Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 30
Stjörnurnar í Hollywood hafa sjaldan verið iðnari við að fjölga sér. Nú er von á fjölgun í einni frægustu fjölskyldu heimsbyggðar- innar, ef frétt breska blaðs- ins The Sun reynist rétt. The Sun greindi frá því í gær að ein frægasta móðir heims, Angel- ina Jolie, væri ólétt í annað skipt- ið. Angelina og Brad Pitt eiga saman fjögur börn. Maddox, Zah- ara og Pax eru ættleidd, en Shiloh fæddist þeim skötuhjúum í fyrra. Upplýsingar blaðsins eru fengn- ar hjá talskonu Unlinked Pio Manzu miðstöðinni, rétt hjá Rimini á Ítalíu. Angelina hafði fallist á að halda tölu á ráð- stefnu þar á bæ, en hætti við á síðustu stundu vegna „persónu- legra ástæðna“. Blaðamenn þar í landi fóru strax að velta því fyrir sér hvort um þungun væri að ræða og í kjölfarið hafði the Sun sam- band við Letiziu Manjani, talskonu miðstöðvarinnar. Þrátt fyrir að vera bundin þagnareiði sagði Letizia að „Angelina hætti við í síðustu viku. Einkalífs hennar vegna get ég ekki staðfest þungun- ina, en ég get sagt að ítölsku blöðin hafa rétt fyrir sér,“ sem þykir staðfesta að um þungun sé að ræða. Á sama tíma berast fregnir af því að leikkonan Cate Blanchett eigi von á þriðja barni sínu með eig- inmanninum Andrew Upton. Það hefur ekki fengist stað- fest enn sem komið er, en leikkonan hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum fyrir að vera þrýstnari en hún á vanda til, og þá sér- staklega í kringum magann. Hún hefur ekki legið á því við blaðamenn að hana langi til að fjölga enn í fjöl- skyldunni, en hún á fyrir syn- ina Dashiell John og Roman Robert. Þær Angelina og Cate bætast þá í fríðan flokk verðandi mæðra í Hollywood. Nicole Richie er langt gengin með fyrsta barn sitt og kærastans Joels Madden, Milla Jovovich á að eiga á næstu dögum, Halle Berry á von á sínu fyrsta barni og það er almennt vitað að Christ- ina Aguilera og Jordan Bratman, eiginmaður hennar, séu með barn á leiðinni. Þær Salma Hayek, Naomi Watts, Julia Roberts og Marcia Cross hafa allar eignast börn á árinu, að ógleymdri nýfæddri Boratdóttur. Barneignir virðast vera í tísku hjá stjörnunum þessa dagana, og að minnsta kosti óhætt að segja að Hollywoodbörnunum fjölgi ört. Fótboltakappinn David Beckham segir að hvorki Tom Cruise né eiginkona hans Katie Holmes hafi reynt að fá sig og konu hans Victoriu til að ganga í Vísindakirkj- una. „Við berum virðingu fyrir þeirra trúar- brögðum. Við virðum allt sem þau gera og trúa á,“ sagði Beckham. „Þau hafa aldrei hvatt okkur til að ganga í Vísindakirkjuna því þau eru ekki þannig manneskjur. Þau hafa aldrei reynt að troða trúar- brögðum sínum upp á okkur því þannig haga vinir sér ekki.“ Tom og Katie hafa stutt Beckham-hjónin mikið síðan þau fluttu til Los Angel- es og héldu til að mynda fyrir þau stóra veislu í júlí. „Þau eru alveg frábær og hafa virkilega jákvætt viðhorf til lífsins. Þau hafa reynst okkur mjög vel,“ sagði hann. Beckham segist einnig vera náinn vinur Mark Anthony, eiginmanns Jennifer Lopez. „Við tölum saman um allt mögu- legt, til dæmis hvað sé fram undan þessa vikuna eða bara um daginn fram undan. Við tölum um hvað sé að gerast hjá Jenni- fer og hjá Victoriu. Ég tala við hann að minnsta kosti þrisvar til fjórum sinn- um í viku.“ Hann segir að þau hjónin beiti ýmsum aðferðum við að halda rómantíkinni gangandi í sambandinu. „Við gerum rómantíska hluti á hverjum degi. Við skrifum bréf og búum til morgunmat hvort fyrir annað. Á hverj- um degi gerist eitthvað sem er rómant- ískt. Sumum finnst þetta kannski væmið en við erum ánægð með að hafa viljað fá það sama út úr lífinu, að eignast börn snemma og lifa ævintýragjörnu lífi.“ Ekki þvinguð í Vísindakirkju vinbud.isHva› hæfir best me› ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.