Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 70
Þetta er ferðasaga í tvennum skilningi; pílagrímsferð skáld- konunnar (sem jafnframt er tangódansari) til Buenos Aires í Argentínu og ferð í gegnum ástríðuland tangódansins frá a til zetu. Ljóðmælandinn (ég) er skáldkonan sjálf og mælir nán- ast undantekningarlaust í nútíð og sviðsetur atburði jafnt sem hugrenningar sínar frammi fyrir lesandanum hér og nú, talar við sjálfa sig og engan einsog í lýr- ískri dagbók sem þó er aldrei ætlað að vera einkamál. Form sem hentar yrkisefninu vel. Í bókinni eru „fimm prósaljóð um leiðir tangófífla“ (3) og kýs skáldið sjaldnast að yfirfæra þá merkingu eða ljá efninu víðari skírskotun; þetta eru ljóð um tangódans og tangófífl, „lífið snýst um næsta dans“ (6). Er það í senn ágæti ljóðanna og ávöntun; hnitmiðar erindið en sker því þröngan stakk – ferðalag um tangólendur með mjög nálægum (ágengum) og persónulegum (hlutlægum) mælanda; „ég er“ er eftirlætis frumlag og sögn. En þetta eru auðmjúk ljóð og auðlesin, myndmálið hæverskt og orðfærið temprað, beinar myndir víða fallegar og skírar, takturinn léttur og svífandi, framvindan taktviss og tónræn. Ljóð sem ætla sér að vera dans og tónlist samin úr orðum frem- ur en orð sem spretta af dansi og tón. Þekkilegur skáldskapur en léttvægur. Það er nokkur annmarki á kveðskapnum hversu skáld- konunni er tamt að nota orðin sem tilfinning ljóðanna lýsir í stað þess að treysta sviðsetning- unni, t.d. kalt og hlýtt bls. 17, lykt bls. 10, breytist bls. 21, ótal dæmi. Áhrifin eru sterkari þegar tilfinningin er gefin í skyn og lesandanum gefið eftir að botna, t.d. bls. 15-16 þar sem fátækt er ekki nefnd upphátt. Það dregur úr slagkrafti þegar ljóð eru of ljós; lesandinn þráir að vera „staddur í gátu við sérhver gatnamót“ (11). Og eftirminni- legust eru þau ljóðbrot bókar- innar sem dylja mest en vísa hæst – besta dæmið er erindi 31 á bls. 22 sem hefst á „ferð í draumi“ og lýkur með himnaför; „ef þetta er lífið þá hugsa ég að við maría séum bíó fyrir guð“. Hér nær skáldskapurinn sama flugi og dansinn. En skemmtilegasta hugmynd bókarinnar er sú að hætta að hugsa, „hvað hugsar þú þegar þú hugsar ekki neitt?“ (43) spyr skáldkonan þegar danskennar- inn krefur hana um að hætta að hugsa (og láta dansinn taka yfir) og persóna innan ljóðsins ræður gátuna; „láttu líkamann svara“, segir hún, anda, opna, fljúga. Þarna er tæpt á spursmálum er varða uppsprettu sköpunar og túlkunar, listamannseðlið, spurt hvort sköpunarkrafturinn spretti af líkamlegri kviku eða andleg- um innblæstri, tilfinningum, ástríðu, skynjun, vitsmunum – á listamaðurinn sér ef til vill annað sjálf hið innra sem er forsenda gáfu hans en hann nær ekki sam- bandi við nema hann tæmi hug- ann og hafni rökum veruleikans? Eða er tangóinn einfaldlega bara það holdlegur að höfðinu er ofaukið? Lesandanum er gefið eftir að leita svars í bókinni og er þetta vísbending um að „tang- óinn er margt annað en dans“(40) – þær vísbendingar mættu að ósekju vera fleiri. Mjúk bók og ljúf lesning en skáldskapur sem svarar með orði flestu sem hann spyr í mynd. Höfðinu ofaukið Alþjóðlegi minjadagurinn er á morgun en til hans var stofnað af Unesco til að vekja almenning í heiminum til vitundar um vandamálið varðandi vörslu hljóð- og sjónminja, raunverulegra minninga frá okkar tímum. „Les 24 heures de la télé“ (24 klst. sjón- varpsins), er samantekt úr safni franska sjónvarpsins sem er 1 klst. og 20 mín. að lengd. Í henni er blandað saman hrífandi, fyndnum eða undraverðum senum úr heimi íþrótta, stjórnmála, tónlistar, þjóð- félags, er koma frá „L´institut national de l´audiovisuel“ (Þjóðarstofnun varð- andi útvarp og sjónvarp) þar í landi. Meðal áhugaverðs efnis má nefna tón- leika Rostropovitch við Berlínarmúrinn, fyrsta viðtalið við Jacques Chirac, Jacques Brel syngjandi Amsterdam, erfiðleika Johnny