Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 10
 Breytinga er þörf á skipulagi Háskóla Íslands svo hann nái markmiði sínu að verða meðal bestu skóla í heimi, að mati starfshóps háskólaráðs. Kynntar voru tillögur að umfangsmiklum breytingum á stjórnskipulagi skól- ans í hátíðarsal skólans í gær. Erlendar og innlendar úttektir á skólanum hafa almennt verið jákvæðar en þó hafa mikilvægar athugasemdir verið gerðar við stjórnkerfið og bent á skort á stoð- þjónustu við kennara og nemendur. „Stoðþjónusta við kennara verð- ur styrkt og þjónusta við nemend- ur efld. Þá munum við gera háskól- ann samkeppnishæfari í breyttu umhverfi í atvinnulífinu og á alþjóðavettvangi,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Hún segir skólann ekki ná markmiðum sínum ef kennarar eru of uppteknir við að ljósrita og sinna öðrum skrifstofustörfum. Í tillögum starfshópsins er lagt til að deildum skólans verði skipt í fimm fræðasvið; félagsvísinda- svið, heilbrigðisvísindasvið, hug- vísindasvið, raunvísindasvið og menntavísindasvið, sem Kennara- háskóli Íslands fellur undir þegar af sameiningu skólanna verður á næsta ári. Innan hvers sviðs verður þjónustukjarni með allri grunn- þjónustu á borð við námsráðgjöf, alþjóðatengsl og tölvuþjónustu. Forsenda umbótanna eru við- bótarfjármagn sem samið var um við menntamálaráðuneytið fyrr á árinu og aukningu sértekna með til dæmis eflingu styrktarsjóða. Auglýst verður eftir forsetum fræðslusviða á Íslandi og erlendis en deildarforsetar verða áfram kjörnir fulltrúar. Ólafur Þ. Harðarson, formaður starfshópsins, segir breytingarnar vera mikið heillaskref fyrir Háskóla Íslands. „Við höfum skoðað vandlega fyrirkomulag skóla í Evrópu og Bandaríkjunum og skoðað sér- staklega þær breytingar sem hafa verið gerðar, en markmið okkar var alltaf að hanna skipulag í sæmilegri sátt við það sem fyrir er.“ Tekist var á um hvort fræða- sviðin ættu að vera sex talsins og bæta við sviði viðskipta- og hag- fræðideildar og lagadeildar. „Undir félagsvísindasviði verða samtals 4.000 nemendur sem eru helmingi fleiri en undir hinum. Það var því spurning um skipulag. Að lokum var ákveðið að hafa þessar þrjár deildir saman, sem býður upp á ýmis sóknarfæri,“ segir Ólafur. „Allt sem ekki er búið að ákveða þarf að skoða með gler- augum nýs meirihluta,“ segir Þor- leifur Gunnlaugsson, borgarfull- trúi Vinstri grænna, um hugsanlega stækkun lóðar sem selja á með Fríkirkjuvegi 11. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að embættismenn á vegum borgar- innar hefðu náð samkomulagi við Björgólf Thor Björgólfsson um að hann fengi nærri fjórfalt stærri lóð með húsinu á Fríkirkjuvegi 11 en kveðið var á um í útboði. Vinstri græn hafa verið andvíg sölu húss- ins og stækkun lóðarinnar. Að sögn Þorleifs hefur ekki gef- ist tími til að fara yfir mál á borð við söluna á Fríkirkjuvegi 11 vegna anna við stærri viðfangs- efni. Hann segir naumast hægt að draga söluna á húsinu til baka en lóðastækkunin sé hins vegar efni í sérstaka skoðun. „Þetta er hluti af menningararfi Reykvíkinga og mikilvægur þáttur í mannlífinu. Málið er uppi á borð- um eins og allt annað hjá nýjum meirihluta. Það er ekki búið að ákveða neitt,“ ítrekar Þorleifur, sem aðspurður kveðst ekki geta svarað því nú hvort VG fallist á stækkun lóðarinnar. „En sjálfur var ég alfarið á móti því að Frí- kirkjuvegur 11 yrði seldur,“ bendir hann á. Beita gleraugum meirihlutans Áfanga í flugsög- unni var náð í gær þegar Airbus A380-risaþota Singapore Airlines flaug sína fyrstu áætlunarferð frá Singapúr til Sydney í Ástralíu. Um borð voru 455 farþegar, sem margir hverjir hreiðruðu um sig í lúxusklefum og tvöföldum rúmum. Flugið, sem tók sjö tíma, gekk vandkvæðalaust fyrir sig. Sumir farþeganna höfðu greitt tugþúsundir dollara á netupp- boði til að gefast færi á að taka þátt í þessum viðburði í flugsög- unni. A-380-þotan getur rúmað allt að 800 farþega og því þykir hún innleiða nýja tíma í farþega- flugi. Áfangi í sögu farþegaflugs Hæstiréttur hefur staðfest sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Ríkisútvarpinu, sem sakað var um að hafa ýft upp sár með sýningu þáttar í röðinni Sönn íslensk sakamál. Umræddur þáttur fjallaði um morð á bensínstöð við Stóragerði í upphafi síðasta áratugar og stefndu aðstandendur annars fórnarlambsins Ríkisútvarpinu fyrir að brjóta gegn friðhelgi einkalífs þeirra og valda þeim sálarangist. RÚV er hins vegar sýknað á þeim grundvelli að ábyrgðin á efninu liggi hjá framleiðandan- um, ekki þeim sem það sýnir. RÚV mátti sýna þátt um morð Kona á fertugsaldri er í haldi grunuð um að hafa kveikt í íbúð sinni að Hilmisgötu í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á staðinn og gekk greið- lega að slökkva eldinn en íbúðin skemmdist nokkuð. Fljótlega vaknaði grunur um íkveikju og var konan handtekin í kjölfarið. Hún mun margsinnis hafa komið við sögu lögreglu áður. Ekki var ljóst hvort krafist yrði varðhalds yfir konunni. Í haldi grunuð um íkveikju Það er ekki búið að ákveða neitt. N1 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA HJÓ BAR Heillaskref fyrir Háskólann Miklar breytingar standa fyrir dyrum í Háskóla Íslands. Deildum skólans verður skipt í fimm fræðasvið og þjónusta við kennara og nemendur verður stórbætt með sérstökum þjónustukjörnum innan hvers sviðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.