Fréttablaðið - 27.10.2007, Blaðsíða 64
Vandræðalegasta augnablikið?
Þau hafa nú verið nokkur en núna
síðast var það þegar Geiri 3D spil-
aði Supergirl-diskinn minn í keilu
þar sem allt starfsfólk Skjás eins
var statt á starfsmannadegi.
Eftirlætissundlaug og af hverju?
Ég er voða lítið í sundi en mér
finnst rosalega gott að fara í
pottinn. Reyndar fæ ég oft gesti
frá Englandi og þá er yfirleitt
farið í Bláa lónið.
Hefðirðu þjón til umráða – hvernig
morgunmat myndirðu láta hann
færa þér í rúmið?
Þá yrði það að vera eitthvað sér-
stakt eins og Eggs Benedikts,
sjúklega sóðalegt.
Ef þú værir húsgagn – hvað mynd-
irðu vilja vera?
Sjónvarp.
Gáfulegustu orð sem þú hefur
heyrt?
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en
misst hefur.
Værirðu ofurhetja, í hvernig bún-
ingi myndirðu vilja vera?
Ég er ofurhetja og skipti um bún-
ing á hverjum degi. Hvernig
finnst ykkur búningurinn minn í
dag?
Bækur hvaða íslenska rithöfund-
ar finnst þér skemmtilegast að
lesa?
Upp á síðkastið hefur hausinn
mest verið í námsbókum.
Mæjónes er best með..
tómatsósu – svo það verði kokteil-
sósa.
Hvað er það fyndnasta?
Maðurinn minn fær mig alltaf til
að brosa, sama í hversu fúlu skapi
ég er.
Í hvaða stjörnumerki ertu og
hvernig passar það við þig?
Vog, nokkuð vel.
Hver er þín mesta nautn?
Súkkulaðikaka, súkkulaðiís,
súkkulaðivöflur, heitt súkkulaði,
jarðarber með súkkulaði.
Ef ég hefði daginn út af fyrir mig
myndi ég...
sofa út, fara á spa í nudd og dekur,
horfa á skemmtilegt sjónvarp og
slappa vel af.
Hvaða kæki ertu með?
Enga svo ég viti, ég reyndar geri
oft ballettspor á meðan ég er í sím-
anum.
Hvaða frasa ofnotar þú?
Nota ekki mikið af frösum en á
það til að beinþýða úr ensku í
íslensku sem kemur ávallt mjög
asnalega út.
Botnaðu: Ef ég endurfæðist á jörð-
inni vona ég að ég verði...
svartur köttur.
Hefurðu einhvern tíman fengið
ógeð af eftirlætisdrykk/mat/sæl-
gæti og hverju þá?
Ég tók upp á því að taka þátt í fitn-
ess keppni í Malasíu eitt sumarið.
Það var alveg einstök upplifun,
bæði að taka þátt í keppninni og að
ferðast um Malasíu en á þessum
tíma fékk ég alveg nóg af skyri og
kjúklingabringum.
Árrisul eða náttugla?
Bæði, allavega þessa dagana.
Hvaða bíómynd geturðu horft á
aftur og aftur og aftur ...?
Goodfellas.
Ef þú sæir blauta steypu – hvaða
orð myndirðu skrifa í steypuna?
Ég myndi setja báðar hendurnar í
steypuna eins og stjörnurnar í
Hollywood og kvitta undir.
Frægasti ættinginn þinn?
Langafi minn Brynjólfur Jóhann-
esson og amma mín Helga Valtýs-
dóttir.
Hver er þín eftirlætistegund af
osti?
Philadelphia-smurosturinn með
hrökkbrauði og gúrkum.
Og að lokum – hvernig sjónvarps-
þátt myndirðu vilja framleiða
fengir þú frjálsar hendur og ótæm-
andi gullkistu?
Þið fáið að sjá það í vetur.
Dansar ballett þegar
hún er í símanum
Kristjana Thors Brynjólfsdóttir tók nýlega við stöðu dagskrárstjóra á Skjá einum en áður hafði hún
meðal annars unnið í Latabæ, dansað í Bretlandi og borðað súkkulaði á góðum stundum. Kristjana
var tekin í Þriðju gráðu yfirheyrslu helgarinnar.