Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 16
Eftirfarandi pistill birtist á bloggsíðu minni í fyrradag (mánudag). Þessi bloggsíða birtir myndir af nýfæddum syni mínum fyrir vini og fjölskyldu og hana heimsækja að meðaltali 30-40 gestir á dag. Þegar ég vaknaði í morgun, brá svo við mér til mik- illar furðu, að þúsundir Íslend- inga höfðu heimsótt þessa vefsíðu til að lesa þessar hugleiðingar. Margir gestanna skrifðu mér tölvupósta og báðu mig um að senda þennan pistil í dagblað. Þótt þessi grein hefði nú bara átt að vera spjall fyrir vini og fjölskyldu um hvort ég myndi lesa þessa bók fyrir son minn, fannst mér engin ástæða til að verða ekki við þeirri áskorun. Það fer óneitanlega vel á því að þegar litli negrastrákurinn minn, Gunnar Hávarður Dagur, kom í heiminn í Bandaríkjunum, skuli uppá Íslandi vera endurútgefin einhver einkennilegasta barna- bók íslenskrar tungu, bókin „tíu litlir negrastrákar“, sem þýdd er upp úr hinni ástsælu bandarísku barnabók: „Ten Little Niggers“. Bandaríska barnabókin „Ten Little Niggers“ var gefin út fyrst fyrir um það bil hundrað árum en hefur af einhverjum furðulegum ástæðum ekki fengist í allnokk- urn tíma á enskri tungu. Þessi bók lýsir á athyglisverðan hátt hvernig tíu lítil svört börn deyja voveiflegum dauðdaga, ýmist af eigin hendi eða annarra (sjá t.d. myndir Muggs hér til hliðar). Dauðdagi þeirra rímar vel við viðhorfin til blökkumanna í Bandaríkjunum á þeim tíma sem bókin kom út, litlu negrastrákarn- ir deyja úr leti, heimsku, hræðslu, græðgi, ofdrykkju, vitfirringu, ofbeldi, o.s.frv. Í íslensku bókinni hefur af mikilli smekkvísi íslenskra hreintungusinna orðinu „nigger“ verið snúið í „negri“ ásamt öðrum lítilsháttar lagfær- ingum, m.a. er varðar blóði drifna dauðdaga negranna. Endir bókar- innar, til dæmis, er öðruvísi en bandaríska útgáfan segir til um. Í einni bandarískri útgáfunni sem ég rakst á er endirinn þessi: „One little nigger boy left all alone. He went and hanged himself and then there were None …„ en þessi dauðdagi var einmitt algengur meðal blökku- manna í Bandaríkj- unum á þeim tíma sem bókin var skrifuð. Í íslensku útgáfunni giftir síðasti litli negrastrákurinn sig hins vegar og eignast tíu börn, sem væntanlega geta látið sig hlakka til svipaðra málaloka og frændur sínir, enda líta þeir allir eins út í listrænni túlkun Muggs: með feitar rauðar varir, allsberir í lendarskýlu, dálítið rottulegir á svip, og – auðvitað – bikasvartir. Ég sé að heima á Íslandi eru menn víst furðu lostnir yfir því að einhverri reiðri móður svarts barns finnist ekki við hæfi að fjöldamorð lítilla blökkubarna séu borin á borð fyrir önnur íslensk börn sem skemmti- og aðhláturs- efni. Hvað er þessi kona að vilja uppá dekk? spyrja varðhundar íslenskrar menningar, móðir og másandi af hneykslun. Á ekki bara að mótmæla Andrési Önd næst, Mjallhvíti og dvergunum sjö? En úr hvaða jarðvegi sprettur nú þetta listræna stórvirki, sem menningarsaga Íslendinga ber- sýnilega kallar á að sé endurút- gefið með mikilli viðhöfn, og er rúllað út á viðhafnarsvæðum í íslenskum bókabúðum? Bandaríska barnagælan sem hún byggist á, og þau viðhorf sem hún lýsir til svertingja, sprettur úr jarðvegi hins svokallaðs Jim Crow-tímabils í Bandaríkjunum, en það orð er notað yfir tímabil bandarískrar sögu frá lokum þrælastríðsins (1865) til upphafs the Civil Right Movement (um 1960). Sú kúgun sem blökkumenn urðu fyrir á þeim tíma fólst ekki eingöngu í því að þeim var bann- aður aðgangur að opinberum stofnunum, veitingahúsum og jafnvel salernum. Kúgunin fólst einnig í því að blökkumenn