Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 17
Hvort sem áhugi ferðamannsins beinist að list-
um eða búðarrápi hefur Barcelona upp á margt
að bjóða. Það segir Sigríður Heiða Kristjáns-
dóttir tryggingasali og talar af reynslu.
„Barcelona er þannig að þar er endalaust eitthvað
að skoða,“ segir Sigríður Heiða. „Þar er hægt að
vera sparsamur og eyða engum pening, bara njóta
þess að ganga um og virða fyrir sér listrænar bygg-
ingar og litskrúðugt mannlíf.“
Sigríður Heiða fór til Barcelona í september
ásamt eiginmanni og eins og hálfs árs dóttur. Það
var þriðja utanlandsreisa dótturinnar á stuttri ævi
og önnur ferðin til Barcelona.
„Systir mín býr í Badalona sem er strandbær rétt
utan við Barcelona og telst eiginlega orðið úthverfi
borgarinnar. Sætur lítill bær sem er mjög þægilegt
að vera í. Þar er stutt á ströndina, á kaffihús og
verslunargatan þar er rólegri en í stórborginni. Svo
hoppar maður í neðanjarðarlestina og eftir nokkrar
stöðvar er komið í miðborgina. Það er þægilegt.“
Sigríður Heiða segir fjögurra tíma flug með Ice-
landair til Barcelona og alltaf öðru hvoru hægt að
finna hagstæð fargjöld. Hún segir líka gaman að
versla í Barcelona. „Fólk getur fengið allt á mjög
litlu svæði á Römblunni og litlum og stórum götum
út frá henni. Þar er allt mjög aðgengilegt og litlir
veitingastaðir og kaffihús inn á milli.“
Listin er þó það sem heillar mest í Barcelona að
sögn Sigríðar Heiðu. Gaudígarðurinn og söfn Picasso
og Miró svo nokkuð sé nefnt, fyrir utan alla bygg-
ingarlistina sem hvarvetna blasir við augum. En
einu varar hún við. Það eru vasa- og veskjaþjófarnir.
„Ég hef ekki verið rænd sjálf í Barcelona en afi
minn og amma, mamma og tveir bestu vinir mínir
hafa lent í því.
Ein eldri kona keypti sér fínan varalit og ákvað að
setja töskuna í skugga undir borð svo hann bráðnaði
ekki í sólinni en taskan var tekin með öllu saman svo
það var dýr varalitur. Þannig að það er um að gera
að passa sitt.“
Mæðgur á faraldsfæti
KAUPMANNAHÖFN – LA VILLA
Heimagisting á besta stað í bænum.
Býður alla Íslendinga velkomna.
Geymið auglýsinguna.
www.lavilla.dk. S.0045 3297 5530. GSM. 0045 2848 8905