þau voru bæði stressuð í
byrjun, en svo small allt og útkom-
an er heillandi plata sem líkist
engu öðru sem þau hafa áður gert.
Þau syngja mikið í harmóníu, en
það er nokkuð sem Robert Plant
hefur ekki fengist við áður. Raising
Sand hefur fengið frábæra dóma,
til dæmis fimm stjörnur af fimm
mögulegum í Mojo, Uncut og
breska dagblaðinu Independent.
Hljómsveitin Dýrðin fær
góða dóma fyrir frammi-
stöðu sína á Iceland
Airwaves-hátíðinni hjá tón-
listarsíðunni Pitchfork.
Ákvað greinarhöfundur að
sjá Dýrðina spila fyrir um
þrjátíu manns á Grand Rokk
í stað þess að fylgjast með
hinum þekktu !!!, Bloc Party
og Chromeu troða upp.
Ástæðan var sú að hann
hafði heyrt lög með sveit-
inni á heimasíðu Iceland
Airwaves.
„Sem betur fer fannst
mér Dýrðin vera uppgötvun
hátíðarinnar,“ sagði blaða-
maðurinn, sem heillaðist
sérstaklega af lokalagi tón-
leikanna, Bubble Girl. „Það
var ennþá í höfðinu á mér
morguninn eftir þegar allir
pökkuðu föggum sínum og
ráfuðu síðan um Reykjavík
til að eyða sínum síðustu
krónum í undarlegt lakkrís-
sælgæti og ullarpeysur.“
Dýrðin uppgötvuð
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben er hálfslappur þessa
dagana eftir að hafa komið fram á hverjum tónleik-
unum á fætur öðrum í tengslum við Airwaves-hátíð-
ina.
Sérstaklega var síðasti föstudagur viðburðamikill
hjá Pétri þegar hann spilaði með félaga sínum Mugi-
son í beinni útsendingu í dönskum útvarpsþætti, í
nýjum skemmtiþætti Loga Bergmanns, á podcast-
tónleikum, á öðrum tónleikum í Skífunni, auk þess
sem hann tróð upp sjálfur í Lídó um kvöldið. „Það
voru frábærir tónleikar. Ég myndi vilja eiga þessa
áhorfendur og fara með þá hvert sem ég fer,“ segir
Pétur Ben. Hann var eins og gefur að skilja dauð-
þreyttur eftir daginn og er í rauninni ennþá að jafna
sig. „Þetta var dagur þar sem maður átti ekkert eftir
en hátíðin gekk rosalega vel upp og mér fannst allt
sem við tókum þátt í hafa gengið vel.“
Kona Péturs, Anna Kristín Guðmundsdóttir, var
honum til halds og trausts í Lídó eins og svo oft áður.
Hann segir það æðislegt að hafa hana með sér á svið-
inu. „Það er mjög þægilegt og eiginlega eins og að
vera heima hjá sér.“
Anna Kristín spilaði einnig með Pétri í þættinum
Söngvaskáld sem var sýndur í Sjónvarpinu á dögun-
um og stóð sig þar með mikilli prýði. Vanalega hefur
hún sungið með Pétri með hristu í hendi en í þættin-
um brá hún sér í nýtt hlutverk. „Ég lét hana spila á
trommur, bassa og orgel. Hún hafði aldrei spilað á
þessi hljóðfæri áður og við höfðum bara þrjá daga til
að undirbúa okkur. Ég gerði léttar útsetningar á lög-
unum og það gekk rosalega vel upp. Hún söng um leið
og þetta var ótrúlega vel af sér vikið hjá henni. Þetta
sýnir að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.“
Úrvinda eftir Iceland Airwaves
/ rakel@osk.is