Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 46

Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 46
hús&heimili 1 2 3 4 5 1. Hlýtt og notalegt teppi úr kasmírull. Fæst í Habitat og kostar 21.500 krónur. 2. Sniðugur teketill úr járni. Sían er undir lokinu og er hægt að setja ket- ilinn beint á helluna. Kostar 4.900 kr. og fæst í Habitat. 3. Ilmandi bronslituð kubbakerti sem fara vel í stofunni. Habitat, 690 krónur. 4. Svarti skermurinn gefur nota- lega birtu. Lampinn fæst í Tekk Company og kostar 7.500 krónur. 5. Fölbleikt teglas með fallegri lögun úr versluninni Egg. 1.490 krónur. Notalegheit í skammdeginu Nú þegar skammdegið ræður ríkjum er fátt betra en að hjúfra sig uppi í sófa og láta fara vel um sig. Að hita sér ilmandi te og hlýja sér á krúsinni getur verið nauðsynlegt til að fá hita í kroppinn. Sé napurt úti er notalegt að koma sér fyrir í sófanum með krúsina og góða bók í hönd. Enn þá betra er að breiða yfir sig hlýtt teppi, deyfa birt- una og kveikja á leslampa eða kertum. Varla er hægt að hugsa sér betri leið til að ljúka annasömum degi. 27. OKTÓBER 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.