Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 2
Birgir Andrésson myndlistar-
maður lést í Reykjavík á
fimmtudag. Hann var 52 ára
að aldri.
Birgir var fæddur í Vest-
mannaeyjum 6. febrúar 1955,
sonur hjónanna Andrésar
Gestssonar og
Sigríðar
Jónsdóttur,
sem er látin.
Hann lærði
myndlist við
Myndlista- og
handíðaskól-
ann frá 1973
til 1977 og fór
til framhalds-
náms í myndlist við Jan van
Eyck-listaháskólann í
Maastricht í Hollandi frá 1978
til 1979.
Birgir hélt tugi einkasýn-
inga um ævina og opnaði
nýlega sýningu í Safni ásamt
Rögnu Róbertsdóttur sem
stendur enn. Í haust var hann
tilnefndur til Íslensku
sjónlistaverðlaunanna fyrir
yfirlitssýningu á verkum
sínum í Listasafni Íslands á
síðasta ári.
Hann lætur eftir sig
unnustu, Helgu Magnúsdóttur,
soninn Arnald Frey og
sonarsoninn Ingólf Breka.
Birgir Andrés-
son látinn
„Við stöndum frammi fyrir þeirri
ákvörðun hvort vísa eigi fólki út í kuldann eða hýsa
það. Vandinn liggur ef til vill í því að við erum of
brjóstgóðir og þrýstingurinn er þess vegna ekki
nógu mikill á sveitarfélögin,“ segir Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Hann
segir það fyrirkomulag að nota fangaklefa til að
hýsa vegalaust fólk ekki þekkjast víða um heim.
Fulltrúar tíu aðila funduðu í gær um aðstæður
heimilislausra. Fram kom að vandamálið leyndist
víða og væri á höndum margra, sem ynnu þó ekki
saman.
Fyrir kemur að heimilislausir einstaklingar eru
útskrifað af spítala án þess að annað úrræði taki
við. Gríðarlegur fjöldi fólks leitar til Hjálparstarfs
kirkjunnar, Rauða krossins og Samhjálpar og
lögreglunnar.
Félagið Geðhjálp átti frumkvæði að fundinum og
segist framkvæmdastjóri samtakanna hafa undir
höndum lista yfir 107 einstaklinga sem eigi í engin
hús að venda, flestir geðsjúkir.
„Á fundinum gátu flestir aðilar staðfest að sú tala
er nærri lagi, meðal annars voru forsvarsmenn
Landspítalans og lögreglunnar sammála því,“ segir
Sveinn Magnússon.
„Það skortir hvorki þekkingu né fjármagn. Það
sem vantar er samstarf milli þeirra sem hafa
puttann á púlsinum. Yfirvöldum ber að setjast
niður og komast að því hver hin raunverulega þörf
er og finna rétt úrræði.“
Þó nokkur fjöldi einstaklinga nýtur engrar
félags- eða heilbrigðisþjónustu. Einstaklingar með
geðraskanir sem eru auk þess fíklar eru dæmi um
það.
„Þeir eru of geðveikir til að fara í meðferð og í of
mikilli neyslu til að fara á geðdeild. Það sem þarf
er fleiri heimili með vakt allan sólarhringinn.
Þannig verður þjónustan mun skilvirkari. Á
heimilinu við Miklubraut 20 hefur náðst góður
árangur og einstaklingarnir eru farnir að lifa góðu
lífi,“ segir Heiðar Guðnason, forstöðumaður
Samhjálpar.
Beðin um viðbrögð segir Björk Vilhelmsdóttir,
formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, að til
standi að auglýsa eftir samstarfsaðilum til að reka
búsetuúrræði fyrir um tuttugu heimilislausa
einstaklinga.
„Við erum að vinna starfs- og fjárhagsáætlun
ráðsins og munum virkilega taka á þessum
málum.“
Lögreglan hýsir þá
sem aðrir vísa frá
Upplýsingar Geðhjálpar benda til að 107 einstaklingar eigi í engin hús að
venda. Þónokkur fjöldi nýtur hvorki félags- né heilbrigðisþjónustu. Samstarfi
þeirra fjölmörgu sem koma að málum heimilislausra er ábótavant.
Þorleifur, ætlið þið að hafa
þetta eftir dúk og disk?
Alcoa Fjarðaál
harmar að verklagsreglum hafi
ekki verið fylgt út í hörgul þegar
tveimur konum var sagt upp
störfum hjá fyrirtækinu í síðustu
viku. „Brugðist hefur verið við til
að tryggja að þeim verði fylgt í
framtíðinni, komi til svipaðra
aðstæðna, enda lítum við svo á að
góðir starfsmenn og vinnuandi
séu mikilvægasta auðlind
fyrirtækisins,“ segir í yfirlýsingu.
