Fréttablaðið - 26.10.2007, Blaðsíða 32
BLS. 2 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007
G löggir áhorfendur Ríkissjónvarpsins hafa tekið eftir svip-
uðum klæðaburði hjá sjón-
varpskonunum Evu Maríu
Jónsdóttur og Þóru Arnórs-
dóttur. Sannleikurinn er sá
að þær hafa mikið dálæti á
fatnaði Steinunnar Sigurðar-
dóttur fatahönnuðar.
Eva María Jónsdóttir fann
„sinn“ fatahönnuð í Stein-
unni Sigurðardóttur. „Ástæð-
an var einfaldlega sú að ég
vildi ekki þurfa að eyða mikl-
um tíma í að spá í föt, en
jafnframt vissi ég að þarna
gæti ég gengið að pottþétt-
um gæðum auk þess sem
fötin eru mátulega látlaus og
fín,“ segir Eva María og bætir
við að samstarfið hafi gengið
mjög vel. Aðspurð hvort hún
eigi uppáhaldsflík frá hönn-
uðinum segir hún að það sé
ekki einhver ein flík, heldur
margar af sama meiði sem hún hafi alltaf jafnmikið dálæti
á. „Ég held mjög mikið upp á alls konar hnepptar peysur frá
Steinunni og nota þær rosalega mikið, bæði í vinnunni og
líka dags daglega.“ Spurð hverju hún sækist eftir þegar hún
velur föt segir Eva María aðallega skipta máli að fötin séu
frjálsleg, þægileg og ekki of áberandi. „Látlaus ... en ekki
púkaleg.“
Þóra Arnórsdóttir hefur klæðst fötum frá STEINUNNI en
hún gengur þó líka í fötum frá Birnu fatahönnuði.
„Fötin hennar Steinunnar eru þægilegustu föt í heimi og
svo eru þau líka falleg,“ segir Þóra Arnórsdóttir umsjónar-
maður Útsvars sem er á dagskrá RÚV á föstudagskvöldum.
„Leikmyndin okkar er mjög litaglöð og því hentar fatnaður
Steinunnar mjög vel því hann er einfaldur.“ Þóra segir að
RÚV sé ekki með stílista á sínum snærum en hún fái lánuð
föt til að vera í á skjánum.
„Það er gaman að fá lánuð dýr föt sem maður hefði aldrei
efni á að kaupa sjálfur,“ segir Þóra. Hún segir að það séu
ekki samantekin ráð að vera í eins fötum og Eva María,
þetta hafi bara hirst þannig á. „Vinkona mín vinnur í versl-
un Steinunnar og þannig kom þetta til,“ segir hún.
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR OG ÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR HAFA SVIPAÐAN FATASMEKK
EVA MARÍA JÓNSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA
Á pikkföstu!
Fyrir tveimur vikum urðu þau leiðu mistök
að Unnur Birna Vilhjálmsdóttir fegurðar-
drottning og laganemi var sögð einhleyp
á síðum blaðsins. Hið sanna er að hún er
búin að vera með Reynaldi Hinrikssyni
síðan í vor. Hann er 22 ára Garðbæingur
og stundar atvinnuflugmannsnám við
Flugskóla Íslands. Parið kynntist í
gegnum sameiginlega vini og hefur verið
óaðskiljanlegt síðan. Hann æfir
körfubolta með utandeildarliði Stjörnunn-
ar en í sumar hefur hann lagt stund á
hestamennsku með kærustunni. Unnur
Birna er önnum kafin,
fyrir utan að stunda
lögfræðinám við
Háskólann í
Reykjavík kennir
hún dans. Einnig
mun hún
sjást á
skjánum í
vetur en
hún verður
kynnir í
þættinum,
Bandið
hans Bubba,
sem sýndur
verður á Stöð
2 í vetur.
Helga Arnardóttir
fréttamaður
Gleymir stund og stað
Heyrst hefur…
Útgáfufélag 365 prentmiðlar
Ritstjóri Marta María Jónasdóttir
martamaria@365.is
Indíana Ása Hreinsdóttir
indiana@frettabladid.is
Forsíðumynd Anton Brink
Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is
Sirkusblaðið Skaftahlíð 24
105 Reykjavík, sími 512 5000
Sölustjóri Bergur Hjaltested
512 5466 bergurh@365.is
BESTA BORGIN MÍN: París.
MORGUNVERÐURINN: Á litla kaffihúsinu Les Puces í
Montmartre hverfinu fær maður dýrindis morgun-
verð, egg´s benedikt og mímósu.
SKYNDIBITINN: Ég myndi nú bara segja Crépes
með súkkulaði nutella og banönum. Það slær öllum
hamborgurum við.
RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Þó ég hafi nú bara farið með
vinkonu minni á veitingastaðinnn á
efstu hæð Pompidou safnsins þá
held ég að það sé æðislega
rómantískur staður fyrir
pör. Þar er útsýni yfir alla
borgina, rauðar rósir á
borðum og tilvalið að
panta sér eitt glas af
kampavíni.
LÍKAMSRÆKTIN: Tja ég færi nú
örugglega ekki í líkamsrækt í París,
andrúmsloftið er of rólegt þar.
Ég held engu að síður að
besta líkamsræktin sé
endalaust labb um borgina.
UPPÁHALDSVERSLUNIN: Þegar
stórt er spurt! Ég segi pass
við þessari.
BEST VIÐ BORGINA: Það besta
við París er að maður gleymir
stað og stund. Í mínu starfi er
það stundum nauðsynlegt.
ÞÓRAÞÓRA ARNÓRSDÓTTIR FRÉTTAKONA
Steinunn Sigurðardóttir í uppáhaldi
Beðið eftir Bobbi
Íslenskar konur ættu að geta fagnað því Bobbi Brown er á leið til
landsins. Frú Brown starfaði lengi sem förðunarfræðingur áður en
hún lét framleiða eigin línu. Litavalið þykir glæsilegt enda hentar það
bæði ljósum og dökkum litarhætti. Litirnir eru alls ekki framúrstefnu-
legir heldur notendavænir og hún leggur mikið upp úr því að vörurnar
lykti sem minnst. Að mati Bobbi eiga konur að mála sig til að
undirstrika fegurðina og lumar hún á mörgum góðum trixum til að
konum finnist þær ljóma. Vörurnar munu fást í Debenhams á næstu
vikum.
PARÍS
KVENLEGT
OG SEXÍ:
Föt
Steinunnar
eru
innblásin
af íslenskri
náttúru.