Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 6
 „Ég hef mínar skoðanir á stríðsrekstri og vopnasölu, en ég fer ekki að fara yfir gestalista hótelanna í borginni og mynda mér skoðun á því hvað fólk er að gera hér. Hvar myndi það enda?“ spyr Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri, spurður um viðbrögð við fundi vopnaframleiðenda í gær. Stjórnendur hjá vopnafram- leiðslufyrirtækinu BAE funduðu á Nordica Hilton hótelinu í Reykjavík. Vísir vitnar í fjöl- miðlafulltrúa fyrirtækisins og segir mennina stjórna deild sem sér meðal annars um skriðdreka- framleiðslu. Dagur var inntur viðbragða, í ljósi framtaks fyrrverandi borg- arstjóra, sem fór fram á lögreglu- rannsókn á svokallaðri klámráð- stefnu á Hótel Sögu. En hvernig fer fundur vopna- framleiðenda saman við ímynd Reykjavíkurborgar? Dagur svarar því til að þessi fundarhöld séu ekki á vegum borgarinnar „og því ekki hægt að tala um það að við séum að laða að okkur vopnasöluráðstefn- ur“. Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir það ekki ólöglegt fyrir vopnaframleiðslufyrirtæki að halda fundi á Íslandi. Hann hafði ekki heyrt af fund- inum þegar blaðamaður spjallaði við hann og vildi fá nánari upplýs- ingar til að geta brugðist við. Lög- reglan láti ekki til skarar skríða nema einhver geri athugasemd eða bendi á ólöglegt athæfi. „Hverjum eru þeir að selja vopn? Ef þeir eru í sölustarfsemi sem kallar á útgáfu leyfa þá er það eitthvað sem þarf að skoða, en ég sé ekki neinn flöt á þessu, miðað við þessa lýsingu,“ sagði Stefán. Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstri grænna, svaraði ekki skilaboðum vegna málsins. En Sóley Tómasdóttir, varaborgar- fulltrúi VG, sem barðist gegn klámráðstefnunni á sínum tíma, sagði hins vegar að flokkurinn og hún hefðu ekki myndað sér skoð- un á málinu. Stefán Pálsson, formaður sam- taka hernaðarandstæðinga, hefur þó myndað sér skoðun. Hann tekur klámráðstefnuna sem dæmi og minnir á viðbrögð þáverandi borgarstjóra. Hann hafi séð ástæðu til að biðja lögreglu að „rannsaka hvort viðkomandi aðil- ar hefðu orðið uppvísir að ýmsum brotum, sem var nú samt engin sérstök ástæða til að ætla að þeir hefðu gerst sekir um. Núna erum við hins vegar með aðila sem hafa beinlínis verið bornir afar þung- um sökum um mútugreiðslur, vopnasölu til Sádi-Arabíu og víðar.“ Ekki náðist í Vilhjálm Þ. Vil- hjálmsson, fyrrverandi borgar- stjóra, og Björn Bjarnason dóms- málaráðherra svaraði ekki tölvupósti né skilaboðum. Það gerði hótelstjóri Nordica ekki heldur. Ekkert athugavert við vopnaráðstefnu Borgarstjóri og lögreglustjóri segjast enga ástæðu hafa til að fetta fingur út í fund vopnaframleiðenda á hóteli í Reykjavík. VG hafa ekki myndað sér skoðun en hernaðarandstæðingar segja þetta alvarlegra mál en klámráðstefnu. Kaupmáttaraukn- ing og efnahagslegur stöðugleiki, hækkun lægstu launa og launa- þróunartrygging ber hæst í mark- miðum Starfgreinasambandsins í komandi kjaraviðræðum við Sam- tök atvinnulífsins, SA, en mark- miðin voru kynnt SA í gær. Stórbæta verður kjör þeirra sem lægst hafa launin og tryggja að kaupmáttur þeirra sem setið hafa eftir í launaþróuninni hækki umtalsvert meira en ann- arra. Samið verði um að taxt- ar verði færðir nær greiddu kaupi og öryggisnetið þar með gert tryggara og samið verði til tveggja ára, eftir því sem fram kemur á vef Starfsgreinasam- bandsins. Kynnti kröfur sínar fyrir SA Yfirmaður kosningaréttardeildar bandaríska dómsmálaráðuneytisins baðst í gær afsökunar á ummælum sínum um að öldrun væri ekki vandamál meðal svartra kjósenda þar sem þeir dæju áður en þeir yrðu gamlir, annað en hvítir. John Tanner lét ummælin falla á fundi um kosningalög og áhrif þeirra á eldri borgara og minnihlutahópa. „Útskýringar mínar á gögnum komu út á særandi hátt sem ég sé mikið eftir.