Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 1
OPIÐ LAUGARDAG KL:11-16 DELTALIGHT LISTIR Fólkið í fjörunni HÖNNUN Úr hjólabretti í fatahengiINNLIT Sálin á heima við hafið hús&heimiliLAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 2007 Von í miðbænum Tekur ballettspor meðan hún er í símanum Fleiri bækur verða gefnar út fyrir jólin nú en áður. Þegar hefur 801 rit verið skráð í gagna- grunn Bókatíðinda og er þá ekki allt talið. Nokkrir útgefendur tilkynna ekki útgáfurit sín til Bókatíðinda og má því gera ráð fyrir að útgefnir titlar séu enn fleiri. Að sögn Kristjáns B. Jónassonar, formanns Félags íslenskra bóka- útgefenda, voru 677 titlar í Bóka- tíðindum í fyrra og árið 2005 voru þeir 660. Áætlað er að Bókatíðindi komi út í annarri viku nóvember en þau hafa aldrei verið stærri, verða nú 266 blaðsíður. Lögum samkvæmt annast prentsmiðjur skylduskil á útgefnum ritum til valdra bóka- safna en stundum hafa verið brota- lamir á að staðið sé við þá lagalegu skyldu. Lokatölur um útgáfu birtast í Íslenskri bókaskrá, sem tekur til allra útgefinna rita sem sækja um svokölluð ISBN-númer. Samkvæmt henni hafa útgefin rit hér á landi verið að meðaltali 1.500 á ári en voru flest árið 2000, um 1.800. Þá eru námsbækur ekki taldar með. Íslenskum bókaútgáfum fer fjölgandi. Í Félagi íslenskra bóka- útgefenda eru á fimmta tug útgef- enda en af þeim eru um fjörutíu virkir. Útgefendur í Bókatíðindum eru nær hundrað. Þá hefur kiljuútgáfa og erlent samprent á barnabókum aukist mikið og bóka- útgáfa fyrir erlenda ferðamenn er æ meiri. Að sögn Kristjáns er einn útgefandi áberandi stærstur en ef öll fyrirtæki sem eiga aðild að hinu nýja Forlagi eru talin saman eru útgefin rit á þeirra vegum vel yfir annað hundrað. Bætist í bókaflóðið Fleiri bækur verða gefnar út fyrir jólin nú en áður. Þegar hefur 801 rit verið skráð í gagnagrunn Bókatíðinda. Í fyrra voru þau 677 og árið þar á undan 660. „Ég skildi ekki hvað orðið negri þýddi en ég vissi að krakkarnir kölluðu mig það til að særa mig,“ segir Bryndís Eiríksdóttir, sem telur endur- útgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar mistök. Ráðist var á eiginmann Bryndísar af þeirri einu ástæðu að hann er dökkur á hörund. Þau eiga saman tvö börn og óttast Bryndís að þau verði fyrir svívirðingum vegna bókarinnar. „Það er rætt um prentfrelsi. Það er vissulega mikilvægt en mér þykir mannvirðing mun mikilvægari, og þessi bók gengur þvert á það mikilvægi,“ segir hún. Óttast að börn sín verði hædd Maður lést í hörðum árekstri tveggja bíla á norðanverðri Holta- vörðuheiði á áttunda tímanum í gærkvöld. Fimm voru í bílunum tveimur og voru slasaðir fluttir til aðhlynning- ar á Landspítalann með þyrlu Land- helgisgæslunnar. Veður var slæmt á heiðinni og mikil hálka á veginum. Loka þurfti fyrir umferð um Holtavörðuheiði á meðan lögregla og sjúkralið athöfnuðu sig. Fólk beið í tugum bíla beggja vegna slysstaðarins eftir að vegurinn opnaði á ný. Lögregla var kölluð út um klukkan hálf átta og fóru lögreglu- menn frá Borgarnesi, Búðardal, Blönduósi og Hólmavík á vettvang. Læknir kom frá Hvammstanga. Eftir að vegurinn hafði verið lokaður í rúma klukkustund var bílum hleypt um hann í hollum. Veginum var svo lokað aftur þar sem umferðin hindraði rannsókn á tildrögum slyssins. Ekki fengust nánari upplýsingar um slysið hjá lögreglu áður en blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Banaslys á Holtavörðuheiði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.