Hallyday í París-Dakar rallíinu, viðtal við John F. Kennedy fyrir forsetakosningarnar og hina magn- þrungnu spennu í vítaspyrnunum í leiknum milli Frakklands og Brasilíu í heimsmeistarakeppninni árið 1986. Í til- efni dagsins verður dagskráin sýnd á morgun í húsakynnum Alliance Francaise við Tryggvagötu. Aðgangur er ókeypis en sætafjöldi takmarkaður. Þeir sem vilja tryggja sér sæti geta hringt í s. 552 3870 (á milli kl. 16.00 og 19.00) eða sent tölvupóst (alliance@af.is). Sýningin á morgun hefst kl. 20. Franskir sjónvarpsmolar Rússnesk-ísraelski píanósnillingurinn Albert Mamriev heldur tónleika í Tíbrá, tónleikaröð Salarins í Kópa- vogi, á morgun kl. 17. Tónleikarnir eru haldnir í sam- vinnu Tíbrár í Salnum við Richard Wagner félagið. Á efnisskránni eru umritanir eftir Franz Lizst á stefjum og þáttum úr óperum Richards Wagner. Óperurnar sem um ræðir eru Rienzi, Lohengrin, Niflunga- hringurinn, Hollendingurinn fljúgandi, Tristan og Ísold, Meistarasöngvararnir frá Nürnberg, og forleikurinn að Tannhäuser. Áður en tónleikarnir hefjast flytur Reynir Axelsson formálsorð þar sem hann fjallar um tengsl þeirra Richards Wagner og Franz Liszt og þann jarðveg sem umritanir Liszts eru sprottnar úr. Kynningin er í boði Wagnerfélagsins og hefst kl. 16.15. Aðgangur að kynn- ingunni er ókeypis og allir velkomnir. Albert Mamriev fæddist í lýðveldinu Dagestan og stundaði nám í Rússlandi, Ísrael og Þýskalandi. Hann er talinn einn af helstu píanóleikurum í Ísrael, hefur unnið til verðlauna í mörgum alþjóðlegum píanó- keppnum og er í dómnefnd Alþjóðlegu píanókeppninn- ar í Madríd. Hann hefur haldið einleikstónleika í helstu borgum á Spáni, leikið í Salle Cortot í París, Kongress- zentrum í Hannover, Glinka Musiksalon í Berlín og víðar. Nýlega hefur hann komið fram sem einleikari með Konunglegu skosku þjóðarhljómsveitinni, Ísraelsku kammersveitinni og Sinfóníuhljómsveit Mexíkó svo einhverjar séu nefndar. Á liðnu ári hefur Albert Mamriev komið fram í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni, Kína, Frakklandi, Ísrael og Ungverjalandi. Efnisskrá ársins var helguð 195. afmælisári Liszts og innihélt allar útsetningar Liszts fyrir píanó af verkum Wagners. Mamriev hefur sagt að draumur sinn sé að leika tónlist Wagners á píanó á fegurri og litríkari hátt en hljómsveit. Það verður áhorfenda að dæma hvort þessi draumur hans rætist í Salnum á laugardag. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er almennt miðaverð 2.000 kr. Litríkari en hljómsveit Íslenski dansflokkurinn hélt vestur um haf í gær. Verður flokkurinn á ferðalagi í nær þrjár vikur og sýnir í sjö borgum á austurströnd Bandaríkjanna, frá Virginíu upp til New Hamp- shire. Er þetta í samræmi við þá stefnu flokks- ins að sýna mikið erlendis en á undanförnum árum hefur hann sýnt víða og fær að jafnaði fjölda boða um sýningarhald. Er skemmst að minnast ferðar hans til Kína, en í Evrópu hefur flokkurinn sýnt í Frakklandi, Slóveníu, Austur- ríki, Líbanon, Skotlandi, Tékklandi, Póllandi, Belgíu, Þýskalandi, Hollandi, Danmörku, Ítalíu, Finnlandi og Svíþjóð. Sýningarferðalög dansflokksins hafa aukist en hann sýnir að jafnaði tvær til þrjár nýjar sýningar í Borgarleikhúsinu þar sem hann hefur aðsetur. Við dansflokkinn starfa nú 11 dansarar, fastráðnir, gestadansarar og nemend- ur á danssamningum. Verkin á efnisskrá flokks- ins eru afar fjölbreytt. Hefur verið lögð áhersla á það í efnisvali að sinna jöfnum höndum íslenskri dansasmíð og kalla erlenda höfunda til starfa með flokknum. Hafa sumir þeirra komið með fullbúin verk í farteskinu en aðrir lagt áherslu á að smíða ný verk með flokknum. Þegar heim verður komið mun hluti af dönsurum flokksins halda til Frakk- lands er þar er í næsta mánuði danshátíð helguð verkum Ernu Ómarsdóttur. Dansflokkur vestur HVER ER ÞINNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.