Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 2
Ríkið á að sjá
um að vígja fólk til sambúðar,
ekki kirkjan, og tryggja verður
samkynhneigðum sama rétt og
gagnkynhneigðum. Þetta er
meginefni ályktunar sem
samþykkt var á Norðurlandaráðs-
þingi æskunnar í Ósló á mánudag.
Í ályktuninni, sem borin var
fram af Páli Heimissyni frá
Sambandi ungra sjálfstæðis-
manna, segir jafnframt að
samkynhneigðir eigi að fá rétt til
að ættleiða börn.
Í Norðurlandaráði æskunnar
sitja fulltrúar ungliðahreyfinga
stjórnmálaflokka á Norðurlönd-
um. Árlegt þing ráðsins er haldið
dagana fyrir Norðurlandaráðs-
þing.
Ríkið sjái um
hjónavígslur
Þegar vetur ber að garði jafnskjótt
og í ár verður fólki hættara við slysum. Annasamt
er á slysavarðstofu Landspítalans og þegar
Fréttablaðið hafði samband hóf Einar Hjartarson,
læknir á vakt, samtalið á því að bjóða blaðamanni
vinnu.
Spurður um hálkuna segir hann það árlegan
viðburð að þegar hálkan komi detti fólk. Hann
kannast þó ekki við að hafa rekist á nein sérkenni-
leg mein.
„Þetta er bara endurtekning á því sama. Fólk
snýr sig á fæti og dettur á axlir, olnboga og hendur
og brotnar oft á tíðum.“
Einar segir fólk sem komi á slysavarðstofuna
vera á öllum aldri en eldra fólki sé hættara við
broti vegna beinþynningar.
Síðustu helgi lentu þó nokkrir gestir miðborgar-
innar á slysavarðstofu eftir að hafa oltið um koll í
hálkunni.
„Já, þegar fólk drekkur brennivín þá dettur það
frekar á hausinn. Það þarf ekki hálku til þess,“
segir læknirinn.
Veist þú hver lífeyrisréttindi þín eru?
• Er skylt að greiða í lífeyrissjóð?
• Hvað felst í lífeyrissréttindum?
• Hvers vegna þarf að greiða skatt af lífeyrisgreiðslum?
• Hvaða ávinningur er fólgin í því að greiða í lífeyrissjóð?
Svörin við þessum spurningum og fjölda annarra væri
sannarlega gott að vita og þú finnur þau á www.gottadvita.is
www.gottadvita.is
Illugi, er þetta önnur bók um
veginn?
Framúrkeyrsla í
rekstri heilbrigðisstofnana getur
ekki verið lögmál og leita verður
leiða til að breyta því ástandi sem
verið hefur undanfarin ár, segir
Guðlaugur Þór Þórðarson heil-
brigðisráðherra.
Fram kom í Fréttablaðinu í gær
að Landspítalinn skuldaði birgjum
yfir einn milljarð króna, og allt
stefndi í verulegan hallarekstur á
árinu.
„Þetta er ástand sem er ekki
ásættanlegt, þess vegna höfum
við verið að vinna í því með fjár-
málaráðuneytinu í sumar og haust
að reyna að greina vandann og
koma með lausn til langframa,“
segir Guðlaugur Þór.
Vandinn er ekki nýr af nálinni
og frá árinu 2000 hefur alltaf verið
halli á rekstri Landspítalans.
Minnstur var hallinn (gjöld
umfram fjárlög) árið 2005, um 750
milljónir króna, en mestur árið
2002, um 3,2 milljarðar, segir Guð-
laugur Þór.
„Það er ekki þannig að það sé til
einhver töfralausn, en hins vegar
hefur okkur orðið vel ágengt og ég
á von á því að á næstu misserum
munum við vinna eftir þeim niður-
stöðum sem við komum fram
með,“ segir Guðlaugur Þór.
„Það þarf ekki að gera annað en
að skoða tölurnar til að sjá að fyr-
irrennarar mínir hafa ekki náð
árangri, en vonandi náum við ein-
hverjum árangri í næstu fram-
tíð.“
Skuldir Landspítalans við birgja
eru ein birtingarmynd vanda
Landspítalans, segir Guðlaugur.
Það séu vissulega blóðpeningar að
greiða vexti og dráttarvexti, en
þær skammtímalækningar sem
hafi verið stundaðar til þessa hafi
einfaldlega ekki skilað árangri.
Hingað til hefur framúrkeyrslu
Landspítalans verið mætt með rík-
isframlögum. Guðlaugur Þór vildi
þó ekki segja til um hvort það yrði
gert nú, en sagði aðeins að stjórn-
völd áttuðu sig á því að um leið og
tekið væri á vandanum til lengri
tíma yrði að takast á við það ástand
sem nú væri uppi.