voru lítilsvirtir með margs konar hætti. Nafnið Jim Crow, til dæmis, sem þetta tímabil er jafnan kennt við, er nafn tilbúins karakters, trúðs- legs svertingja sem hafði alla þá eiginleika sem svertingjar á þess- um tíma voru sagðir búa yfir: Hann var latur, hræðslupúki, vit- laus, borðaði of mikið ef hann fékk mat (en sá var háttur þræla ef húsbændur þeirra stjórnuðu ekki átinu, þeir gátu hreinlega sprungið af ofáti blessaðir vitleys- ingarnir), drakk of mikið áfengi, átti ægilega mörg börn (tíu?), því hann hafði auðvitað ekki stjórn á kynferðiskenndum fremur en öðrum (sem var auðvitað heppi- legt því að ef 10 negrastrákar voru drepnir, spruttu aðrir upp eins og gorkúlur), hann var ofbeld- isfullur, alltaf syngjandi, og svo framvegis og framvegis. Í alls kyns öðrum hlutum en Jim Crow-karakternum (sem var vin- sælt skemmtiefni meðal annars í leikhúsum landsins) braust fram svipuð lítilsvirðing. Blek í penna var auglýst sem „niggers milk“ með mynd af litlum negrastrák að drekka blek til að auglýsa vöruna. Á þessum tíma voru svertingjar sýndir í popúlar kúltúr dýrslegir á svip, með stórar rauðar varir, yfirleitt hálfnaktir í lendarskýl- um og auðvitað bikasvartir. Nær dýrum en mönnum. Og kúltúr Jim Crow-tímabilsins tók á sig hinar ótrúlegustu myndir. Til dæmis voru gefin út póstkort af litlum svörtum börnum undir yfirskrift- inni „krókódílafóður“. Svo var líka gefin út barnabók sem lýsti dauðdaga 10 blökkubarna í brand- araformi, þar sem þau deyja úr frægustu löstum niggara, leti, hugleysi, ofáti, heimsku, ofdrykkju áfengis og svo eigin ofbeldi, enda aðeins steinsnar frá dýrum, blessuð svörtu skinnin. Í sumum útgáfum deyr svo síðasta barnið á þann hátt sem Ku Klux Klan notaði til að murka lífið úr litlum negrastrákum. Litli negrastrákurinn er hengd- ur en helsta sport Ku Klux Klan manna var nú einmitt að klæða sjálfa sig í hvít lök í skjóli nætur og hengja litla negrastráka. Bók þessi þótti áreiðanlega mjög fyndin og skemmtileg í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir hundrað árum, enda rímuðu dauð- dagarnir svo ægilega krúttlega, og ef til vill þótti sérstaklega fyndið að barnið skyldi hengja sig sjálft frekar en að bíða eftir því að riddarar KKK kæmu nú í hvítu lökunum sínum og sæju um það eins og þeirra var von og vísa. Nú þegar sonur minn, litli negra- strákurinn, er kominn í heiminn hérna í New York-borg spyr ég auðvitað sjálfan mig hvort ég eigi ekki að lesa fyrir hann hina skemmtilegu íslensku bók, fram- lag Íslendinga til barnaheimsbók- menntanna, enda barnabækur af þessum tagi illfáanlegar á 21. öld í hinum þröngsýnu Bandaríkjum. Mér skilst á formanni íslenskra bókaútgefenda að þessi bók sé sérstaklega mikilvægur þáttur íslenskrar menningararfleifðar sem vissulega þurfi að halda að þjóðinni. Mér skilst líka á einhverjum aðstandendum útgáfunnar að það sé ákaflega viðeigandi að gefa þessa bók út til að heiðra minn- ingu Muggs, hins merka íslenska myndlistarmanns, og þetta er nú aldeilis góð leið að því marki. Og mér skilst líka á íslenskum fyrir- mennum, alþingismönnum og menningafrömuðum, að þeir lesi þessar heimsbókmenntir fyrir kornung börn og barnabörn, og þau skríki af gleði og hlátri yfir hinum fyndnu og blóði drifnu örlögum negrastrákanna, enda verða líka til fleiri negrar í enda sögunnar, eins og einn benti á, þannig að allt er gott sem endar vel, enda líta negrastrákar Muggs allir eins út svona svartir og rottu- legir. Og hvers eiga íslensk börn að gjalda? Eigum við að láta þau missa af þessari stórfenglegu blóði drifnu hámenningarlegu skemmtan, hluta af sjálfum