Fréttablaðið greindi frá því í
gær að konunum hefði verið sagt
upp fyrirvaralaust og án viðvör-
unar. Annarri var sagt að hún
gæti ekki lært á tæki, hinni að
hún hefði ekki fallið í hópinn.
Tryggir að regl-
um verði fylgt
Dr. Sigurgeir
Þorgeirsson búfjárfræðingur
verður ráðuneytisstjóri sjávarút-
vegs- og landbúnaðarráðuneytis
frá og með næstu áramótum.
Sigurgeir, sem lauk doktorsprófi
frá Edinborgarháskóla 1981, lætur
þá af starfi framkvæmdastjóra
Bændasamtakanna en því hefur
hann gegnt í tólf ár.
Hann var og aðstoðarmaður
Halldórs Blöndal landbúnaðarráð-
herra frá 1991 til 1995.
Þá hefur Sigurgeir starfað sem
sauðfjárræktarráðunautur.
Stýrir nýju
ráðuneyti
Meirihluti sóknarpresta í Reykjavík hyggst
nýta sér heimild Kirkjuþings til að staðfesta samvist
verði lögum breytt.
Fréttablaðið hringdi í allar kirkjur í Reykjavík og
spurði presta hvort þeir hygðust nýta sér heimildina
kæmi til lagabreytingar. Tólf sóknarprestar og tveir
prestar í fjórtán kirkjum svöruðu. Ekki náðist í presta
tveggja kirkna.
Níu prestar hyggjast nýta sér heimildina, þar af
átta sóknarprestar. Þeir voru allir sáttir við ályktun
Kirkjuþings en fjórir þeirra hefðu viljað ganga lengra
og viðurkenna hjónaband samkynhneigðra.
Enginn prestur neitaði því að hann myndi nýta sér
heimildina en fjórir sóknarprestar og einn prestur í
fimm kirkjum sögðust ýmist vilja hugsa málið eða
bíða og sjá hvað löggjafinn gerir.
Í að minnsta kosti níu kirkjum af samtals sextán í
Reykjavík munu samkynhneigð pör því geta leitað til
að minnsta kosti eins prests sem tilbúinn væri að
staðfesta samvist þeirra. Prestar Þjóðkirkjunnar
mega neita fólki um þjónustu en verða þá að vísa á
annan prest. Í ályktun Kirkjuþings var lögð sérstök
áhersla á frelsi presta til þess að ákvarða hvort þeir
staðfesti samvist samkynhneigðra eða ekki.
Auglýsingabíl Atlants-
olíu hefur aftur verið komið fyrir
við Sæbraut, rétt hjá bensínstöð
Olís við Skúlagötu. Um síðustu
helgi létu Olísmenn draga bílinn í
burtu á þeim forsendum að hann
stæði á lóð fyrirtækisins.
Albert Þór Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Atlantsolíu, segir
lóðina í eigu borgarinnar, og hefur
sent Olís reikning fyrir kostnaði
við að leysa bílinn út.
„Bíllinn okkar stendur í jaðri
Skúlagötu 5, sem er borgarland.
Þar er öllum heimilt að leggja
enda hvergi merkingar um
annað,“ segir Albert. Bensínstöð
Olís er á Skúlagötu 9, en fyrirtækið
á bílaplan við hliðina.
„Okkur fannst illa að okkur
vegið þegar þeir létu draga bílinn
burt. Það var ekki einu sinni
hringt í mig og ég beðinn að færa
hann heldur var hann bara
dreginn.“
Albert segir þetta mál fyndið í
ljósi þess að forsvarsmenn Olís
noti viðlíka aðferðir sjálfir. „Þeir
eiga sinn bíl og leggja honum
stundum við okkar stöðvar. Við
erum ekkert að amast við því
vegna þess að þetta er bara hluti af
samkeppni.“ Þorvaldur R. Ásgeirs-
son, verslunarstjóri hjá bensínstöð
Olís á Skúlagötu, vildi ekkert tjá
sig um málið þegar leitað var eftir
því. Ekki náðist í Jón Ólaf Hall-
dórsson, framkvæmdastjóra sölu-
sviðs hjá Olís.
Megum víst leggja á lóðinni
„Hér, þar sem saman eru
komnir margir velunnarar
samstarfs Ítalíu og Íslands, er mér
sannur heiður að kynna Silviu
Cosimini en hún hefur verið rödd
höfunda eins og Halldórs Laxness,
Arnalds Indriðasonar og Thors
Vilhjálmssonar, svo ég nefni
nokkur nöfn,“ sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra áður en
hann afhenti Silviu 2.500 evra
(217.000 ísk.) styrk frá ríkisstjórn
Íslands. Silvia hefur þýtt mörg
íslensk bókmenntaverk yfir á
ítölsku og var henni færð
fjárhæðin fyrir lofsvert framlag
til menningarmála. Þýðingar Silviu
hafa verið gefnar út hjá stórum
ítölskum forlögum.
Heiðruð fyrir
menningarstörf