Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 79

Fréttablaðið - 27.10.2007, Page 79
Rússneska mafían og aðrar glæpaklíkur tengdar Sovétríkjun- um sálugu hafa vaxið og dafnað á þeim sextán árum sem liðin eru síðan stórveldið féll. Rússarnir, líkt og aðrir glæpaflokkar, eru bæði miskunnarlausir og vell- auðugir og stunda bæði eitur- lyfjaviðskipti og vopnasölu þótt stærsta „útflutningsvaran“ sé barnungar stúlkur frá heima- landinu sem neyddar eru í vændi með skelfilegum afleiðingum. Mansal er einmitt hreyfiafl sögu Eastern Promises, sem snýst að mestu um leit ljósmóðurinnar Önnu að uppruna sjúklings sem dó á skurðarborðinu við að fæða barn. Eina vísbendingin er dag- bók og nafnspjald veitingastaðar í miðborg Lundúna sem rekinn er af hinum vinalega Semyon. Fljót- lega kemst Anna þó á snoðir um að á bak við föðurlegt útlit hans er miskunnarlaus morðingi og glæpaforingi. Stemningin í Eastern Promises er glettilega lík og í síðustu mynd Cronenbergs. Framvindan er hæg en örugg og inni á milli skellur ofbeldið á áhorfandanum með þeim áhrifum að hann veit ekki hvort hann á að hlæja eða kúgast. Á köflum gengur Cronenberg hins vegar aðeins of langt og endar í óþarfa og hálfgerðum per- vertisma fyrir blóði og skurðum. Leikurinn er traustur þótt Viggo Mortensen sé ef til vill aðeins of ýktur sem hinn tilfinn- ingalausi Nikolai. Vincent Cass- ell, Armin Mueller- Stahl og Naomi Watts standa fyrir sínu og þá er gaman að sjá „góðkunn- ingja“ frá BBC bregða fyrir í myndinni af og til. Eastern Prom- ises nær ekki ekki sömu hæðum og A History of Violence, sem hún verður óhjákvæmilega borin saman við, en hún er alveg örugg- lega með því besta sem áhorfendur geta séð um þessar mundir í kvik- myndahúsum borgarinnar. Í klóm rússnesku mafíunnar Leikarinn Woody Harrelson hefur ákveðið að leika á móti Bruce Willis í stríðsmynd Olivers Stone, Pinkville. Harrelson vann síðast með Stone í hinni umdeildu Natural Born Killers sem kom út árið 1994. Pinkville er byggð á hinu þekkta My Lai-fjöldamorði sem átti sér stað í Víetnamstríðinu. Þá drápu bandarískir hermenn hundruð Víetnama með köldu blóði. Hún verður fjórða myndin sem Stone gerir um stríðið í Víetnam og er óskarsverðlaunamynd- in Platoon þar á meðal. Tökur hefjast á næsta ári. Harrelson í Pinkville

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.