Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 1
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ... Ameríkanar sólgnir í Síríus-súkkulaði Fjölskyldan bregður sér stundum til Barcelona SIMPLY CLEVER ER MEÐ SEX LOFTPÚÐUM Hvort sem áhugi ferðamannsins beinist að list- um eða búðarrápi hefur Barcelona upp á margt að bjóða. Það segir Sigríður Heiða Kristjáns- dóttir tryggingasali og talar af reynslu.„Barcelona er þannig að þar er endalaust eitthvað að skoða,“ segir Sigríður Heiða. „Þar er hægt að vera sparsamur og eyða engumþess að ga stöðvar er komið í miðborgina. Það er þægilegt.“ Sigríður Heiða segir fjögurra tíma flug með Ice- landair til Barcelona og alltaf öðru hvoru hægt að finna hagstæð fargjöld. Hún segir líka gaman að versla í Barcelona. „Fólk getur fengið allt á mjög litlu svæði á Römblunni og litlum og stór út frá henni Þar er ll KAUPMANNAHÖFN – LA VILLAHeimagisting á besta stað í bænum.Býður alla Íslendinga velkomna.Geymið auglýsinguna.www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905 „Við vitum lítið um hand- ritið enn þá. Það fannst í húsi ef svo má segja,“ segir Vésteinn Óla- son, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stofnuninni barst fornt handrit í gær sem fannst við tiltekt í Hafnarfirði fyrir nokkrum árum. „Handritið er með dularfullu letri sem við þekkjum ekki. Það er punktur á milli stafanna og þetta eru hvorki rúnir né latína. Þetta er einhvers konar leyniletur og skrif- að á skinn sem bundið er á gamalt íslenskt band. Ég tel að það sé að minnsta kosti 200 til 300 ára gam- alt og ef til vill eldra. Það er ekki vitað hvort það var skrifað á Íslandi,“ segir Vésteinn en rann- sóknin er enn á frumstigi og kalla þarf til fleiri fræðimenn til þess að ráða gátuna. Ritinu er lýst sem lítilli bók með viðarkápu sem vafin er inn í reim- ar. Pálmar Pétursson hafði bókina í fórum sínum í nokkur ár en ákvað að færa hana til athugunar hjá Árnastofnun. „Ég var að hjálpa bróður mínum að flytja og fann bókina á háaloftinu. Ég var þá í sagnfræðinámi og áttaði mig þess vegna á því að hún væri eitthvað til að kíkja á.“ Dularfullt handrit rannsakað Tveir karlmenn og tvær stúlkur, sem ekki eru enn orðnar lögráða, voru úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í gær eftir að hafa verið tekin með nokkur hundruð grömm af hvítu efni í tveimur aðskildum smyglmálum á mánudag. Karlmenn- irnir voru tekn- ir með um 400 grömm af ætluðu amfetamíni en stúlkurnar með 300 grömm af ætluðu kókaíni. Jóhann Bene- diktsson, sýslumaður á Keflavík- urflugvelli, varðist alfarið frekari frétta af málunum í samtali við Fréttablaðið í gærkvöld. Rann- sókn málanna er á frumstigi. Hreinleiki efnanna hefur ekki verið kannaður nákvæmlega enn en lögreglan mun yfirheyra mennina og stúlkurnar á næstu dögum. Fjögur úrskurð- uð í varðhald Uppþornuð 116 ára gömul appelsína úr nestisboxi námuverkamanns er nú til sýnis á safni í Staffordskíri í Bretlandi. Appelsínan var í eigu 37 ára gamals námuverkamanns, Joseph Roberts, sem slasaðist í spreng- ingu í kolanámu árið 1891. Hann lést skömmu síðar á sjúkrahúsi. Fjölskylda Roberts fékk síðan í hendurnar nestisbox hans og hefur appelsínan erfst á milli kyn- slóða fjölskyldunnar þar til nú að Pam Bettaney ánafnaði safni app- elsínuna sem langalangafi henn- ar hafði ætlað að borða þennan örlagaríka dag. Fréttavefur BBC greinir frá þessu. 116 ára appels- ína fer á safn Starfshópur sem skipaður var af samgönguráð- herra um málefni Sundabrautar hefur ákveðið að óska eftir skrif- legri staðfestingu á útboðsskyldu sérleyfis vegna framkvæmda og rekstrar Sundabrautar miðað við að um einkaframkvæmd verði að ræða. Jafnframt hefur verið óskað eftir því að gögn verði tekin saman um hvernig norsk stjórnvöld hafa staðið að stofnun rekstrar- og framkvæmdafélaga í samgöngu- málum, þar sem ekki sé vitað til þess að sérleyfi af sama toga og rætt hefur verið um í tengslum við Sundabraut hafi verið boðin út á Evrópska efnahagssvæðinu þar í landi. Þetta var til umræðu á fundi stjórnar Faxaflóahafna í gær. „Samgönguráðherra hefur talað um útboðsskyldu í þessum málum en það liggur fyrir að Norðmenn hafa ekki verið með útboð þegar sérleyfi eins og þau sem kæmu til í tilfelli Sundabrautar eru annars vegar. Það þarf að skoða aðferða- fræði þeirra ofan í kjölinn og það munum við gera,“ sagði Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Í mars gengu Björn Ingi og Gísli Gíslason hafn- arstjóri á fund forsætisráðherra þar sem hugmynd um að Faxaflóa- hafnir annist fjármögnun og bygg- ingu Sundabrautar frá Kollafirði að Sæbraut var kynnt. Í starfs- hópnum, sem skipaður var eftir fundinn, eiga sæti Þórhallur Ara- son frá fjármálaráðuneytinu, Jónas Snæbjörnsson frá Vegaerð- inni, Hreinn Haraldsson og Gísli Gíslason. Kanna hvort útboðs vegna leyfis sé þörf Stjórn Faxaflóahafna hefur ákveðið að kanna sérstaklega hvort nauðsynlegt sé að bjóða út sérleyfi vegna byggingar Sundabrautar í einkaframkvæmd.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.