“ Nokkrir þingmenn Demókrata- flokksins hafa kallað eftir því að Tanner verði rekinn. Ummæli um öldrun særandi Fjörutíu nýir ráðsmenn bætast inn á launaskrá Reykjavík- urborgar, samkvæmt tillögu nýs meirihluta, sem samþykkt var á fundi stjórnkerfisnefndar Reykja- víkur í gær. Samkvæmt tillögunni verður fulltrúum í hverfisráðum borgar- innar fjölgað úr þremur í sjö. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir þetta gert „til að hlaða inn fólki úr pólitísku baklandi nýs meiri- hluta“. Þetta geti „tæpast talist góð stjórnsýsla eða rekstur, enda hafa hverfaráðin vandræðalega lítið hlutverk“, segir hann. Hverfaráð hafi ekkert vald stjórnskipulega, þau fjalli um hluti sem þeim er ekki ætlað að hrinda í framkvæmd. Skipulagstillögur úr skipulagsráði eru til dæmis sendar til kynningar til ráðanna, sem gefa umsagnir um þær. Júlíus segir að með þessu sé dregið úr vægi íbúa við ákvarð- anatöku. „Þarna er pólitískt ráð að senda öðru pólitísku ráði tillögur, í stað þess að fá hreina og ómeng- aða skoðun íbúanna í hverfunum. Það er spurning hversu sanngjarnt það er,“ segir Júlíus Vífill: „Þetta væri kannski í lagi ef þessu fylgdu einhver ný verkefni, en þau eru ekkert til að tala um.“ Fjörutíu nýir inn á launaskrá Þegar Bandaríkjaher fór af Keflavík- urflugvelli ákvað annar her að taka við. Hjónin Ester og Wouter van Gooswilligen, foringjar í Hjálpræðis- hernum, hafa komið sér fyrir í Reykjanesbæ ásamt þremur börnum sínum og eru stórhuga um framtíð safnaðarins. „Við vildum koma starfinu út fyrir höfuðborgar- svæðið. Nú starfar Hjálparæðisherinn aðeins í Reykja- vík og á Akureyri,“ segir Ester og segir þau hjónin hafa ákveðið að flytja til í von um koma að gagni. Bílskúr fjölskyldunnar var breytt í kapellu fyrir samkomur og hjónin halda úti líflegu gospelkóra- starfi fyrir börn og fullorðna. Á sunnudag standa kór- arnir fyrir gospelhátíð í samkomusal við Tree Lane götu á Keflavíkurvelli. Til stendur að finna húsnæði á Keflavíkurvelli þar sem starfrækt verður fjölskyldumiðstöð. Hjónin munu nýta sér reynslu síðastliðinna ára hjá norska Hjálpræðishernum og bjóða upp á hjónanámskeið, ungbarnasöngnámskeið auk þess að starfrækja frí- stundaheimili sem leggja mun áherslu á heimilislegt umhverfi og aðstoð fjölskyldur undir álagi og börn með sértæk vandamál. Ester er íslensk og hefur unnið við barnavernd í Noregi undanfarin ár, þar sem hún kynnist hol- lenskum eiginmanni sínum. Hún starfar nú á frí- stundaheimili í Reykjanesbæ og kynnir sér íslensk- ar aðstæður. „Við reynum að sjá hvar þörfin er og höfum orðið vör við þörf á meiri stuðningi við fjöl- skyldur. Hér eru margar stórar barnafjölskyldur og innflytjendur. Við viljum vera með í að þróa nýtt samfélag og höfum hug á að starfrækja Hjálpræð- isher með svipuðu móti og þekkist erlendis þar sem lögð er meiri áhersla á fjölskylduna en tíðkast hefur á Íslandi.“ Breyttu bílskúrnum í kapellu Viltu að Kolaportið verði áfram í Tollhúsinu? Spilar þú tölvuleiki?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.