Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 14
greinar@frettabladid.is Varalitur og rýtingsstungur Ein merkasta grein nútímalist-ar er tvímælalaust hin einlitu málverk eða „mónókróm“ eins og þau eru kölluð á máli listfræð- inga. Þau eru þannig gerð að léreftið, eða hvað sem notað er sem undirstaða, er þakið máln- ingu í nákvæmlega sama lit yfir allan myndflötinn, hvert sem maður horfir. Þetta gefur ótæmandi möguleika. Ég minnist þess að ég fór einu sinni þvert yfir alla Parísarborg til að skoða málverk sem var ekki einungis einlitt heldur og í nákvæmlega sama lit og veggurinn fyrir aftan; var það talið í fararbroddi í þessari listgrein, eitt af þeim verkum sem setja spor sín á vora tíma. En þessi meistaraverk andans eru viðkvæm, jafnvel fyrir hrifning- arlátum aðdáendanna, eins og nýlega mátti sjá í sakamáli sem kom fyrir dómstól í Avignon. Rætur þess var að rekja til atburðar sem varð 19. júlí í sumar. Þá var til sýnis í „Gallerí Lamb- ert“ þar í bæ einlitt málverk eftir listamanninn Cy Wombly, sem var frumlegt og merkilegt fyrir þá sök að það var alveg snjóhvítt horna á milli. Og þennan dag gerðist það svo að þrítug kona, Rindy Sam að nafni, vék sér skyndilega að listaverkinu og smellti kossi á það, þannig að á myndflötinn kom nú eldrautt far eftir varalit. Hún útskýrði þennan gjörning sinn svo að hún hefði orðið alveg yfirþyrmd af hrifn- ingu af meistaraverkinu og orðið að tjá það með þessu móti, hún hefði viljað votta einlitningnum ást sína „í áköfum hreinleika“, og bætti svo við að kossinn hefði verið „listrænn atburður sem sprottið hefði af krafti listar“. Aðstandendur málverksins, eigandi gallerísins og listamaður- inn sjálfur litu atvikið þó ekki þeim augum. Þeim fannst verkinu spillt, því þetta einlita málverk var sem sé ekki lengur einlita, og höfðuðu mál gegn konunni. Rannsókn fór fram, rannsóknar- stofur framleiðenda snyrtivara buðu fram þjónustu sína, svo og ein af rannsóknarstofum Nasa í Bandaríkjunum og var varalitur- inn vendilega efnagreindur. Eftir það ákvað listamaðurinn að fara fram á eina evru í táknrænar skaðabætur eins og venjan er, en eigandi verksins, gallerísstjórinn, fór fram á 33.400 evrur fyrir rannsóknarkostnað og tvær milljónir evra í skaðabætur fyrir spjöllin á hinu einlita verki. Saksóknarinn í Avignon leit á verkið sem „mannát eða sníkju- lífi“ og krafðist 4.500 evra sektar ofan á annað. Listrænn ráðgjafi konunnar bar hins vegar að kossinn hefði verið dulræn reynsla, og sagði því til sönnunar að eftir atburðinn væri hann orðinn nýr maður, hann hefði sjálfur vaknað upp úr sljóleika kreddufestunnar. Í framhaldi af því hélt verjandinn fram, að í rauninni hefði kossinn verið hin mesta viðurkenning fyrir málarann Cy Wombly og fór fram á sýknun. Sagt er að eftirmynd þessa tvílita mónó- króms sé til sölu á netinu. Í þessu máli, sem franskir fjölmiðlar kalla nú „kossinn í Avignon“, hefur ekki enn verið dæmt þegar þessar línur eru ritaðar, og nokkrar vikur í það. En á sama tíma hefur annað illyrmis- legt vandalisma-mál komið upp. Fyrir skömmu gerðist það, að fáeinir ungir menn með topp- stykkin umlukin áfengisgufum komust inn um bakdyr í Orsay- safninu í skjóli einhverrar „menningarnætur“ í París. Einhvern veginn tókst þeim að ramba upp í sal með málverkum eftir impressjónista, þar mé einn þeirra utan í vegg – en ef það átti að vera einhvers konar listaverk, sem sé „gjörningur“, var staður- inn sennilega ekki rétt valinn. Annar (eða kannske sá hinn sami) stakk svo rýtingi í gegnum málverkið „Brúin í Argenteuil“ eftir Monet. Þá ruku öryggisbjöll- ur safnsins af stað með miklum gauragangi og við það vöknuðu ungu mennirnir nógu vel til að geta forðað sér út. Eftir þeim myndum að dæma sem birtust í blöðum voru skemmdirnar ekki miklar, skurðurinn var stuttur og hreinlegur. Rannsóknin tók heldur ekki langan tíma, því gjörnings- maðurinn gaf sig fram skömmu síðar, þegar af honum bráði, yfirkominn af sektartilfinningu. Nú eru merki eftir varalit á röngum stöðum ekkert gamanmál í Frakklandi, og það eru hnífstungur svo sem heldur ekki. En það verður fróðlegt að sjá hvort metið er alvarlegar fyrir dómstólum, rauða klessan eða rýtingsfarið. