Fréttablaðið


Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 27.10.2007, Qupperneq 72
Tónlistardagar Dómkirkjunnar standa nú yfir. Í dag kl. 16 er frumflutningur á messu eftir Þóru Marteins- dóttur tónskáld. Hún er endur- flutt í hátíðar- messu á vígslu- degi kirkjunnar. á morgun. Dómkórinn hefur lengi pantað tónverk og frumflutt það á Tónlistardögum. Dómkórinn syngur verk Þóru undir stjórn föður hennar, Marteins H. Frið- rikssonar dómorganista. Þóra Marteinsdóttir er fædd 1978 og stundaði nám í píanóleik. Hún lauk námi í tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík og meistaranámi í tónsmíðum frá Tónlistarháskólanum í Gautaborg og starfar sem tónlistarkennari. Ný messa frumflutt Jo Strömgren er norskur dansari og danshöfundur sem hefur á liðnum áratug getið sér gott orð víða um lönd fyrir samsetningu á sýningum, bæði fyrir sitt eigið kompaní, sem er í Bergen, og fyrir dansflokka víða um lönd. Hann hefur yfir tuttugu sýningar á verkaskrá sinni sem allar byggja á sömu prinsippunum: absúrdhúmor, grófleika, samhæfðri hreyfingar- hefð sem er mitt milli dans og mímu og tilbúnum eða afbyggðum tungumálum. Jo er sýnilega afar flinkur maður á sínu sviði sem skarar margar afmarkaðar deildir sviðslitanna, hann beitir brúðum ekki síður en lifandi leikurum eða flytjendum. Í mörgum sýninga sinna skautar hann framhjá merk- ingarbæru lifandi tungumáli og smíðar nýtt á jaðrinum: einhvers- konar hljóðlíkingu og velur sér þá málsvæði sem honum þykja henta söguefninu hverju sinni. Ekki verður séð annað en Ræðismanns- skrifstofan, sem frumsýnd var á Nýja sviði Borgarleikhússins á vegum Leikfélags Reykjavíkur, sé nýtt verk, ólíkt til dæmis Sjúkra- húsinu sem leikið var hér í vor sem er á fastri verkefnaskrá Jo. Ræðismannsskrifstofan er frum- smíð og lýsir nokkrum metnaði bæði af hálfu leikflokksins og höfundarins. Ræðismannsskrifstofan byggir á tungumáli sem er hljóðlega séð náskylt slavneskum málum. Það hefur lengi verið fastur hlutur af rasískri gamansemi vesturálfu- búa að leika sér á rússnesku bull- máli. Örn Árnason hefur lagt sig eftir slíku, rétt eins og Hilmir Snær. Ætli það sé arfur frá hingaðkomum listamanna frá Eystrasaltslöndunum sem unnu í Þjóðleikhúsinu á rússnesku? Gamansemin við rússneskt bull- mál er í grunninn byggð á djúpri vanþekkingu á þeim menningar- heimi og leyndum ótta á öllu sem slavneskt er. Þetta er spaug um útlendinginn – hina – eins og fyrirbærið er gjarna kallað nú um stundir. Nú mætti ætla að maður sem vinnur á þennan hátt hafi áhuga á að frelsa okkur frá fordómum, en ekkert slíkt er á hans agenda: Ræðismannsstofan gerist í niður- níddri skrifstofu í nær yfirgefnu sendiráði. Þar ræður ríkjum Andrei sem selur ýmsa þjónustu: konum sem starfa undir hans ábyrgð í húsinu selur hann kynlíf af köldum leiða, utanafkomandi selur hann aðra þjónustu: kemur fyrir í húsinu kjarnaúrgangi. Þetta er lokaður heimur karls sem byggir vald sitt á miskunnarleysi og hörku. Inn í þennan heim kemur nýr maður og tekur völdin, snoppu- fríður yngri maður sem er ekki allur þar sem hann er séður en nýtir sér tækifærið til að hrinda Andrei úr stalli, auðmýkja hann og taka hans stöðu sem telpnagull og gagn kvennanna á staðnum. Tökum fram strax að þessi sýn- ing er gamanefni - spaug - fífla- skapur - til skemmtunar gerð. Sem slík er hún feikilega vel útfærð í tóni, hljómfalli, hraða og hreyfing- um. Nær allir fara á kostum í sínu og vinna verk sín af ljómandi öryggi og snerpu. Frumsýningar- gestir Borgarleikhússins eru reyndar einhver meðvirkasti hópur sem saman kemur á Stór- Reykjavíkursvæðinu. Það var hlegið mikið og oft dátt, þótt það slumaði í skaranum og viðtökur í leikslok væru einhverjar þær daufustu sem heyrst hafa þar í langan tíma. Brandarinn varð þynnri og þynnri og þótt skipt væri um stíl og undið sér í spæjarasögu dugði það ekki til að hressa upp á söguþráðinn. Var fólk orðið þreytt á Rússabullinu eða búið að fá nóg af rasískum grunni gamansins? Eða var gestunum farið að ofbjóða hin grímulausa misbeiting kvenna í verkinu? Leikkonurnar fjórar eru sannkallaðar hetjur að komast í gegnum þann þykka mökk lág- kúru sem kvenpersónur leiksins ganga í gegnum. Er það kannski erindið? Sýn Jo á Slava er