Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 30

Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 30
H eimilislaus börn eru víða og atvinnuleysi er mikið í fyrrver- andi Sovétlýð- veldinu Armeníu, sérstaklega úti á landi. Mýmörg alþjóðleg sjálfboðasamtök vinna að því að bæta hag þessa fólks, mennta börnin og hjálpa fólki til sjálfsbjargar. Family Care Foundation er eitt af þessum sam- tökum. Þau reka listaskóla fyrir börn í borgunum Gyumri og Spitak og kennir fullorðnum handverk þannig að í framtíðinni geti þeir bjargað sér sjálfir. Munirnir eru meðal annars seldir í sýningarsal Family Care í miðborg Jerevan. Arevik Manukyan er fram- kvæmdastjóri Family Care Foundation í Jerevan og hefur starfað hjá samtökunum nú í mörg ár. Hún segir að listaskólinn hafi upprunalega verið stofnaður til að veita börnunum einhverja skóla- göngu fyrstu misserin eftir jarð- skjálftann sem varð í norðvestur- hluta Armeníu árið 1994. 250 manns létust í þessum jarð- skjálfta, skortur var mikill og neyðin gríðarleg. Skólaganga barna á svæðinu hefur verið lítil sem engin fyrstu misserin eftir skjálftann. „Börnin koma nú þrisvar í viku í listaskólann til að læra armenskar listir eftir hefðbundinn skóladag. Skólinn er ókeypis og við fáum mörg börn til okkar. Við teljum að þetta sé gott fyrir þau. Þegar skól- inn var stofnaður var þetta eina leiðin sem börnin höfðu til að tjá tilfinningar sínar fyrst eftir jarð- skjálftann, sýna hvernig þeim leið og horfa á lífið með aðstoð listar- innar. Það hjálpaði þeim að gleyma raunveruleikanum um stund og gaf þeim von. Um leið gátum við kennt börnunum armenska list- hefð og haldið áfram að skapa armenska list,“ segir Arevik. Margar þrengingar dundu yfir armensku þjóðina snemma á tíunda áratugnum. Eftir að Sovétríkin lið- uðust í sundur og Armenía varð sjálfstæð studdu Armenar landa sína í Nagorno-Karabakh í stríði þeirra við Asera og svo bættust þessar hörmungar ofan á það sem fyrir var. Eyðileggingin varð svo mikil í jarðskjálftanum að fjöl- skyldur misstu húsnæði sitt, börn misstu foreldra sína og foreldrar börnin sín. Margar þjóðir sendu björgunarlið á staðinn og voru Ítal- ir meðal þeirra sem tóku þátt í upp- byggingunni eftir skjálftann. Ítalski læknirinn Antonio Mon- talto, sem nú er forstjóri Family Care Foundation, var meðal þeirra sem voru sendir á staðinn. Árið 1994 stofnaði hann listaskóla fyrir börn. Samtökin hafa víkkað út starf- semina og kenna nú líka fullorðn- um, sérstaklega konum, hefð- bundnar armenskar listir og handmennt, til dæmis keramik, með það að markmiði að þátttak- endur geti rekið sitt eigið smáfyrir- tæki í framtíðinni og séð sér þannig farborða. Samtökin standa einnig fyrir ráðstefnum um listir og hafa til að mynda fengið fatlaða lista- menn til að koma og kenna fötluð- um Armenum. Þá eru samtökin að byggja upp mæðravernd úti á landsbyggðinni og í Nagorno-Kara- bakh, héraði í Aserbaídsjan sem er undir armenskri stjórn. Þetta er allt ókeypis og ekki vanþörf á, mæðravernd og önnur heilsuvernd er dýr og lítt aðgengileg fyrir blá- fátækan almenning. Samtökin reka tvö gistiheimili í Jerevan og rennur allur ágóði til skólastarfsins. Þá segir Arevik að þau séu nú að byggja upp ferða- þjónustu úti um landið þar sem fátæktin er mikil. Vonir standi til að ferðamenn fari í auknum mæli út fyrir Jerevan og þannig aukist atvinna í öðrum héruðum. Þá eru ýmsar aðrar hugmyndir í farvatn- inu, til dæmis bjórhátíð í Gyumri, tónleikar og menningarhátíðir af ýmsu tagi. „Við notum ágóðann til að gera upp falleg gömul hús og veita þannig iðnaðarmönnum atvinnu,“ segir Arevik. „Héruðin eru mjög einangruð og lífið er erfitt í mörgum þorpum, sérstaklega á veturna þegar fólk kemst ekki á milli því ekki eru neinar almenningssamgöngur og bláfátækt fólkið hefur ekki efni á bíl,“ segir Arevik. „Í Armeníu eru margar verksmiðjur sem standa auðar, sérstaklega hefur svo verið við Sevan-vatnið, og enga vinnu hefur verið að fá á þessum svæð- um. Fólk reynir að lifa af smáveg- is landbúnaði en svona gengur þetta ekki lengur. Við þurfum að þróa héruðin. Það er þar sem íbúarnir þurfa mest á atvinnu- sköpuninni að halda,“ segir hún. Að búa börnunum framtíð Félagsleg vandamál eru stór í Armeníu, sérstaklega úti á landsbyggðinni þar sem atvinnuleysi og fátækt eru gífurleg. Samtökin Family Care Foundation reka gistiheimili á tveimur stöðum í Jerevan. Ágóðinn fer í að byggja upp og reka listaskóla fyrir börn. Guðrún Helga Sigurðardóttir tók hús á Arevik Manukyan, framkvæmdastjóra samtakanna í Jerevan.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.