Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 4

Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 4
 Íslensk og ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að koma á fót starfshópi til að efla viðskipta- og efnahagsleg tengsl landanna. „Það er alveg ljóst að mikill áhugi er á auknu samstarfi milli þjóðanna. Þessi starfshópur verður í stakk búinn til þess að plægja akurinn. Það er fyrir hendi frjósamur akur og það þarf að vinna úr tækifærunum sem eru fyrir hendi,“ sagði Geir H. Haarde forsætis- ráðherra að loknum hádegisfundi hjá ítalsk- íslenska verslunarráðinu sem haldinn var á Grand Hotel de la Minerva í miðborg Rómar. Þar skýrði Geir frá vilja beggja þjóða til að efla tengslin en hann og Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, hittust á fundi fyrr um daginn þar sem málefni þjóðanna og alþjóðamál voru rædd. Þeir voru sammála um að efla tengslin og leggja áherslu á sýnilegan árangur þess. Meðal gesta á fundi verslunarráðsins var Emma Bonino, utanríkisviðskiptaráðherra Ítalíu, en hún segist hafa sérstakan áhuga á að efla tengslin við Ísland. „Heimurinn er sífellt að verða minni í þeim skilningi að auðveldari samskipti og upplýsingaflæði skilja engan út undan. Litlar þjóðir eins og Ísland geta gegnt mikilvægu hlutverki á ýmsum sviðum. Sérstaklega á þetta við um orkumál og nýtingu endurnýjanlegrar orku, þar sem Ísland hefur verið leiðandi á heimsvísu. Ítalir geta lært af Íslendingum,“ sagði Bonino í viðtali við Fréttablaðið. Hún sagði grunninn að velgengni þjóða á alþjóðavettvangi felast í því að velja réttu þjóðirnar til samstarfs. „Ábyrg utanríkis- stefna felst í því að sjá tækifæri, meta þau og nýta þau sem líklegt er að leiði af sér góða hluti. Ég hef mikinn áhuga á því að auðvelda ítölskum fyrirtækjum að reyna fyrir sér á erlendri grundu en einnig að leiða fyrirtæki og stjórnvöld annarra þjóða til samstarfs við okkur. Ísland er eitt þessara landa.“ Guðjón Rúnarsson, formaður ítalsk-íslenska verslunarráðsins og framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, stýrði fundinum. Landsbankinn var styrktaraðili hans og var Halldór J. Kristjánsson bankastjóri viðstaddur. Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari kom sérstaklega frá New York til þess að spila á fundinum, en hann stundar tónlistarnám við Juilliard-háskólann. Flutningur hans á lagi Sigvalda Kaldalóns, Ave María, var síðasta dagskráratriði fundarins og var Víkingi Heiðari vel fagnað. Geir og kona hans, Inga Jóna Þórðardóttir, þökkuðu Víkingi Heiðari sérstaklega fyrir flutninginn en hann hafði á orði við Geir að lag Sigvalda væri umtöluð „vel falin perla“ á meðal nemenda í Juilliard- háskólanum. Geir átti einkafund með Benedikt XVI páfa í bókasafnsrými páfa og færði honum nýja íslenska þýðingu á biblíunni og gullkross að gjöf. Einnig skilaði hann kveðju frá Karli Sigurbjörnssyni, biskupi Íslands, og bauð páfa í heimsókn til Íslands. „Það var greinilegt að páfinn var vel að sér um Ísland þó að kaþólski söfnuðurinn á Íslandi sé ekki stór,“ sagði Geir en rúmlega sjö þúsund manns eru skráðir í kaþólskan söfnuð á Íslandi. „Við áttum ágætt einkasamtal sem var mikils virði. Einnig ræddi ég við kardinála [Tarciso Bertone] sem jafnframt er forsætisráðherra Páfagarðs. Alþjóðleg mál voru rædd og þar var greinilegt að kardinálarnir eru vel að sér. Persónulega er þetta mikil upplifun, að