Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 22
[Hlutabréf] Hagnaður hluthafa Straums- Burðaráss nemur 1,8 milljón- um evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. Meðalspá greiningardeilda bankanna gerði ráð fyrir hagnaði upp á 10,8 milljónir evra. Hagnaður á hlut í Straumi-Burða- rási dregst saman um 26 prósent þegar bornir eru saman fyrstu níu mánuðir þessa árs og síðasta. Í fyrra nam hagnaðurinn 23 evrum á hlut, eða rétt tæpar 2.000 krónur. Eftir þriðja ársfjórðung í ár er hagnaður á hlut hins vegar kom- inn í 17 evrur á hlut, eða tæpar 1.500 krónur. Bankinn birti í gær- morgun uppgjör fyrir þriðja árs- fjórðung þessa árs. Hagnaður hluthafa eftir skatta á þriðja ársfjórðungi er 1,8 millj- ónir evra, en var á sama tíma í fyrra 17 milljónir evra. Fyrstu níu mánuði ársins nemur hagnaður hluthafa eftir skatta 157 milljón- um evra og dregst saman um 33,9 prósent frá því í fyrra þegar hann var 237,5 milljónir evra. Willam Fall, forstjóri Straums, bendir hins vegar á að um leið og rekstrartekjur á þriðja ársfjórð- ungi hafi endað í 32,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem raunar er 2,6 prósenta aukning frá árinu áður, hafi tap af verðbréfum numið 45 til 46 milljónum dala á fjórðungnum. „Í þessum árangri endurspeglast því breiðari tekju- grunnur félagsins,“ segir hann og telur að breytingar sem ráðist hefur verið í hjá bankanum hafi bætt mjög afkomu hans í erfiðu árferði sem einkennst hafi af óróa á fjármálamörkuðum. William Fall bendir á að Straumur hafi haldið áfram að auka vaxta- og þóknunartekjur og þær séu nú drifkrafturinn í starfsemi bank- ans. Þá hafi markvisst verið dregið úr áhættuskuldbindingum í hluta- bréfum. Forstjóri Straums leggur áherslu á að áhætta bankans af undirmáls- lánum í Bandaríkjunum sé engin, þótt óbein áhrif megi merkja. Þannig hafi órói á fjármálamörkuðum seinkað verkefnum og samningum og af þeim sökum færist inn í loka- ársfjórðung ársins tekjur sem bank- inn hafi reiknað með á þeim þriðja. Að sama skapi segir hann að hraður tekjuvöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi líka tekið frá þeim þriðja. Afkoma Straums er nokkuð frá spám greiningardeilda bankanna, en þær gerðu ráð fyrir yfir 10 millj- óna evra hagnaði til hluthafa í stað 1,8 milljóna. Nokkru munaði þó því Glitnir spáði 7 milljóna tapi, en Landsbankinn og Kaupþing, 9,7 og 14,5 milljóna evra hagnaði. Glitnir segir afkomuna þó „gróflega í takti við væntingar“ nema hvað hreinar vaxtatekjur hafi reynst miklu hærri en vænst var og þóknunartekjur langt undir væntingum. Hagnaður á hlut dregst saman um fjórðung Exista hagnaðist um 870 milljónir evra, eða 76 millj- arða króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 7,4 milljónum evra eða 646 milljónum króna. Þetta er fjarri því sem greiningar- deildir bankanna spáðu en þær gerðu ráð fyrir að tap yrði á rekstri félags- ins, að meðal- tali upp á 120,3 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Arnar Freyr Ólafsson, sérfræðingur í Grein- ingu Glitnis, segir ástæðuna þá að ekki var gert ráð fyrir 65 milljón evra uppfærslu á óskráðum eign- um félagsins. Ekki hafi heldur verið gert ráð fyrir tekjum upp á sjö milljónir evra vegna hlutar Exista í Sampo og Kaupþingi. Sömu skýr- ingar var að finna í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans í gær og sagt að ekki kæmi fram hvaða óskráðar eignir voru upp- færðar í bókhaldinu. Eignir Exista jukust um 93 prósent frá áramótum og voru 746 milljarðar króna, í lok september. Þar af er eignarhlutur í öðrum félög- um metinn á um 415 millj- arða króna. Að langstærst- um hluta er það eign Exista í fjármálafyrirtækjunum Sampo og Kaupþingi. Exista hagnast óvænt Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja árs- fjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra. Afkoman er talsvert undir lægstu spám markaðsaðila sem reiknuðu með allt frá 21 til rúmlega 30 millj- óna evra hagnaði á tímabilinu. Marel, Eyrir Invest og Lands- bankinn eiga saman rúman 43 pró- senta hlut í samstæðunni. Dræmt hjá Stork Verulegur viðsnúningur varð á rekstri Skipta hf., móðurfélags Símans, á milli ára á fyrstu níu mán- uðum ársins. Hagnaður félagsins nam tæpum 3,3 milljörðum króna á tímabilinu samanborið við rúmlega 3,1 milljarðs króna tap á sama tíma í fyrra. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta og Sím- ans, segir í tilkynningu afkomuna mjög góða hvort sem horft sé til starfsemi í fjar- skipta- eða upplýsingatækni og séu horf- ur á að reksturinn á fjórða ársfjórðungi verði góðar. Sáttur með Símann Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, á þriðja ársfjórð- ungi samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er undir væntingum greiningar- deilda viðskiptabankanna, sem spáðu því að hagnaðurinn myndi hlaupa á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Haft er eftir Ágústi Guðmunds- syni, forstjóra Bakkavarar, í til- kynningu, að félagið standi frammi fyrir mjög krefjandi aðstæðum þar sem verð á hráefni hafi haft veruleg áhrif á matvælaframleiðslu. Krefjandi aðstæður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.