Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 20
D una – Guðný Halldórs- dóttir - ólst upp á mörkum þriggja heima: hún var stelpa úr Dalnum, gusaðist í kringum hross og gróðurhús í þeirri sérkennilegu byggð sem Mosfellssveitin var, hún naut fágaðrar evrópskrar menntunar í föður- garði og var eftir unglingsár lifandi kraftur meðal ungs fólks í Reykjavík – mussuárunum sem hún hefur oft gert grín að og tekur fyrir á sinn hátt í Veðra- mótum, kvikmynd sinni sem hlaut ellefu tilnefningar til Edduverðlaunanna núna í vikunni. Guðný hefur alla tíð verið hrókur alls fagnaðar. Henni finnst gott að fá sér í tána, eins og hún segir. Hún er trygglynd kona að eðlisfari, bæði á fjölskyldu sína, stóran vinahóp og samstarfsmenn sem hafa sumir fylgt henni í gegnum þykkt og þunnt á barnings- sömum starfsferli hennar sem kvik- myndagerðarmanns. Eins og títt er um þá sem njóta sín í mannfagnaði er Guðný með afbrigð- um fyndin og skemmtileg þegar sá gállinn er á henni. Skopskyn hennar byggir ekki aðeins á fjölskrúðugu og skörpu máli, heldur einstakri sýn á kátlegheit í hvers- dagslegu amstri okkar, tepruskap og ósmekklegheitum eins og oft má sjá í myndum hennar. Þótt háð hennar sé oft hvasst og meitlað er það undir niðri kynt af ást á manneskj- unni, lífssýn sem er húmanísk í eðli sínu og sækir hún þar bæði til föður síns og móður. Oft getur hún verið ófyrirleitin og fer fram úr sér bæði í dómum og fyrir- gangi en hefur þann kost að geta beðið sér friðar og kann að biðjast afsökunar fari hún of langt. Guðný er atorkukona til verka og fylgir þar verklagi og verkhugsun sem ættuð er úr íslensku bænda- samfélagi. Hún vill að unnið sé hratt og verkin kláruð og vílar ekki fyrir sér að láta menn heyra ef henni mis- líkar. Hreinskilni hennar og skörp sýn á breytni sem henni mislíkar kemur henni oft í bobba. Fólk fyrirgefur henni þó auðveldlega sökum þess hve mál hennar er lifandi og gleðilegt þeim sem til heyra bæði í raddblæ- num og orðavali. Guðný varð til á unga aldri sem kvikmyndagerðar- maður. Vinnulag við kvikmyndir hentar í raun geðslagi hennar prýðilega. Hún var skóluð í vinnu- brögðum þýska kvikmyndaiðnaðar- ins og breska skólanum og var því þess umkomin að geta lagt sitt til margra verka í þröngum stakki íslenskrar kvik- myndagerðar. Hún hefur unnið sem sendill, skrifta, aðstoðarleikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Guðný segir íslenskan kvik- myndaiðnað standa svo að höfundi sem henni sé einungis fært að gera langa leikna mynd á þriggja ára fresti. Þess á milli verði að þreyja þorrann og góuna. Ferill hennar í kvik- myndagerð spannar nú 35 ár og haldi áfram sem horfir verður hún allra kerlinga elst í íslenskri kvik- myndagerð þegar yfir lýkur og þá búin að hlaupa af sér sveitir karl- manna. Hrókur alls fagnaðar 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.