koma í Páfagarð og fá þessar móttökur,“ sagði Geir að lokinni heimsókninni. Sambandið við Ítalíu treyst Vilji er hjá íslenskum og ítölskum stjórnvöldum til að efla samstarf á sviði viðskipta. Frjósamur akur sem hægt er að plægja, segir Geir Haarde. Getum lært af Íslendingum, segir utanríkisviðskiptaráðherra Ítalíu. Tveir fyrrverandi ritstjórar DV, Björgvin Guðmunds- son og Páll Baldvin Baldvinsson, voru sýknaðir í meiðyrðamáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Magnús Hinrik Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðis- eftirlits Suðurnesja, krafðist þess að ummæli um hann í fyrirsögnum og frétt blaðsins yrðu dæmd dauð og ómerk. Í dómnum segir að ekki hafi verið sýnt fram á að ritstjórarnir hafi gerst sekir um ólögmæta árás á æru framkvæmdastjórans. Þeir hafi ekki heldur farið út fyrir mörk tjáningarfrelsis með ummælunum. Sýknudómur í meiðyrðamáli Ásgeir Friðgeirs- son, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, segir hann ein- göngu vilja tryggja aðgengi að Frí- kirkjuvegi 11 en ekki eignast hálfan Hallargarðinn. Í Fréttablaðinu á fimmtudag er greint frá því að embættismenn á vegum borgarinnar hafi náð sam- komulagi við Björgólf Thor um að taka frávikstilboði hans í húsið. Í því felst að hann greiðir 200 milljón- ir króna ofan á þær 600 milljónir sem hann bauð að óbreyttu. Í stað- inn á Björgólfur að fá lóðaleigu- samning um 3.567 fermetra umhverfis húsið en ekki aðeins 900 fermetra eins og útboðið kvað á um. Ásgeir segist ekki vilja stað- festa að samningur upp á þessa lóðarstækkun liggi fyrir en segir þó þann möguleika hafa verið upp á borðinu eins og fleiri. Samkvæmt útboðsgögnunum er aðgengi að Fríkirkjuvegi 11 frá Laufásvegi. Ásgeir segir enga tryggingu fyrir því. „Viðaukatilboðið er sett fram til að tryggja eðlilegt aðgengi að húsinu í ljósi þeirrar starfsemi sem er fyrirhuguð í því,“ segir Ásgeir og ítrekar það sem fram hefur komið að Hallargarðurinn verði áfram almenningsgarður. „Björgólfur er ekki að falast eftir þessari lóð fyrir sig heldur er verið að breyta til að bæta aðgengi.“ Vildi aðeins tryggja aðgengið Borgarráð leggst gegn því að nektardans verði heimilaður á veitingastöðunum Bóhem, Vegas og Club Óðal í tillögu sinni að umsögn um rekstrarleyfi staðanna. Ráðið leggur hins vegar til að þeim verði veitt rekstrarleyfi að öðru leyti. Afgreiðslu tillögunnar var frestað um tvær vikur á borgar- ráðsfundi í gær vegna andmæla- réttar eigenda staðanna. Í lögum er lagt bann við að boðið sé upp á nektardans eða að gert sé út á nekt starfsmanna veitinga- staða nema með undanþágu. Slíka undanþágu hafa staðirnir þrír sótt um. Leggst gegn nektardansi Bandarísk og evrópsk mannréttindasamtök hafa lagt fram stefnu í Frakklandi gegn Donald Rums- feld, fyrrver- andi varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, þar sem hann er sakaður um að bera ábyrgð á pyntingum í Írak og í bandaríska herfangelsinu við Guantánamo- flóa á Kúbu. Samtökin sem að stefnunni standa, ein í New York, ein í Berlín og tvenn í París, lögðu fram stefnuna hjá saksóknara í París er Rumsfeld kom til Frakklands í heimsókn. Talsmenn stefnenda sögðu að taka ætti stefnuna fyrir þar sem frönsk lög gera ráð fyrir að hægt sé að sækja menn sem staddir eru í Frakklandi til saka fyrir pyntingar. Rumsfeld stefnt fyrir pyntingar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.