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp til breytinga á lyfjalögum sem felur það í sér að þeim sem selja tóbak í smásölu verði heimilt að selja nikótínlyf sem ekki eru lyfseðilsskyld. Markmiðið með frum- varpinu er að auka aðgengi að nikótín- lyfjum þannig að þau verði valkostur við hlið tóbaks þar sem það er selt. Það er merkileg þversögn að ef einstaklingur vill byrja að reykja geti hann gengið inn í næstu sjoppu, matvöruverslun eða bensínstöð sem er jafnvel opin allan sólarhringinn og keypt sígarettur. Vilji sá hinn sami hins vegar láta af ósiðnum, berjast við fíknina og styðjast í þeirri baráttu við nikótín án tjörunnar þá þarf hann að leita að næsta apóteki, með takmörkuðum opnunartíma. Nikótínfíknin er erfið og því á að létta undir með þeim sem vilja losa sig við hana með öllum tiltækum ráðum. Nýverið var samþykkt að fara þessa leið í Svíþjóð, þ.e. að heimila sölu á nikótínlyfjum í almennum verslunum. Þessi samþykkt hjá vinum okkar í Svíþjóð hefur fengið afar vandaða umfjöllun og fátt sem upp kom sem mælti á móti því að opna fyrir þessa heimild. Ætla má að með því að bæta aðgengi reykingamanna að nikótínlyfjum sjái fleiri lyfin sem valkost auk þess sem aukið aðgengi er mikilvægur stuðningur við þá sem standa í stríði við tóbakið. Með því að veita þessa heimild er því stigið mikilvægt skref í tóbaksvörnum. Þá hafa Neytendasamtökin hvatt til þess að þessi leið verði farin hér á landi og telja að það muni leiða til lækkunar á verði nikótínlyfja sem er þónokkuð hærra hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Er þetta í þriðja skipti sem frumvarpið er lagt fram en hingað til hefur það ekki hlotið afgreiðslu. Ég vona að þetta mál hljóti afgreiðslu á þessu þingi því það er afar undarleg og óskynsamleg ráðstöfun að aðgengi að sígarettum sé auðveldara en aðgengi að nikótínlyfjum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Nikótínlyf seld við hlið tóbaks Nú eru merki eftir varalit á röngum stöðum ekkert gaman- mál í Frakklandi, og það eru hnífstungur svo sem heldur ekki. En það verður fróðlegt að sjá hvort metið er alvarlegar fyrir dómstólum, rauða klessan eða rýtingsfarið. M argir þekkja söguna af þingmanninum ónefnda sem fyrir einar kosningarnar fór heim í hérað að ræða við kjósendur sína. Hann bað fólk að nefna mál sem á því brynni og hafði ungan mann sér við hlið sem skráði það sem hæst bar. Einn kjósandinn nefndi við þingmanninn að sér þætti verulega vanta flugvöll í héraðið. „Skrif- aðu flugvöll,“ á þá þingmaðurinn að hafa sagt við aðstoðarmann sinn og sneri sér svo um leið að næsta máli eins og ekkert væri. Umræðan um flugvöll Reykvíkinga ber stundum nokkurn keim af þessum viðhorfum, þ.e. rætt er um að byggja nýjan Reykjavík- urflugvöll eins og það sé ekki svo mikið mál. Flugvöllur á Löngu- skerjum, sem sagt völlur byggður á landfyllingu í sjó, hefur verið á óskalista margra og flugvöllur á Hólmsheiði austan Reykjavíkur einnig. Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnargildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórnvölinn í Reykjavík. Framtíðarstaðsetning vallarins skiptir gríðarlega miklu máli og nauðsynlegt er að vinna að því að taka um hana ákvörðun. Sam- kvæmt atkvæðagreiðslu sem fram fór í Reykjavík í stjórnartíð Reykjavíkurlistans á völlurinn að hverfa úr Vatnsmýri árið 2016 og Hólmsheiðin er nú æ oftar nefnd sem framtíðarstaður flugvallar Reykvíkinga. Í Fréttablaðinu í gær gat að líta kort af Hólmsheiði þar sem sýnd var staðsetning vallarins eins og hún er hugsuð, einnig staðsetning athafnasvæðis sem ráðgert er að þar rísi og losunarsvæðis meng- unarvarna borgarinnar. Hólmsheiðin á því að geyma margháttaða starfsemi. Skólabörn í Reykjavík hafa ræktað skóg á Hólmsheiði í allmörg ár, skóg sem þyrfti að víkja ef til framkvæmda kemur. Auk þess er stór hluti heiðarinnar innan vatnsverndarsvæðis vatnsbóls Reykvíkinga. Sýnt hefur verið fram á í hagkvæmniútreikningum að ýmsir kostir eru við staðsetningu flugvallar á Hólmsheiði. Nokkrir veru- legir ókostir eru þó við staðsetninguna, og vega þungt. Í fyrsta lagi ber þar að nefna veðurskilyrði en flugvöllur á Hólmsheiði lægi í fyrsta lagi hátt, auk þess sem vindar eru þar miklir. Sömuleiðis er staðsetningin miðað við stjórnsýsluna sem svo oft er nefnd í tengslum við Reykjavíkurflugvöll, ekki góð. Munur- inn á þeim tíma sem tekur að ferðast úr miðbæ Reykjavíkur upp á Hólmsheiði annars vegar og til Keflavíkur hins vegar hlýtur að teljast of lítill til þess að verjandi sé að byggja upp heilan flugvöll á heiði austan Reykjavíkur. Sá kostur að reisa innanlandsflugstöð austan Keflavíkurflug- vallar, og þar með í um tíu mínútna styttri akstursleið frá borginni en Leifsstöð, hlýtur að verða skoðaður áður en „skrifaður“ er flug- völlur á Hólmsheiði. Skrifaðu flugvöll Vissulega er gott að flugvallarmálið skuli vera komið aftur á dagskrá eftir að hafa legið algerlega í þagnar- gildi þá mánuði sem fyrri meirihluti hélt um stjórn- völinn í Reykjavík.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.