Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 6
 „Umræða um hugtakanotkun hér á landi í tengslum við málefni innflytjenda þarf að efla,“ segir Helga Ólafs, upplýsingafulltrúi Alþjóða- hússins. Hún segist hafa orðið vör við miklar óánægju í tengslum við endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar sem listamaðurinn Muggur myndskreytti. Helga telur mikilvægt að fram komi að Alþjóða- húsið standi ekki á móti prentfrelsi heldur vilji minna á mikilvægi þess að bókin sé ekki lesin gagnrýnilaust, auk þess sem hana eigi alls ekki að lesa fyrir börn. Þá segir hún að Alþjóðahúsið harmi að meiðandi hugtök séu endurvakin í samfélagi jafnréttis og mannvirðingar. Í fyrradag fór fram umræða í Alþjóðahúsinu um hugtakanotkun á Íslandi og komu þar fram skiptar skoðanir. Mörður Árnason íslenskufræðingur benti á að í íslenskri tungu hefði orðið negri ekki verið notað á neikvæðan hátt heldur kæmi neikvæða merkingin úr ensku. Hann taldi þó auðsýnt að samspil mynda og orða í bókinni væri niðrandi og ætti ekki erindi við börn. Hugtakanotkun væri þó flókið mál. Kom það vel í ljós því eftir að Mörður hafði sagt að negri hefði ekki verið notað á lítilsvirð- andi hátt í íslensku sagði Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði, að henni þætti orðið svertingi mjög niðrandi. Orðið svertingi taldi Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, hins vegar ekki meiðandi en benti á að í sínum huga væri ljóst að orðið negri væri meiðandi. Þá benti Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður Miðstöðvar innflytjendarannsókna ReykjavíkurAka- demíunnar (MIRRA), á að hugtök sem notuð væru um málefni innflytjenda væru oft þýdd á mismun- andi vegu. „Það skapar vandræði og veldur mis- skilningi,“ segir Hallfríður. „Menn slá til dæmis saman ensku hugtökunum integration og assimilation og þýða þau með sama hugtakinu á íslensku. Grunnhugsun þessara tveggja hugtaka er þó gerólík,“ bætir hún við. Segir Hallfríður nauðsyn- legt að hvor sín þýðingin verði á þessum tveimur hugtökum og að eining um merkingu þeirra náist til Skýra umræðu þarf um innflytjendur Forsvarsmenn Alþjóðahússins segjast hafa orðið varir við mikla óánægju vegna endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrákar. Forstöðumaður miðstöðvar í innflytjendarannsóknum segir brýnt að ná einingu um merkingu hugtaka. 29. október 2007 birtir FL Group viðauka við lýsingu sem gefin er út í tengslum við yfirtökutilboð FL Group til hluthafa Tryggingarmiðstöðvarinnar hf. Viðaukinn við lýsinguna verður aðgengilegur á heimasíðu félagsins, www.flgroup.is. Jafnframt má nálgast eintak af viðaukanum við lýsinguna á skrifstofu félagsins að Síðumúla 24, Reykjavík, sími 591 4400 á tímabilinu 29. október 2007 til 29. október 2008. Reykjavík, 27. október 2007 Tilkynning um birtingu viðauka við lýsingu FL Group FL GROUP Sækir þú tónlist af vefnum? Finnst þér orðið negri neikvætt? „Ég skildi ekki hvað orðið negri þýddi en ég vissi að krakkarnir kölluðu mig það til að særa mig,“ segir Bryndís Eiríks- dóttir, sem telur endurútgáfu bókarinnar Tíu litlir negrastrák- ar mikil mistök af hálfu útgef- anda. „Það er rætt um prentfrelsi. Það er vissulega mikilvægt en mér þykir mannvirðing mun mikilvægari, og þessi bók gengur þvert á það mikilvægi,“ segir hún. Bryndís segist hafa orðið fyrir aðkasti sem barn fyrir það eitt að hafa verið með ólíkt hár og flestir Íslendingar. Fyrir fjórum árum kynntist hún manni frá Portúgal, sem ættaður er frá Afríku, og eiga þau tvö börn saman en fyrir átti Bryndís eitt barn. „Mað- urinn minn varð fyrir alvarlegri lík- amsárás fyrir ári síðan fyrir það eitt að vera svartur. Hann hafði ekkert gert af sér heldur var bara að koma úr verslun og á leið heim. Mér þykir skelfilegt að hugsa til þess að börnin okkar gætu lent í því sama, sem og því að um þau yrði notað jafn sær- andi orð og negri er eins og þessi svokallaða barnabók býður upp á,“ segir Bryndís. Hún telur Íslendinga þurfa að komast að samkomulagi um hvaða orð séu notuð yfir fólk sem er dökkt á hörund. „Ég er hvít og af því leiðandi hvítingi, maðurinn minn er svartur og þar af leiðandi svertingi. Það er ekkert vont um það að segja en allt öðru máli finnst mér gegna um orðið negri,“ segir Bryndís. Kaupþing banki gerir upp í evrum frá og með næstu áramótum. Hingað til hefur bank- inn gert upp í íslenskum krónum. Kaupþing er langstærsta fyrirtæk- ið á íslenskum markaði. Sigurður Einarsson, stjórnar- formaður Kaupþings, segir að bankanum beri að færa bókhald sitt í evrur í samræmi við alþjóð- lega reikningsskilastaðla. Hann reiknar ekki með að Seðlabanki Íslands geti eða vilji koma í veg fyrir það. Þetta sé byggt á við- skiptasjónarmiði fyrst og fremst og sé ekki pólitísk yfirlýsing um stöðu krónunnar. Yfirgnæfandi hluti tekna og og áhættu í rekstri Kaupþings sé í annarri mynt en íslenskum krónum. „Með því að gera upp í evrum erum við að gefa miklu réttari mynd af bankanum en ef við gerum upp í íslenskum krónum,“ segir Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri Kaupþings. Dæmi væru um að uppgjör bankans sýndu mikla hækkun erlendra eigna en í raun hefði virði þeirra aukist vegna veikingu krónunnar. Þá ætlar stjórn bankans að leggja það til við hluthafa að hlutafé bankans verði líka skráð í evrum. Hluthafafundur er í kringum næstu mánaðamót. Samkvæmt mati hagfræðinga sem Fréttablaðið ræddi við mun þetta ekki hafa mikil áhrif á íslenskt efnahagslíf. Til lengri tíma geti stýrivextir Seðlabank- ans jafnvel virkað betur þegar eigið fé bankanna er í erlendri mynt og starfsemi á Íslandi. „Ég tel ekki að þetta muni hafa áhrif á gengi krónunnar að neinu marki og til langs tíma breytir þetta litlu,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. „Kaupþing hefur haft 85 prósent tekna sinna úr erlendum gjaldmiðlum um nokkurt skeið og því kemur ekki á óvart að stjórnendur fyrirtæk- isins fari þessa leið.“ Sigurjón Þ. Árnason, banka- stjóri Landsbankans, segir ekki komið að því að Landsbankinn þurfi að taka upp reikningshald í evrum en vöxtur í starfsemi bank- ans í útlöndum umfram vöxt á Íslandi muni ráða þar um. Fyrirtækjum ber að færa bók- hald í sinni meginstarfsrækslu- mynt en það er sú mynt sem er yfirgnæfandi í starfseminni. Sig- urjón segir að í raun sé engin ein mynt yfirgnæfandi í starfsemi Landsbankans, en af sögulegum ástæðum sé krónan áfram augljós kostur sem starfrækslumynt. Bankastjórar Seðlabankans Íslands vildu ekki tjá sig um efni fréttarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.