Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 54
BLS. 12 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007
B&L hélt veglegt teiti til að
vekja athygli á ásnum en hann
er minnsti BMW-inn sem er
framleiddur. Ásinn er töffara-
legur og það var teitið líka
sem var haldið í Saltfélaginu
innan um Eames-húsgögn og
falleg föt úr versluninni GK.
Gestalistinn var ekki af lakara
taginu, heldur smartheita-
elíta landsins, sem hámaði í
sig sushi sem skolað var niður
með hvítvíni meðan allir
brostu framan í alla og höfðu
gaman af.
Lúxuskerrur og lotterí
HIPP OG KÚL Fatahönnuðurinn Christian sýndi
hönnun sína í Saltfélaginu. Með honum á
myndinni eru Íris í GK og Arnar Gauti
lífstílsgúrú. MYND/VÖLUNDUR
SÆTASTI TANNLÆKNIR LANDSINS Hannes Ríkarðsson
tannlæknir er hér ásamt eiginkonu sinni, Hellu Willig
kennara. Þess má geta að Hannes hefur smekk fyrir
fallegum bifreiðum. MYND/VÖLUNDUR
SPÁIR Í TÍSKUNA Spákona Sirkuss, Sigríður Klingenberg,
var ein af skrautfjöðrum sýningarinnar. Hún hefur sjaldan
litið betur út enda búin að tapa mörgum aukakílóum. Hér
er hún á spjalli við Írisi, Arnar Gauta og Nadiu Banine.
KRÆSINGARNAR VORU EKKI AF VERRI
ENDANUM. Það er aldrei hægt að
borða of mikið af sushi- og maki-
rúllum. MYND/VÖLUNDUR
V inkonurnar Tóta og Hildur Sif á Hárhönnun stóðu fyrir frumlegum degi á hárgreiðslustofunni Hár-
hönnun en í tilefni af Airwaves voru þær með plötusnúð
og stuð á meðan þær klipptu hljómsveitargæja.
Klipptu hljóm-
sveitargæja
KLIPPIR AF HJARTANS LIST Tóta, einn af eigendum
Hárhönnunar, sýnir listir sínar.
HIPP OG KÚL Hildur, Larry, Blair og Tristan og Hildur Sif
skemmtu sér vel. MYND/VÖLUNDUR
PLÖTUSNÚÐUR Í góðu stuði á hárhönnun
S ýningin Hönnun og heimili var haldin í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Margt var um manninn á opnuninni en á sýningunni mátti sjá
það ferskasta á því sviði.
HIPP OG KÚL Í
LAUGARDALSHÖLLINNI
VALA, ANNA OG ANDRI GUNNAR LÉTU
SIG EKKI VANTA.
MYND/VÖLDUNDUR
SIGRÚN BIRGISDÓTTIR, GAUJA DÖGG OG
HALLDÓR EIRÍKSSON Í LAUGARDALS-
HÖLLINNI MYND/VÖLDUNDUR
„Ég hef verið slíkur forréttindasnúður
að vinna nánast eingöngu við það
sem mér hefur fundist skemmtileg.
Fyrsta vinnan mín var þetta klass-
íska, barnapössun. Og mér fannst ég
óskaplega heppin vegna þess hvað
börnin sem ég passaði voru falleg.
Svona var yfirborðsmennskan nú
allsráðandi um 11-12 ára aldurinn.
Með menntaskóla- og háskóla-
námi vann ég á ferðaskrifstofum og
hjá Flugleiðum, bæði hér á landi og í
London.
Það getur verið mikið fjör í ferða-
bransanum og þá er lítill tími til að
láta sér leiðast. Undir lok þessa tíma
byrjaði ég líka að stunda þýðingar og
síðan gerðist ég blaðamaður. Því
starfi gegndi ég í tvo áratugi og
fannst það frábært. Í frítímanum
skrifaði ég svo bækur og leikrit og
síðastliðin tvö ár hef ég eingöngu
verið í því að skrifa „fyrir sjálfa mig“,
eins og ég kalla það.
Í dag er ég þess vegna að upplifa
langskemmtilegasta vinnutímabil
ævi minnar og þakka almættinu fyrir
hlutskipti mitt á hverjum einasta
morgni. Leiðinlegasta starf sem ég
hef unnið er hins vegar unglinga-
vinnan. Mér fannst ömurlegt að vera
í pollagalla í hellirigningu við að
planta trjám í Heiðmörk eða reyta
arfa á Austurvelli. Algjört kvalræði.
Þar að auki er ég með bullandi gróður-
ofnæmi sem ekki var búið að greina á
þessum tíma. Þá daga sem ekki
rigndi var ég því rauðeygð og með
stöðugt nefrennsli,“ segir Jónína
Leósdóttir sem er að gefa út
unglingabókina Kossar & ólívur.
LEIÐINLEGASTA STARFIÐ: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR RITHÖFUNDUR
Rauðeygð með stöðugt nefrennsli
ÁSINN ER
VATNSHELDUR!
MYND/VÖLUNDUR
Tónlistarhátíðin Airwaves var sú
glæsilegasta hingað til þrátt fyrir nokkur
vandkvæði eins og falsanir á Airwaves-
armböndum. Á föstudagskvöld vakti
danski plötusnúðurinn Trentemöller
verðskuldaða athygli en þar gaf að líta
plötusnúðinn og tískudrottninguna Ernu
Bergmann ásamt
unnusta sinnum
Herði Kristbjörns-
syni en hann er
grafískur
hönnuður á
Íslensku
auglýsingastof-
unni. Fallegu
stúlkurnar í Reykjavík voru frekar
svekktar yfir því að sjá Trentemöller hér
á landi í för með kærustunni sinni en
þau sáust meðal annars saman í góðu
stuði á Dub Step-kvöldinu á Barnum á
miðvikudag. Á Organ spilaði hljómsveitin
Singapore Sling og þar voru mættir Jón
Sæmundur Auðarson og rokkarinn og
sérvitringurinn Anton Newcombe úr
hljómsveitinni Brian Jonestown
Massacre.
Á laugardagskvöld mætti fjöldi manns á
Gauk á Stöng til að hlusta á Svölu
Björgvins og hljómsveit hennar Steed
Lord enda um partí fyrir öll skilningarvit
að ræða. Bróðir hennar Krummi samdi
og frumflutti eitt laganna en var þó
klæddur í hefðbundnari föt en restin af
bandinu. Í áhorfendaskaranum sást nýr
borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson
ásamt eiginkonu sinni í
góðu stuði. Tískuljós-
myndarinn og
bloggarinn Yvan Rodic,
betur þekktur sem
Facehunter var í
félagsskap stílistans
Agnieszku Baranowsku og hann var
iðinn við að mynda fallegt fólk í flottum
fötum fyrir franska ritið Paris Match.
Eftir að tónleikum kvöldsins lauk sneri
danski plötusnúðurinn Anders Trente-
möller skífum á Kaffibarnum en þar
hafði myndast gríðarlega löng röð fyrir
utan. Innandyra gaf að líta fatahönnuð-
inn Henrik Vibskov sem er einnig
trommuleikari fyrir Trentemöller og
stílistann Önnu Clausen sem er kennd
við verslunina Belleville. Söngvari
hljómsveitarinnar Grizzly Bear var einnig
í góðu stuði á Kaffibarnum og sást
smella kossum á bæði fagrar snótir og
unga herramenn.
Hverjir voru hvar