menn- ingararfi Íslendinga? Bersýnilega ekki að flestra mati á Íslandi. Í hillum hjá Máli og menningu er bókin á viðhafnar- stað ásamt öðrum barnabókum, og bleikum böngsum, og geri ég ráð fyrir að þetta sé metsölubók á Íslandi. Mér skilst að samkvæmt einhverri skoðanakönnun finnist 88 prósentum Íslendinga þessi bók hreint fyrirtak. Jamm, verður maður ekki að lesa þetta stórfenglega menningar- afrek fyrir Gunnar litla, spyr ég sjálfan mig? Mitt svar er þetta: Ég á mjög bágt með að sjá sjálfan mig útskýra fyrir litlu barni að einu sinni hafi þótt viðeigandi í suðurríkjum Bandaríkjanna að lýsa litlum negrastrákum eins og honum sem svo lötum, vitlausum, ofbeldis- fullum og huglausum að þeir dræpust í unnvörpum og að í ofanálag hafi það þótt afskaplega fyndið. Sú umræða mun eiga sér stað á réttum stað og tíma, því þegar hann er orðinn 16 ára gamall heiti ég þessu: Ég ætla að fara með hann í heimsókn í safn í Ferris State University sem heitir Jim Crow Museum of Racist Memorabilia og er reist til að minna fólk á mannhatur og illsku í heiminum. Kannski ég sýni honum fyrst frægt póstkort. Á því sjást hundruð hamingjusamra fjölskyldna í nestisferð í guðs- grænni náttúrunni. Hlæjandi og skríkjandi skoppa ljóshærðir hnokkar um völl. Í bakgrunninn sést tilefni þessarar nestisferðar. Uppi í tré þar hangir lítill negrastrákur í reipi. Ólíkt tíunda negrastráknum úr bandarísku barnagælunni sem nú kemur út í viðhafnarþýðingu á Íslandi fékk hann hins vegar hjálp manna í hvítum lökum við henginguna og er það tilefni þessa mikla fögnuðar og nestisáts. Á öðrum stað í þessu safni sýni ég honum kannski líka ljósmyndir af þrælum og myndir af lausnar- bréfum þeirra heppnu sem gefið var frelsi. Á veggnum heima í stofu, útskýri ég fyrir Gunnari, eigum við sams konar lausnarbréf fyrir langa-langa-langa-lang- ömmu hans, Kitty Holliday, sem fékk lausnarbréf 1848, þegar hún var lítil negrastelpa, 13 ára að aldri. Svo á ég eftir að sýna honum á öðrum stað í safninu frægar myndir af Marteini Lúteri King að taka þátt í mótmælum meira en 100 árum seinna, laminn niður af æstum hvítum skríl og geltandi hundum, því að litlir negrastrákar vildu fara í skóla með hvítum börnum. Ef vel er að gáð, má ef til vill sjá glitta í afa Gunnars Hávarðs, Hávarð Croft, í einni myndinni frá hátindi the Civil Rights Movement í Mississippi, umkringdan hvítum múg sem hrækir á hann og skyrpir. Að lokum geng ég svo með Gunnari í eitt sérkennilegasta horn þessa safns. Þar er að finna alls kyns barnadót og glingur sem lýsir þeirri mannfyrirlitningu sem ríkti í garð svertingja á þessum tíma á afar sérstakan hátt. Þar er til dæmis púsluspil frá öndverðri 19 öld kallað „sundursagaðir niggarar“. Svo get ég sýnt honum helsta menningarsögulega djásn Jim Crow Museum of Racist Memora- bilia, sem lýsir ágætlega því tryllta og sjúka hugarfari sem ríkti hjá illa upplýstu fólki í Bandaríkjunum fyrir meira en 100 árum. Þessi hluti safnsins virðist líka hafa athyglisverða snertifleti við hugarfar 88 prósent Íslendinga í dag. Í opinberu safni í Bandaríkjunum sem helgað er mannhatri og rasisma má finna bók: Ten Little Niggers. Höfundur er hagfræðingur. Einn lítill negrastrákur Bók þessi þótti áreiðanlega mjög fyndin og skemmtileg í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir hundrað árum, enda rímuðu dauðdagarnir svo ægilega krúttlega … SMS LEIKUR Vi nn in ga rv er ða a fh en di r h já B T Sm ár al in d. K óp av og i. M eð þ ví a ð ta ka þ át t e rt u ko m in n í S M S kl úb b. 9 9 kr /s ke yt ið .

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.