Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 34
WEST HAM LIVERPOOL W W W. I C E L A N DA I R . I S 28.–30. JANÚAR 49.300KR. á mann í tvíbýli Icelandair er samstarfsaðili West Ham og býður ferðir á alla heimaleiki liðsins í vetur. Fjölmargir leikir framundan, s.s. á móti Birmingham, Blackburn og Derby. + Nánari upplýsingar: www.icelandair.is/ithrottaferdir Verð frá HSÍ skrifaði í gær undir samning við Eimskip sem verður styrktaraðili bikarkeppni HSÍ næstu þrjú árin. Bikarinn heitir nú Eimskipsbikarinn. Við sama tækifæri var dregið í Eimskipsbikar karla og kvenna. Leikirnir í karlaflokki fara fram 4. og 5. nóvember en kvennaleik- irnir 13. og 14. nóvember. Dregið í Eim- skipsbikarnum Óli Stefán Flóventsson, leikmaður Grindavíkur, staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann myndi taka ákvörðun um framtíð sína í boltanum á ferðalagi sínu erlendis um næstu helgi, en samningur Óla Stefáns við Suðurnesjaliðið rennur út um áramót. „Ég er með þrjú tilboð í höndunum sem ég er að fara yfir og eitt af þeim tilboðum er frá Grindavík, en hin tvö eru frá liðum á höfuðborgarsvæðinu sem leika í Landsbankadeildinni.,“ sagði Óli Stefán og kvað ákvörð- unina ekki vera auðvelda. „Grindavík er náttúrlega mitt lið og það er stór ákvörðun hvort ég eigi að ljúka ferlinum með Grindavík eða prófa eitthvað nýtt, en eins og margoft hefur komið fram er það keyrslan á milli Grafarvogs, þar sem ég er búsettur, og Grindavíkur sem er að pirra mig.“ Ákveður sig um næstu helgi Tveir leikmenn íslenska landsliðsins í handbolta, Ólafur Stefánsson og Snorri Steinn Guðjónsson, hafa verið valdir í heimsliðið sem spilar við Egypta. Leikurinn verður háður í tilefni af 50 ára afmæli egypska handknattleikssambandsins og mun leikurinn fara fram í Kaíró 2. desember. Í heimsliðinu Bjóst engan veginn við því að fara svona hratt N1-deild karla í handbolta Kvennadeild Iceland Express Enski deildarbikarinn: Stjarnan og Aftureld- ing gerðu jafntefli 25-25 í N1-deild karla í Mýrinni í gærkvöld, en fyrir leikinn höfðu flestir búist við öruggum sigri heimamanna í Stjörnunni. Eftir tíu mínútur leiddi Aftur- elding leikinn 2-5 og þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan orðin 6-10 Aftureldingu í vil. Fjögurra marka munur hélst á milli liðanna út hálfleikinn og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 9-13. Það var allt annað Stjörnulið sem mætti til leiks og í stöðunni 12-15 þegar tæplega tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik skor- aði Stjarnan fjögur mörk og komst yfir, 16-15, í fyrsta skiptið í leikn- um. Staðan var jöfn, 22-22, þegar fimm mínútur voru til leiksloka og spennan gríðarleg. Staðan var enn jöfn, 24-24, þegar hálf mínúta var eftir og þá skoraði Björgvin Hólm- geirsson fyrir Stjörnuna og kom þeim yfir 25-24, en Daníel Jónsson svaraði að bragði og jafnaði að nýju fyrir Aftureldingu, 25-25, þegar stutt var eftir og þar við sat. Kristján Halldórsson, þjálfari Stjörnunnar, var verulega súr í bragði í leikslok. „Við mættum ekki í þennan leik og menn héldu að þetta yrði bara einhver æfing og voru ekki tilbúnir að mæta öflugu liði og ég tek hatt minn ofan fyrir Aftureldingu,“ sagði Kristján. Bjarki Sigurðsson, þjálfari Aft- ureldingar, var sáttari en kollegi hans. „Úr því sem komið var þá var sanngjarnt eitt stig á hvort lið. Við vissum alveg hvernig við áttum að bregðast við Stjörnunni og við gerðum það mjög vel í fyrri hálf- leik. Seinni hálfleikur var ekki eins góður, en við sýndum góðan vilja með því að koma aftur inn í leikinn í lokin og við tökum helling frá þessum leik,“ sagði Bjarki. Óvænt jafntefli í Mýrinni Skemmtilegasti hand- boltaleikur leiktíðarinnar fór fram í Safamýri í gær er Fram tók á móti Val. Leikir liðanna síðustu ár hafa verið frábær skemmtun og á því varð engin breyting í gær. Það var fullt hús af áhorfendum og þeir fengu vel fyrir aurinn. Sér- staklega stuðningsmenn Vals sem fögnuðu sætum sigri á útivelli, 25- 27. Fyrri hálfleikur var frábær skemmtun. Framarar keyrðu upp hraðann í leiknum og röðuðu inn mörkum á gestina. Í marki Fram var Björgvin Páll sjóðheitur og varði flest sem á markið kom. Gestirnir náðu þó fljótt áttum sem og Ólafur Haukur í markinu. Fyrir vikið komu hraðaupphlaup- in hjá Val en þeir skoruðu nánast helming marka sinna í hálfleikn- um úr hraðaupphlaupum. Leikur- inn hélst jafn fyrir vikið og mun- urinn aðeins eitt mark í leikhléi, 15-14 Sama fjörið var upp á teningn- um í síðari hálfleik. Fram hafði frumkvæðið en Valsmenn neituðu að gefast upp og voru geysilega grimmir. Þeir komust yfir í fyrsta skipti í stöðunni 20-21 þegar 17 mínútur lifðu leiks. Fram náði að jafna 23-23 en þá tók Valur frum- kvæðið forystuna aftur og hélt henni allt til loka. Það var geysileg grimmd í Vals- liðinu og ekki síst vilji sem fleytti liðinu áfram í leiknum. Á meðan Framarar virtust verða stressaðir og ragir keyrðu Valsmenn á þá af grimmd og uppskáru eins og þeir sáðu. Valsmenn einfaldlega vildu sigurinn meira en heimamenn. „Þetta var stirt í sókninni en menn eins og Fannar og Hjalti risu upp og skoruðu rosaleg mörk. Þetta var sterkur sigur og við erum á uppleið,“ sagði kampakát- ur þjálfari Vals, Óskar Bjarni Ósk- arsson, en hann var ekki í neinum vandræðum með að koma sínum mönnum í gírinn í gær. „Þetta var brjáluð barátta og leikur sem allir voru búnir að bíða eftir. Leikurinn stóð undir væntingum og mót- tökur Framara frábærar. Ég vil líka taka að Anton og Hlynur dæmdu þennan leik mjög vel.“ Halldór Jóhann Sigfússon var að spila sinn fyrsta leik fyrir Fram í gær. „Mér líður skelfilega með þetta tap. Við misstum hausinn þegar mest lá undir og þar tapað- ist leikurinn. Það er gaman að vera kominn aftur heim samt og þetta er greinilega hörkubolti hérna heima,“ sagði Halldór Jóhann sem náði einni æfingu fyrir leikinn. Fram og Valur buðu upp á frábæra stemningu í Safamýrinni. Leikur liðanna var bráðskemmtilegur og endaði með tveggja marka sigri meistaranna, 25-27.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.