Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 8
 Af hvaða tilefni ætla þúsund- ir ferðamanna að heimsækja Ísland um helgina? Hvað heitir nýr þjálfari íslenska landsliðsins í knatt- spyrnu? Hvaða hreppi beinir rit- höfundurinn Hrafn Jökulsson sérstaklega sjónum að í bókinni Þar sem vegurinn endar sem kemur út nú í haust? Guðlaugur Þ. Þórðarson heilbrigðisráðherra sýndi alvarleg- an dómgreindarbrest þegar hann lýsti yfir stuðningi við frumvarp um afnám einkaréttar ÁTVR á sölu á léttu áfengi, sagði Björgvin Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna (VG), í umræðum á Alþingi í gær. Björgvin sagði dómgreindar- brest ráðherra svo alvarlegan að hann efaðist um hæfi hans til að gegna embættinu. Hann væri að ráðast gegn niðurstöðum stofnana sem heyrðu undir ráðuneytið; land- lækni, lýðheilsustöðvar og fleiri, sem hefðu varað við því að sala á áfengi yrði gefin frjáls. Guðlaugur sagði það rétt að hann hefði ekki skipt um skoðun í mál- inu. Hann var fyrsti flutningsmað- ur samhljóða frumvarps sem flutt var á síðustu þingum. Hann mót- mælti fullyrðingum um að hann hefði með því að lýsa stuðningi við frumvarpið ráðist á þær stofnanir sem lýst hefðu andstöðu við þessar breytingar. Guðlaugur benti á að þingmenn Vinstri grænna hefðu hingað til talað fyrir auknu aðgengi að áfengi með því að fjölga útsölustöðum ÁTVR, en nú höfnuðu þeir frum- varpi sem leiða myndi til fjölgunar útsölustaða. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, tók þetta óstinnt upp, og benti á að Vinstri græn hefðu talað fyrir jöfnu aðgengi landsmanna en gegn því að mark- aðsöflunum yrði falið að koma meira áfengi í landsmenn. Sagður sýna dómgreindarbrest Hva› passar me› ? vinbud.is Þorgerður Sigurjóns- dóttir, oddviti í Bæjarhreppi, hafði samþykkt hreppsnefndar ekki að baki sér þegar hún bað um það fyrir hönd hreppsins að landbún- aðarráðuneytið stofnaði lóð undir frístundahús tengdafólks síns. Í nýju deiliskipulagi fyrir Borð- eyri sem nú er í vinnslu er gert ráð fyrir lóðum fyrir frístundahús. Þótt skipulagið sé ekki tilbúið hefur eitt hús verið flutt á staðinn. Er það í eigu tengdaforeldra dótt- ur oddvitans sem settu húsið niður á Borðeyri samkvæmt persónu- legu leyfi frá Þorgerði oddvita. Fyrrverandi oddviti, Ragnar Pálmason, óskaði eftir því fyrir nokkrum vikum að fá úr skjala- safni Bæjarhrepps bréf sem Þor- gerður skrifaði til landbúnaðar- ráðuneytisins í júní. Ragnar vill líka fá því svarað hvenær málið hefði verið rætt í hreppsnefndinni. Ragnar hefur hvorki fengið afrit bréfsins né svar frá hreppnum. Í samtali við Fréttablaðið segist hann ekki vilja tjá sig um málið fyrr en hreppsnefndin hafi skýrt mál sitt. Í bréfinu til landbúnaðarráðu- neytisins óskar Þorgerður eftir því fyrir hönd Bæjarhrepps að ráðuneytið stofni lóð undir sumar- hús fyrir umrædda tengdaforeldra dóttur oddvitans. Engar sam- þykktir liggja fyrir hjá hrepps- nefndinni um stofnun þessarar lóðar og byggingarleyfi vantar. Sigurður Þráinsson hjá landbún- aðarráðuneytinu segir erindi odd- vitans ekki hafa verið svarað og leigusamningur ekki verið gerður þar sem skipulagslegar forsendur séu ekki fyrir hendi. Hann segir ráðuneytið ekki hafa gert athuga- semdir við hið umdeilda hús. „En það er náttúrlega alveg ljóst að sumarbústaðurinn er þarna ekki með neinu leyfi þegar vantar leigu- samninginn og erindinu hefur ekki verið svarað,“ segir Sigurður Þrá- insson. Þorgerður oddviti segir málið ekki vera í sínum höndum. „Ég hef ekkert um þetta að segja,“ segir Þorgerður og vísar á varaoddvita sinn. „Það er alveg fráleitt í þessu máli að draga fram tengsl oddvit- ans við eigendur hússins. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig enda er þetta ekki fréttaefni,“ segir Sig- urður Kjartansson varaoddviti. Oddviti úthlut- aði ríkislóð án heimildar Oddvitinn í Bæjarhreppi leyfði tengdaforeldrum dóttur sinnar að reisa sumarhús á ríkislandi þótt umbeðið leyfi frá landbúnaðarráðuneytinu væri ekki fengið. Húsið er án byggingarleyfis. Veiðimaður er á batavegi eftir að hann var skotinn af stuttu færi af hundinum sínum í Iowa-ríki í Bandaríkjunum. Skot hljóp úr haglabyssunni í fótlegg veiðimannsins, James Harris, þegar hundurinn hans steig á byssuna og hrasaði um gikkinn. Fékk hann á milli 100 og 120 högl á tíu sentimetra svæði á fótleggnum af 91 sentimetra færi. Slysið varð á laugardaginn á fyrsta degi fasana-veiðitímabils- ins. Hafði Harris lagt frá sér haglabyssuna á meðan hann klofaði yfir girðingu á leið til að sækja fugl sem hópurinn hans hafði skotið. Hundur skaut eiganda sinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.