Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 38
hús&heimili
„Ég tíni fjörugrjót hér og þar um
landið. Alveg frá Langanesi og
norður á firði og hérna um kring,
á höfuðborgarsvæðinu. Síðan bý
ég til þjóðlega karla og kerling-
ar, ýmist í upphlut eða lopapeysu.
Auk þess geri ég brúðhjón í öllum
stærðum og uglur eða sveppi,“
segir Berglind Káradóttir, sem
hefur búið til skemmtilegar fígúr-
ur úr fjörugrjóti síðastliðin tíu ár.
„Þetta byrjaði þegar ég eign-
aðist stóran og fallegan garð sem
ég vann mjög mikið í. Mig lang-
aði að setja eitthvað skemmti-
legt í hann og þá byrjaði ég á því
að skreyta garðinn með sveppum
sem ég bjó til úr fjörugrjóti og
málaði á,“ segir Berglind sem er
bæði menntuð sem leikskólakenn-
ari og hönnuður frá Iðnskólanum í
Hafnarfirði.
Í byrjun var þetta mikil til-
raunastarfsemi en að sögn Berg-
lindar er hún í dag komin upp á
lagið með grjótið. „Ég kunni ekk-
ert með þetta að fara svo ég byrj-
aði á því að steypa þetta saman
með múr. Núna bora ég í grjótið og
nota járnteina og steinlím,“ segir
Berglind.
Fígúrurnar eru mjög vinsæl-
ar meðal sumarbústaðaeigenda að
sögn Berglindar sem fékk nóg að
gera þegar lopapeysurnar komust
aftur í tísku. „Ég er í stórum vina-
hópi og þetta hefur svona spurst
manna á milli þrátt fyrir að ég hafi
ekkert verið að auglýsa mig. Þetta
er mjög vinsælt í tækifærisgjaf-
ir. Bæði fyrir heimagarðinn og við
sumarbústaðinn, ýmist fyrir utan
til skrauts en svo hef ég líka séð
þær við arna í bústöðum,“ segir
Berglind og heldur áfram: „Þetta
veðrast úti eins og allt annað og
hárið sem er úr gæru, upplitast
með tímanum. Hins vegar set ég
glæru yfir þetta og flestir eru með
þetta undir skyggni.“
Dagsdaglega starfar Berglind
í menntamálaráðuneytinu og fíg-
úrurnar því aðeins aukabúgrein.
„Hugmyndirnar hlaðast upp og nú
hef ég fengið að minnka aðeins við
mig vinnu svo ég geti sinnt þessu
betur en ég hanna líka og smíða
úr tré og járni. Síðan verður tím-
inn bara að leiða í ljós hvert þetta
stefnir, en eins og er hef ég mjög
gaman af þessu,“ segir Berglind.
rh@frettabladid.is
Fólkið úr fjörunni
Berglind Káradóttir skreytir garða með fígúrum úr fjörugrjóti frá öllum landshornum.
Fjörukona komin inn í garð.
Brúðhjónin fín og sæt.
Berglind Káradóttir tínir fjörugrjót við strendur landsins og breytir því í fígúrur sem setja skemmtilegan svip á umhverfið.
LJÓS ÚR SWAROVSKI-KRISTÖLLUM
Michael Anastassiades hannaði þessi sérstæðu og fallegu ljós fyrr
Swarovski sem er þekkt um allan heim fyrir kristalla sína. Anastass-
iades fékk hugmyndina að ljósakrónunum frá náttúrunni enda eru
kristallarnir eins og skýstrokkar í laginu.
ROKKAÐIR PÚÐAR líkt og
þessir fást í ýmsum útgáfum í
versluninni Ego dekor í Bæj-
arlind. Púðarnir eru íslensk
hönnun og saumaðir af Erlu
Ásgeirsdóttur. Báðir eru púðarnir úr
leðri, annar skreyttur með sebraefni en
hinn með silfruðum pallíettum.
Þeir eru ekki beint klassískir en
tilvaldir til að rokka aðeins upp á
stofu eða svefnherbergi.
Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók þessa mynd af
Elsu Björg Magnúsdóttur á heimili hennar. Útgáfufélag:
365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000
Ritstjórar: Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is og
Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is. Auglýsingar:
Ámundi Ámundason s. 517 5724 Útlitshönnuður: Kristín
Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is.
lýsing
Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi
Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss
Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni
Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð
Ódýr og hagkvæm lausn
Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður
Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður
Auðveld í uppsetningu
•
•
•
•
•
• www.stillumhitann.is
27. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR2