Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 67
Slash, fyrrverandi gítarleikari Guns n´ Roses, segir að plata sveitarinnar Chinese Democracy muni koma út. Söngvarinn Axl Rose lofaði að gefa plötuna út í vor en stóð ekki við það frekar en fyrri daginn. „Hún kemur út þegar hann verður ánægður með útkomuna. Axl vinnur í öðru tímabelti en ég. Það sem öðru fólki finnst langur tími er örskammur tími hjá honum. Platan kemur samt út, engin spurning,“ sagði Slash. Rose hefur unnið að plötunni í fjölda ára og hefur gríðarlegum fjármunum verið eytt í hana. Hefur hún verið nefnd dýrasta platan sem aldrei hefur litið dagsins ljós. Sextán ár eru liðin síðan Guns n´ Roses gaf síðast út efni með frumsömdum lögum, þegar plöt- urnar Use Your Illusion I og II komu út árið 1991. Chinese kemur út Söngvarinn Seal og fyrirsætan Heidi Klum mæta sjaldnast saman í viðtöl en gerðu undantekningu á þeirri reglu þegar þau mættu saman í settið til Opruh Winfrey á dögunum í þætti um „ofurstjörnu-pör“. Þar opnuðu þau sig upp á gátt og sögðu meðal annars frá sínum fyrstu kynnum. „Ég hitti hann í anddyri hótels í New York,“ sagði Heidi. „Hann var að koma úr líkams- ræktinni. Ég sat bara og hugsaði „vá“ þegar ég sá hann.“ Ástæðan fyrir aðdáuninni var sú að Seal var í þröng- um hjólabuxum. „Ég sá nánast allt saman – allan pakk- ann.“ Frá því augnabliki hafa hjónin verið óaðskiljan- leg en þau eiga þrjú börn. „Það er algengast að það komi brestir í sambönd þegar fyrsta barnið kemur,“ sagði Seal í viðtalinu. „Allt fer að snúast um börnin, sem er skiljanlegt í ljósi þess að þau eru kraftaverk. En þá verðið þið að setja hvort annað framar öðru. Heidi verður alltaf númer eitt fyrir mér.“ Oprah var ekki alveg tilbúin að kaupa yfirlýsinguna á staðnum og spurði Heidi hvort það væri satt. „Ég á rómantísk- asta mann í heimi,“ svaraði Heidi. Klum féll fyrir hjólabuxunum Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár Menningarráð Vesturlands og meistaranám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, halda sameiginlega ráðstefnu um menningarmál á landsbyggðinni og menningarsamninga. Ráðstefna um menningarmál í Háskólanum á Bifröst laugardaginn 27. október kl.13.00-16.00 Menning sem atvinnugrein Ráðstefna um tækifæri menningarstarfs fyrir samfélög utan höfuðborgarinnar 13.00 Helga Halldórsdóttir, formaður Menningarnefndar Vesturlands setur ráðstefnuna. Elísabet Haraldsdóttir, menningarfulltrúi á Vestur- landi kynnir nokkur verkefni sem menningarráð styrkir. Sigfúsarlög flutt af Hönnu Þóru Guðbrandsdóttur söngkonu frá Akranesi og Viðari Guðmundssyni píanóleikara frá Kaðalstöðum. Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, Menning sem atvinnugrein. Stutt brot úr kvikmynd um vesturfara, Steinþór Birgisson kynnir myndina. Eyja stuttmynd Daggar Mósesdóttur sem er innlegg hennar í alþjóðlega stuttmyndahátíð sem hún stýrir í Grundarfirði í febrúar 2008. Kaffi Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi á Austurlandi, Norrænt samstarf, sköpun eða skipbrot. Njörður Sigurjónsson, lektor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, Menning til höfuðs kapítalismanum. Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar en þátttakendur eru ráðstefnu- gestir, nemendur í menningarstjórnun og einnig nýráðnir menningarfulltrúar vítt og breitt um landið. Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem vinna að menningarstarfi eða hafa áhuga á að efla menningu á landsbyggðinni að taka þátt í þessari ráðstefnu. Dagskrá:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.