Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 63
Landspítalinn er tepptur af fólki sem getur ekki farið heim til sín. Það eru tæplega 90 manns, sem eru búnir að ljúka meðferð og eru að bíða eftir plássi á hjúkrunar- heimili eins og kemur fram í sjón- varpinu í kvöld, 22. okt. Við það að byggja fleiri hjúkrunarheimili losna dýr pláss á spítalanum og þá komast loksins aðrir sjúklingar að, sem hafa beðið lengi eftir aðgerð- um. Svo verða minni líkur á að bráðasjúklingar þurfi að liggja á göngum. Verður öldruðum bannað að leggjast inn á hátæknisjúkra- húsið, vegna hættu á að þeir teppi það? Er ekki nær að byggja fleiri hjúkrunarheimili áður en farið er að reisa hátækni- sjúkrahús? Það er ótrúlegt að þetta velferðar- þjóðfélag skuli ekki hlúa betur að öldruðum. Þrátt fyrir forgang þarf fólk að bíða í marga mánuði, jafnvel ár á spítal- anum eftir plássi á hjúkrunarheimili. Fólk getur ekki verið með sína persónulega muni og hefur ekkert einkalíf, er með ókunnugu fólki á stofu, og alltaf að fá nýja stofufélaga. Þeir sem bíða á bráðadeildum hafa ekkert næði og ekki er hægt að veita þeim þá þjón- ustu sem þeir þarfnast. Hjón eru aðskilin eftir margra áratuga sam- búð. Þetta er brot á persónufrelsi. Margir deyja á meðan þeir bíða. Síðan er alltaf að koma nýtt og nýtt starfsfólk, jafnvel erlent, vegna lélegra launa. Það þarf að búa eldri borgurum mannsæmandi heimili þar sem þeim getur liðið vel og reynt að njóta ævikvöldsins með það öryggi, og þá hjúkrun og þjón- ustu sem það þarfnast. Það er ráðgert að nýtt hjúkrunar- heimili við Suðurlandsbraut verði tilbúið 2009. Eiga aldraðir bara að bíða á meðan? En það er ekki bara fólk á Landspítalanum sem bíður eftir plássi, heldur fullt af fólki úti í þjóðfélaginu. Af hverju gengur ekkert með hjúkrunarheimilið sem á að rísa á Lýsislóð? Það eru ekki til peningar til að byggja spítala fyrir börn með geðræna sjúkdóma, eða heimili fyrir aldraða, en það er hægt að kaupa rándýrar lóðir og byggja rándýr sendiráð t.d. í Japan og Þýskalandi, byggja hátækni- sjúkrahús og tónlistarhús, bjóða okkur fram í öryggisráð Samein- uðu þjóðanna o.s.frv. En ef það stendur á peningum væri hægt að nota símapeningana svokölluðu, sem voru eyrnamerktir hátækni- sjúkrahúsi. Ríkið nær ekki að reka Landspítalann almennnilega vegna fjárskorts og manneklu. Hvernig ætlar það frekar að reka hátækni- sjúkrahús? Plássin þar yrðu marg- falt dýrari en á hjúkrunarheimil- um. Á að láta það standa autt eða loka deildum? Ég treysti á að nýi heilbrigðis- ráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðar- son, sýni þann kjark að hann þori að endurskoða hvort og þá hvar hátæknisjúkrahús ætti að rísa ann- ars getur það haft í för með sér óafturkræfar og dýrar afleiðingar. Hátæknisjúkrahús tel ég ekki á for- gangslista. Við erum með ágætis tæknivædd sjúkrahús, en ég held að allir séu sammála um að það þurfi að reisa fleiri hjúkrunarheim- ili og það þoli enga bið. Það er ekki nóg að bara tala fallega á tyllidögum og fyrir kosn- ingar, það þarf að sýna það í verki að aldraðir eiga betra skilið fyrir góðærið sem við búum við. Höfundur er stöðuvörður og hjúkrunarfræðingur. Hátæknisjúkrahús eða hjúkrunarheimili? Sr. HjörturMagni Jóhannsson, forstöðumaður Fríkirkjunnar í Reykjavík, rit- aði grein í Fréttablaðið nýverið, þar sem hann segir í fyrirsögn að ég sé fyrirmyndar ríkisprestur. Ég er ekki ríkisprestur heldur Þjóðkirkjuprestur, en þakka hólið. Grein Hjartar á að vera svar við grein sem ég ritaði þar sem ég velti vöngum yfir guðfræði hans. Að venju er það svo að sé Hjörtur Magni beittur rökum þá drepur hann málinu á dreif með því að tala um tvennt, samkynhneigð og pen- inga. Hvað varðar síðarnefnda atriðið, Þjóðkirkjuna og peningana: Benti Hjörtur Magni einhvern tíma á þessa meintu óréttlætisstöðu sem hann segir Þjóðkirkjuna hafa þau tíu ár sem hann þjónaði Útskála- prestakalli? Síðan hann gerðist forstöðu- maður Fríkirkjusafnaðarins hefur guðfræði hans að mestu verið talin í krónum og aurum og telur hann sig og söfnuð sinn vera hlunnfarna. Ef hann trúir því að hann hafi höndlað sannleikann í því „réttlætis- máli“ væri þá ekki best að sækja það fyrir dómstólum? En umræðuefni fyrrnefndrar greinar minnar var hvorki samkyn- hneigð né fjármál. Þar fjallaði ég um orð Hjartar Magna, að hann telji að hin eina rétta leið mann- anna til frelsis sé að hafna kenning- unni um synd og erfðasynd, sem hann heldur fram að brjóti niður sjálfsmynd mannsins og vinni gegn boðun Krists. Ég er ekki fróður um sögu Frí- kirkjusafnaðarins í Reykjavík en ég veit að hann lýtur trúarjátning- um Evangelísk-lútherskrar kristni og játar trú á þríeinan Guð og þar með fyrirgefningu syndanna í Jesú Kristi. Það er fagnaðarerindið sem kirkjan hefur leitast við að boða frá upphafi samkvæmt ritningunum. Þetta virðist Hirti Magna hulið. Hann boðar auk þess „guð“ sem hann segir að sé hafinn yfir trúar- brögð og guðlausan Krist. Hvaðan kemur Fríkirkjuprestinum sú opin- berun? Höfundur er sóknarprestur í Lindasókn. Opinberun Fríkirkju- prests Arndís Halla - Óður Frábær plata frá Arndísi Höllu sem slegið hefur í gegn í Þýskalandi Komin í verslanir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.