Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 22

Fréttablaðið - 26.10.2007, Side 22
[Hlutabréf] Hagnaður hluthafa Straums- Burðaráss nemur 1,8 milljón- um evra eftir skatta á þriðja ársfjórðungi, en 17 milljónum á sama tíma í fyrra. Meðalspá greiningardeilda bankanna gerði ráð fyrir hagnaði upp á 10,8 milljónir evra. Hagnaður á hlut í Straumi-Burða- rási dregst saman um 26 prósent þegar bornir eru saman fyrstu níu mánuðir þessa árs og síðasta. Í fyrra nam hagnaðurinn 23 evrum á hlut, eða rétt tæpar 2.000 krónur. Eftir þriðja ársfjórðung í ár er hagnaður á hlut hins vegar kom- inn í 17 evrur á hlut, eða tæpar 1.500 krónur. Bankinn birti í gær- morgun uppgjör fyrir þriðja árs- fjórðung þessa árs. Hagnaður hluthafa eftir skatta á þriðja ársfjórðungi er 1,8 millj- ónir evra, en var á sama tíma í fyrra 17 milljónir evra. Fyrstu níu mánuði ársins nemur hagnaður hluthafa eftir skatta 157 milljón- um evra og dregst saman um 33,9 prósent frá því í fyrra þegar hann var 237,5 milljónir evra. Willam Fall, forstjóri Straums, bendir hins vegar á að um leið og rekstrartekjur á þriðja ársfjórð- ungi hafi endað í 32,8 milljónum evra á þriðja ársfjórðungi, sem raunar er 2,6 prósenta aukning frá árinu áður, hafi tap af verðbréfum numið 45 til 46 milljónum dala á fjórðungnum. „Í þessum árangri endurspeglast því breiðari tekju- grunnur félagsins,“ segir hann og telur að breytingar sem ráðist hefur verið í hjá bankanum hafi bætt mjög afkomu hans í erfiðu árferði sem einkennst hafi af óróa á fjármálamörkuðum. William Fall bendir á að Straumur hafi haldið áfram að auka vaxta- og þóknunartekjur og þær séu nú drifkrafturinn í starfsemi bank- ans. Þá hafi markvisst verið dregið úr áhættuskuldbindingum í hluta- bréfum. Forstjóri Straums leggur áherslu á að áhætta bankans af undirmáls- lánum í Bandaríkjunum sé engin, þótt óbein áhrif megi merkja. Þannig hafi órói á fjármálamörkuðum seinkað verkefnum og samningum og af þeim sökum færist inn í loka- ársfjórðung ársins tekjur sem bank- inn hafi reiknað með á þeim þriðja. Að sama skapi segir hann að hraður tekjuvöxtur á öðrum ársfjórðungi hafi líka tekið frá þeim þriðja. Afkoma Straums er nokkuð frá spám greiningardeilda bankanna, en þær gerðu ráð fyrir yfir 10 millj- óna evra hagnaði til hluthafa í stað 1,8 milljóna. Nokkru munaði þó því Glitnir spáði 7 milljóna tapi, en Landsbankinn og Kaupþing, 9,7 og 14,5 milljóna evra hagnaði. Glitnir segir afkomuna þó „gróflega í takti við væntingar“ nema hvað hreinar vaxtatekjur hafi reynst miklu hærri en vænst var og þóknunartekjur langt undir væntingum. Hagnaður á hlut dregst saman um fjórðung Exista hagnaðist um 870 milljónir evra, eða 76 millj- arða króna, á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 7,4 milljónum evra eða 646 milljónum króna. Þetta er fjarri því sem greiningar- deildir bankanna spáðu en þær gerðu ráð fyrir að tap yrði á rekstri félags- ins, að meðal- tali upp á 120,3 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Arnar Freyr Ólafsson, sérfræðingur í Grein- ingu Glitnis, segir ástæðuna þá að ekki var gert ráð fyrir 65 milljón evra uppfærslu á óskráðum eign- um félagsins. Ekki hafi heldur verið gert ráð fyrir tekjum upp á sjö milljónir evra vegna hlutar Exista í Sampo og Kaupþingi. Sömu skýr- ingar var að finna í Vegvísi greiningardeildar Lands- bankans í gær og sagt að ekki kæmi fram hvaða óskráðar eignir voru upp- færðar í bókhaldinu. Eignir Exista jukust um 93 prósent frá áramótum og voru 746 milljarðar króna, í lok september. Þar af er eignarhlutur í öðrum félög- um metinn á um 415 millj- arða króna. Að langstærst- um hluta er það eign Exista í fjármálafyrirtækjunum Sampo og Kaupþingi. Exista hagnast óvænt Hollenska iðnsamstæðan Stork skilaði heldur dræmara uppgjöri en reiknað var með á þriðja árs- fjórðungi. Hagnaðurinn nam 17 milljónum evra, jafnvirði tæpra 1,5 milljarða króna, samanborið við 25 milljónir á sama tíma í fyrra. Afkoman er talsvert undir lægstu spám markaðsaðila sem reiknuðu með allt frá 21 til rúmlega 30 millj- óna evra hagnaði á tímabilinu. Marel, Eyrir Invest og Lands- bankinn eiga saman rúman 43 pró- senta hlut í samstæðunni. Dræmt hjá Stork Verulegur viðsnúningur varð á rekstri Skipta hf., móðurfélags Símans, á milli ára á fyrstu níu mán- uðum ársins. Hagnaður félagsins nam tæpum 3,3 milljörðum króna á tímabilinu samanborið við rúmlega 3,1 milljarðs króna tap á sama tíma í fyrra. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta og Sím- ans, segir í tilkynningu afkomuna mjög góða hvort sem horft sé til starfsemi í fjar- skipta- eða upplýsingatækni og séu horf- ur á að reksturinn á fjórða ársfjórðungi verði góðar. Sáttur með Símann Hagnaður Bakkavarar nam 11,3 milljónum punda, jafnvirði 1,4 milljarða króna, á þriðja ársfjórð- ungi samanborið við 15,2 milljónir punda á sama tíma í fyrra. Þetta er undir væntingum greiningar- deilda viðskiptabankanna, sem spáðu því að hagnaðurinn myndi hlaupa á bilinu 12 til 14 milljónir punda. Haft er eftir Ágústi Guðmunds- syni, forstjóra Bakkavarar, í til- kynningu, að félagið standi frammi fyrir mjög krefjandi aðstæðum þar sem verð á hráefni hafi haft veruleg áhrif á matvælaframleiðslu. Krefjandi aðstæður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.