Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 12
Seltjarnarnes verður allt gert að einum risastór- um heitum reit þar sem hægt verður að komast í þráðlaust háhraðanetsamband hvar sem er samkvæmt viljayfirlýsingu sem bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi og fulltrúar fjarskiptafyrirtækisins Vodafone undirrituðu í Golfskála Seltjarnarness í gær. Seltjarnarnesbær verður fyrsta sveitarfélagið á Íslandi til að bjóða upp á þessa þjónustu sem kemst í gagnið á næsta ári. Aðeins fimm mánuðir eru síðan ljósleið- aratengingar voru lagðar í öll hús í Seltjarnarnesbæ sem varð þar með fyrsta sveitarfélagið í heimi til að ná þeim áfanga. Jónmundur Guðmarsson, bæj- arstjóri Seltjarnarness, segir þetta snúast um lífsgæði. „Við teljum að aðgengi að fjarskipta- kerfum auki lífsgæði. Við viljum auka sveigjanleika fólks hvað varðar vinnustaði, heimili og stofnanir. Og við viljum auka aðgengi bæði íbúa hér og þeirra sem sækja okkur heim þar sem allir munu geta nýtt sér þráðlausa netið.“ Samkeppnishæfi Seltjarnar- ness við önnur sveitarfélög á höf- uðborgarsvæðinu er annar mikil- vægur þáttur að sögn Jónmundar. „Við teljum að fjarskipti og sveigj- anleiki muni hafa áhrif þegar fólk ákveður hvar það sest að og starf- ar. ... Við erum að búa okkur undir eitthvað sem við teljum að verði að kröfu í náinni framtíð um þjón- ustu sveitarfélaga.“ Vel yfir hundrað sendar verða settir upp víðs vegar um bæinn og hefst sú vinna í byrjun næsta árs að sögn Björns Víglundssonar, framkvæmdastjóra markaðssviðs hjá Vodafone. „Það verður svo kveikt á kerfinu þegar allir send- arnir eru komnir upp og þá verð- ur kynnt hvernig fólk kemst inn og annað slíkt.“ Sendarnir eru mjög litlir og því mun fólk að öllum líkindum ekki verða vart við þá þegar þeir hafa verið settir upp, segir Björn. Fyrsti bærinn til að verða heitur reitur Seltjarnarnes verður fyrsta sveitarfélag á Íslandi til að bjóða upp á þráðlaust internet alls staðar í bæn- um á næsta ári. Aukin lífsgæði segir bæjarstjóri. Fullyrðing talsmanns starfsmanna Litla-Hrauns um að stækkun fangelsisins þar í stað uppbyggingar fangelsis á Hólms- heiði geti sparað um einn milljarð króna er órökstudd og út í hött að mati Fangelsismálastofnunar. Í frétt á vef stofnunarinnar kemur fram að fagleg sjónarmið mæli gegn tillögu starfsmanna Litla-Hrauns og með því að reisa fangelsi á Hólmsheiði eins og áformað er. Vitnað er í niðurstöðu úttektar á þeim möguleika að reisa gæslu- varðhaldsfangelsi á höfuðborgar- svæðinu en flytja aðra fyrirhugaða starfsemi fangelsis á höfuðborgar- svæðinu á Litla-Hraun. Bent er á að ekki sé vikið að neinum þeim sjón- armiðum sem komi fram þar í áskorun starfsmanna Litla-Hrauns. „Það er miður því óæskilegt er að ræða slík mál aðeins út frá byggð- arsjónarmiðum en ekki út frá fag- legum sjónarmiðum um afplánun fanga og með hagsmuni fanga og aðstandenda þeirra í huga,“ segir á vef stofnunarinnar. Í niðurstöðum úttektarinnar segir að óhjákvæmilegt sé að byggja gæsluvarðhaldsfangelsi og móttökudeild á höfuðborgarsvæð- inu. Við það bætist kvennadeild, auk þess sem óheppilegt sé að flytja fanga í skammtímavistun á Litla- Hraun. Gert er ráð fyrir 64 fanga- klefum í nýju fangelsi á Hólms- heiði. Fagleg rök með Hólmsheiði Kona hefur verið dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir akstur undir áhrifum slævandi lyfja. Henni var gert að greiða 60 þúsund krónur í sekt auk sviptingar ökuréttinda í þrjá mánuði. Konan var tvívegis ákærð fyrir að aka undir áhrifum slævandi lyfja. Hún var sýknuð af fyrri ákærunni þar sem dómurinn taldi ekki nægilega sannað að lyf sem fundust í blóði hennar hefðu valdið því að hún væri ófær um að stjórna bifreiðinni örugglega. Ökuferðin endaði á umferðareyju og síðan á ljósastaur. Í síðara skiptið játaði hún lyfjaakstur. Kona var dæmd fyrir lyfjaakstur vinbud.isHva› er gott me› ? Hl‡jar og fallegar barnasokkabuxur í fjölbreyttum litum ásamt leggings og sokkum. Fæst í flestum apótekum. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.