Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 83

Fréttablaðið - 27.10.2007, Síða 83
 Mikil eftirvænting ríkir fyrir leik NFL-liðanna New York Giants og Miami Dolphins sem fram fer á Wembley-leikvanginum í London á sunnudag. Viðureign liðanna er hluti af leiktímabilinu en aldrei áður hefur verið spilað utan Bandaríkjanna í deildinni. Þetta uppátæki NFL-deildar- innar hefur vakið gríðarlega athygli og íþróttaáhugamenn hafa hreinlega slegist um miða á leik- inn. Wembley tekur 90 þúsund manns í sæti en alls bárust um milljón umsóknir um miða á leikinn, þar af um hálf milljón fyrsta daginn. Svo vel hefur tekist til að NFL íhugar það alvar- lega að spila sjálfan SuperBowl- leikinn á Wembley á næstu árum. Bæði lið komu til London í gær en ekki er búist við sérstaklega spennandi leik. Miami er búið að tapa öllum sjö leikjum sínum það sem af er og hefur aldrei byrjað verr í sögu félagsins. Giants byrj- aði tímabilið illa og tapaði tveim fyrstu leikjum sínum. Síðan datt liðið í gírinn og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Helsta stjarna leiksins er Eli Manning, leikstjórnandi Giants, en hann er yngri bróðir Peyton Manning sem er leikstjórnandi meistara Indianapolis. Leikurinn hefst klukkan 17 á sunnudag og er í beinni útsendingu á Sýn. NFL kemur til Wembley Martin Jol var rekinn sem stjóri Tottenham í kjölfar taps gegn spænska liðinu Getafe í UEFA-bikarnum í fyrrakvöld, en Tottenham stendur einnig höllum fæti í ensku úrvalsdeildinni og er sem stendur í 18. sæti. „Ég mun aldrei gleyma stuðningsmönnum Tottenham,“ sagði í yfirlýsingu frá Jol eftir að hann hafi fengið að fjúka, en aðstoðarmaður hans, Chris Hughton, fór einnig sömu leið. „Þetta var erfið og leiðinleg ákvörðun en því miður hafa úrslitin undanfarið gert það að verkum að þetta er niðurstaðan,“ sagði Daniel Levy, stjórnarfor- maður Tottenham. Allt bendir nú til þess að Juande Ramos, stjóri Sevilla, taki fljótlega við Tottenham-liðinu, en sögusagnir eru á kreiki um að félagið sé tilbúið að bjóða honum fúlgur fjár og fjögurra ára samning sem hann geti ekki hafnað. Ramos játaði því í gær í viðtölum við spænska fjölmiðla að hann dreymdi um að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni. Jol rekinn frá Tottenham Ítalska blaðið Corriere dello sport hefur verið duglegt að orða miðjumenn við Inter eftir að Roberto Mancini, stjóri liðsins, lét hafa eftir sér að hann væri hræddur um breidd liðs síns. Corriere dello sport birti í gær grein þess efnis að Inter væri þegar búið að ákveða að kaupa Rafael van der Vaart frá Hamburger SV þegar janúar- glugginn opnast að nýju og svo kaupi liðið Frank Lampard frá Chelsea eftir tímabilið. Fyrir hjá Inter eru miðjumennirnir Oliver Dacourt, Esteban Cambiasso og Patrick Vieira, en sá síðastnefndi verður reyndar líklega frá vegna meiðsla næstu tvo mánuði. Van der Vaart á leið til Inter? Olíuríkið Katar við Persaflóa sækist nú eftir því að fá að halda ólympíuleikana eftir níu ár en þeir færu þá fram í höfuðborginni Doha. Þetta yrði í fyrsta sinn sem arabaríki héldi leikana en meðal þeirra borga sem keppa um að hljóta útnefningu Alþjóða ólympíunefndarinnar eru Chicago, Tókýó, Rio de Janeiro, Madríd og Prag. Það gæti reyndar orðið mikil þolraun fyrir keppendur fari svo að ólympíuleikarnir fari fram í Katar því meðalhitinn yfir sumartímann er um 44 gráður. Ólympíuleikarnir fara fram í Peking á næsta ári og í London árið 2012. Verða leikarnir í Katar 2016?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.