Viðvarandi halli er
ekki ásættanlegur
Vandi við framúrkeyrslu heilbrigðisstofnana og skuldir þeirra við birgja hefur
verið viðvarandi árum saman segir ráðherra. Engin töfralausn en vinna í gangi
til að breyta ástandinu. Tugum milljóna hent út um gluggann segir þingmaður.
Fjármála-
ráðherrar Norðurlandanna vilja
stöðva skattaflótta frá löndum
sínum. Í þessu augnamiði und-
irrituðu ráðherrarnir á blaða-
mannafundi í Ósló í gær samning
við yfirvöld á eynni Mön.
Samningurinn gefur skattyfir-
völdum aðgang að upplýsingum
um fjárfestingar og fjármagns-
tekjur skattskyldra aðila frá
Norðurlöndunum í fjármálastofn-
unum á Mön. Ráðherrarnir sögðu
þennan samning vera fyrsta
áfanga að fleiri slíkum samning-
um við önnur „skattaskjól“ á borð
við bresku Ermarsundseyjar og
Hollensku Antillur í Karíbahafi.
„Það getur verið um umtals-
verðar fjárhæðir að tefla sem
er skotið undan skatti víða um
heim,“ segir í sameiginlegri yfir-
lýsingu fjármálaráðherranna.
Samningur við
eyna Mön
Fjórði maðurinn var
handtekinn af lögreglunni á Sel-
fossi í gær vegna yfirstandandi
rannsóknar lögregluyfirvalda þar
á nauðgunarmáli. Þrír menn sátu
fyrir í gæsluvarðhaldi vegna máls-
ins en allir mennirnir fjórir eru
Pólverjar.
Nauðgunin var kærð til lögregl-
unnar á Selfossi á laugardags-
morgun. Þrír menn voru hand-
teknir í heimahúsi á Selfossi vegna
gruns um aðild að málinu. Þeir
voru síðan úrskurðaðir í gæslu-
varðhald í Héraðsdómi Suður-
lands. Rannsókn hefur farið fram
af fullum þunga. Hún er mjög
viðamikil en flest vitnin í málinu
eru af erlendum uppruna eins og
hinir meintu gerendur.
Um kvöldmatarleytið í gær
höfðu tólf manns verið yfirheyrð-
ir og fyrirhugað var að yfirheyra
þrjá til viðbótar síðar í gærkvöld.
Sakbending mun fara fram í dag
og er gert ráð fyrir að að henni
komi á um fjórða tug manna. Hinir
grunuðu eru allir pólskir ríkisborg-
arar en dvelja hér á landi vegna
atvinnu sinnar. Gæsluvarðhald yfir
þeim þremur sem hafa setið inni
undanfarna daga rennur út á morg-
un. Óvíst er hvort farið verður
fram á framlengingu og einnig
hvort gæsluvarðhalds verður kraf-
ist yfir fjórða manninum.
Fjórði maðurinn handtekinn
Fimm varaþingmenn sátu
sinn fyrsta þingfund í gær, og
unnu drengskap-
arheit við upphaf
þingfundar.
Guðný Helga
Björnsdóttir bóndi
tók sæti Einars
K. Guðfinnssonar,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráð-
herra, og Róbert
Marshall, aðstoð-
armaður sam-
gönguráðherra,
tók sæti Björgvins
G. Sigurðssonar
viðskiptaráðherra.
Þrír aðrir vara-
þingmenn tóku
formlega sæti viku
fyrr, en sátu sinn
fyrsta þingfund í
gær. Það voru þær Dögg Pálsdótt-
ir, Erla Ósk Ásgeirsdóttir og Val-
gerður Bjarnadóttir.
Undirrituðu
drengskaparheit
Tölvuþrjótar frá sex
löndum stóðu fyrir stórri árás
á vefsíðu forseta Úkraínu sem
varð til þess að hún lá tímabund-
ið niðri að því er forsetaskrifstof-
an greindi frá í gær. Yfir 18.000
árásir voru gerðar frá sunnudags-
kvöldi fram til seinniparts þriðju-
dags.
Hópur róttækra ungra þjóð-
ernissinna í Rússlandi lýsti yfir
ábyrgð á árásinni og sagði hana
hefnd fyrir að úkraínsk stjórn-
völd hefðu lokað þeirra eigin síðu.
Hópurinn er andvígur stefnu
Viktors Júsjenkó, forseta Úkra-
ínu, að bæta samskiptin til vest-
urs.
Árásir á vefsíðu
Úkraínuforseta