gegnheil í sínum rasisma. Væru líkur á að hann setti slíka sýningu upp og byggði hana á norsku bullmáli? Ekki held ég það. En Ræðismanns- skrifstofan leiðir í ljós stöðuna á leikhópnum hjá LR um þessar mundir sem er feikisterkur. Sá styrkur er þó meiri ef merkingar- laus bullflaumur lendir í munni þeirra en orð sem hafa merkingu – þá verður hikað – enda hugsunin flóknari og merkingin margræð- ari. Er þessi sýning tímanna tákn nú þegar við þiggjum viðvik af þús- undum slavneskra og pólskra handa? Þá aðstoð getum við fegin þegið ef á að vinna verst launuðu störfin hér á landi og er okkur þá sæmst að gera bara grín að þeim? Eru ekki vænni skotspónar nær? Hlegið svolítið að Rússum Myndlistarkonurnar Monica Schokkenbroek og Soffía Sæmunds- dóttir opna sýninguna IS/NL í Gra- fíksafni, Tryggvagötu 17 hafnar- megin, kl. 17 í dag. Leiðir listakvennanna lágu saman við vinnustofudvöl í Banff í Kanada í árslok 2004. Löngun í hið óvænta dró þær að Klettafjöllunum þegar nóttin er lengst og kuldinn mestur, en þar dvelja tugir listamanna víðs vegar að úr heiminum ár hvert. Afsprengi þeirra kynna er sam- sýningin IS/NL, en hún er eins konar samtal tveggja einstaklinga hvorum frá sínu landi sem eiga það sameig- inlegt að vera heillaðir af ferðum og því sem gerist á hreyfingu. Ljósmyndir og skúlptúrar hinnar hollensku Monicu Schokkenbroek eru mitt á milli raunveruleika og væntinga en útkoman eins fáguð og frekast er unnt án endanlegrar nið- urstöðu. Teikningar og smáverk Soffíu Sæmundsdóttur eru sprottin úr ljós- myndum af ferðum hennar um land- ið, eins konar upplifun af landslagi jafnvel fjarlæg minning. Monica Schokkenbroek hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum og hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín frá því hún lauk námi í Gerrit Rietveld Academy í Amster- dam. Hún dvaldi í gestavinnustof- unni á Akureyri í október og í nóv- ember er hún gestalistamaður hjá SÍM. Soffía Sæmundsdóttir hefur tekið þátt í fjölmörgum einka og samsýn- ingum undanfarinn áratug síðast á Nord-Art, stórri alþjóðlegri sýningu í Rendsburg í Þýskalandi. Henni hafa hlotnast margvíslegar viður- kenningar fyrir myndlist sína. Sýningin er opin alla fimmtudaga til sunnudaga frá 14-18. Henni lýkur 11. nóvember. Ferðir og hreyfing uppsprettur verka Camerarctica flytur Kvartett fyrir endalok tímans eftir Oliver Messiaen í Laugarborg í Eyja- fjarðarsveit á morgun. Árið 1940 var orgel- og píanóleikarinn Oli- vier Messiaen tekinn til fanga af Þjóðverjum og færður til Stalag- fangabúðanna í Görlitz. Í fanga- búðunum, þar sem tíminn hætti næstum að vera til, dróst Messiaen að andstæðunum tíma og eilífð og samdi út frá þeim Kvartett fyrir endalok tímans. Tónverkið var frumflutt í fangabúðunum 15. janúar 1941. Áheyrendur voru úr öllum stéttum þjóðfélagsins og margir höfðu aldrei hlustað á kammer- tónlist fyrr. Messiaen sagði sjálfur seinna meir að aldrei hefði verið hlustað á tónlist sína með svo mikilli athygli og skilningi sem þá. Tónlistarhópurinn Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992 og hafa félagar hópsins á þessum fimmtán árum einnig komið víða fram sem einleikarar, leikið í Sin- fóníuhljómsveit Íslands og kennt hljóðfæraleik við tónlistarskólana á höfuðborgarsvæðinu. Camerarctica hefur vakið athygli og hlotið lofsamlega dóma fyrir flutning sinn á verkum Mozarts á árlegum kertaljósa- tónleikum. Hópurinn hefur enn fremur staðið að og tekið þátt í tónlistarhátíðum í minningu tón- skáldanna Hindemith og Fauré, og Schubert og Brahms. Einnig hefur hópurinn leikið á Myrkum músíkdögum, Listahátíð í Reykja- vík, Norrænum músíkdögum og Salisbury-hátíðinni í Bretlandi og gefið út geisladisk með verkum eftir Mozart. Tónleikarnir hefjast kl. 15 og er miðaverð 2.000 kr. Sýningar eru opnar virka daga kl. 11 - 17 og um helgar kl. 13 - 16 • sími 575 7700 GERÐUBERG www.gerduberg.is Handverkshefð í hönnun Leiðsögn á hverjum sunnudegi kl. 14 Boðið er upp á leiðsögn fyrir hópa, s. 575 7700 Úr ríki náttúrunnar Guðmunda S. Gunnarsdóttir sýnir málverk og myndverk úr rekaviði og steinum Vissir þú af... góðri aðstöðu fyrir veislur, námskeið, fundi o.fl. Nánar á www.gerduberg.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.