Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 54

Fréttablaðið - 26.10.2007, Síða 54
BLS. 12 | sirkus | 26. OKTÓBER 2007 B&L hélt veglegt teiti til að vekja athygli á ásnum en hann er minnsti BMW-inn sem er framleiddur. Ásinn er töffara- legur og það var teitið líka sem var haldið í Saltfélaginu innan um Eames-húsgögn og falleg föt úr versluninni GK. Gestalistinn var ekki af lakara taginu, heldur smartheita- elíta landsins, sem hámaði í sig sushi sem skolað var niður með hvítvíni meðan allir brostu framan í alla og höfðu gaman af. Lúxuskerrur og lotterí HIPP OG KÚL Fatahönnuðurinn Christian sýndi hönnun sína í Saltfélaginu. Með honum á myndinni eru Íris í GK og Arnar Gauti lífstílsgúrú. MYND/VÖLUNDUR SÆTASTI TANNLÆKNIR LANDSINS Hannes Ríkarðsson tannlæknir er hér ásamt eiginkonu sinni, Hellu Willig kennara. Þess má geta að Hannes hefur smekk fyrir fallegum bifreiðum. MYND/VÖLUNDUR SPÁIR Í TÍSKUNA Spákona Sirkuss, Sigríður Klingenberg, var ein af skrautfjöðrum sýningarinnar. Hún hefur sjaldan litið betur út enda búin að tapa mörgum aukakílóum. Hér er hún á spjalli við Írisi, Arnar Gauta og Nadiu Banine. KRÆSINGARNAR VORU EKKI AF VERRI ENDANUM. Það er aldrei hægt að borða of mikið af sushi- og maki- rúllum. MYND/VÖLUNDUR V inkonurnar Tóta og Hildur Sif á Hárhönnun stóðu fyrir frumlegum degi á hárgreiðslustofunni Hár- hönnun en í tilefni af Airwaves voru þær með plötusnúð og stuð á meðan þær klipptu hljómsveitargæja. Klipptu hljóm- sveitargæja KLIPPIR AF HJARTANS LIST Tóta, einn af eigendum Hárhönnunar, sýnir listir sínar. HIPP OG KÚL Hildur, Larry, Blair og Tristan og Hildur Sif skemmtu sér vel. MYND/VÖLUNDUR PLÖTUSNÚÐUR Í góðu stuði á hárhönnun S ýningin Hönnun og heimili var haldin í Laugardalshöllinni um síðustu helgi. Margt var um manninn á opnuninni en á sýningunni mátti sjá það ferskasta á því sviði. HIPP OG KÚL Í LAUGARDALSHÖLLINNI VALA, ANNA OG ANDRI GUNNAR LÉTU SIG EKKI VANTA. MYND/VÖLDUNDUR SIGRÚN BIRGISDÓTTIR, GAUJA DÖGG OG HALLDÓR EIRÍKSSON Í LAUGARDALS- HÖLLINNI MYND/VÖLDUNDUR „Ég hef verið slíkur forréttindasnúður að vinna nánast eingöngu við það sem mér hefur fundist skemmtileg. Fyrsta vinnan mín var þetta klass- íska, barnapössun. Og mér fannst ég óskaplega heppin vegna þess hvað börnin sem ég passaði voru falleg. Svona var yfirborðsmennskan nú allsráðandi um 11-12 ára aldurinn. Með menntaskóla- og háskóla- námi vann ég á ferðaskrifstofum og hjá Flugleiðum, bæði hér á landi og í London. Það getur verið mikið fjör í ferða- bransanum og þá er lítill tími til að láta sér leiðast. Undir lok þessa tíma byrjaði ég líka að stunda þýðingar og síðan gerðist ég blaðamaður. Því starfi gegndi ég í tvo áratugi og fannst það frábært. Í frítímanum skrifaði ég svo bækur og leikrit og síðastliðin tvö ár hef ég eingöngu verið í því að skrifa „fyrir sjálfa mig“, eins og ég kalla það. Í dag er ég þess vegna að upplifa langskemmtilegasta vinnutímabil ævi minnar og þakka almættinu fyrir hlutskipti mitt á hverjum einasta morgni. Leiðinlegasta starf sem ég hef unnið er hins vegar unglinga- vinnan. Mér fannst ömurlegt að vera í pollagalla í hellirigningu við að planta trjám í Heiðmörk eða reyta arfa á Austurvelli. Algjört kvalræði. Þar að auki er ég með bullandi gróður- ofnæmi sem ekki var búið að greina á þessum tíma. Þá daga sem ekki rigndi var ég því rauðeygð og með stöðugt nefrennsli,“ segir Jónína Leósdóttir sem er að gefa út unglingabókina Kossar & ólívur. LEIÐINLEGASTA STARFIÐ: JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR RITHÖFUNDUR Rauðeygð með stöðugt nefrennsli ÁSINN ER VATNSHELDUR! MYND/VÖLUNDUR Tónlistarhátíðin Airwaves var sú glæsilegasta hingað til þrátt fyrir nokkur vandkvæði eins og falsanir á Airwaves- armböndum. Á föstudagskvöld vakti danski plötusnúðurinn Trentemöller verðskuldaða athygli en þar gaf að líta plötusnúðinn og tískudrottninguna Ernu Bergmann ásamt unnusta sinnum Herði Kristbjörns- syni en hann er grafískur hönnuður á Íslensku auglýsingastof- unni. Fallegu stúlkurnar í Reykjavík voru frekar svekktar yfir því að sjá Trentemöller hér á landi í för með kærustunni sinni en þau sáust meðal annars saman í góðu stuði á Dub Step-kvöldinu á Barnum á miðvikudag. Á Organ spilaði hljómsveitin Singapore Sling og þar voru mættir Jón Sæmundur Auðarson og rokkarinn og sérvitringurinn Anton Newcombe úr hljómsveitinni Brian Jonestown Massacre. Á laugardagskvöld mætti fjöldi manns á Gauk á Stöng til að hlusta á Svölu Björgvins og hljómsveit hennar Steed Lord enda um partí fyrir öll skilningarvit að ræða. Bróðir hennar Krummi samdi og frumflutti eitt laganna en var þó klæddur í hefðbundnari föt en restin af bandinu. Í áhorfendaskaranum sást nýr borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson ásamt eiginkonu sinni í góðu stuði. Tískuljós- myndarinn og bloggarinn Yvan Rodic, betur þekktur sem Facehunter var í félagsskap stílistans Agnieszku Baranowsku og hann var iðinn við að mynda fallegt fólk í flottum fötum fyrir franska ritið Paris Match. Eftir að tónleikum kvöldsins lauk sneri danski plötusnúðurinn Anders Trente- möller skífum á Kaffibarnum en þar hafði myndast gríðarlega löng röð fyrir utan. Innandyra gaf að líta fatahönnuð- inn Henrik Vibskov sem er einnig trommuleikari fyrir Trentemöller og stílistann Önnu Clausen sem er kennd við verslunina Belleville. Söngvari hljómsveitarinnar Grizzly Bear var einnig í góðu stuði á Kaffibarnum og sást smella kossum á bæði fagrar snótir og unga herramenn. Hverjir voru hvar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.