Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 26
Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettab- ladid.is eða hringja í síma 550 5000. „Sennilega byrjaði ég í leik- list til þess að fela mig á bak við sögupersónur og flýja sjálfan mig.“ AFMÆLI Norræna blaðamannamiðstöðin í Ár- ósum í Danmörku fagnaði á dögunum hálfrar aldar starfsafmæli með ráð- stefnu þar sem blaðamenn frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt. Miðstöðinni var komið á laggirnar árið 1957 af norrænu blaðamannasamtök- unum með stuðningi frá Norðurlanda- ráði og hefur frá upphafi haft aðsetur í Árósum. „Markmið miðstöðvarinnar er tvíþætt. Annars vegar að mennta og endurmennta blaðamenn og hinsveg- ar að skapa norrænt tengslanet,“ segir Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri rásar 1 og 2, en hún var á árunum 1997- 1999 rektor stöðvarinnar og tók þátt í ráðstefnunni á dögunum. „Framtíð fjölmiðlanna var aðalum- ræðuefnið þar sem einnig var komið inn á tjáningarfrelsi, þá sérstaklega með tilliti til Rússlands og Eystrasalts- landanna sem hafa tekið þátt síðastlið- in ár,“ segir Sigrún og heldur áfram: „Þegar múrinn féll var boðið upp á kærkomið námskeið fyrir blaðamenn frá þessum löndum og meðal annars farið í grunnatriðið í blaðamennsku, lýðræði og siðfræði blaðamanna. Nú hafa þessi lönd þróast og framfarirn- ar verið hraðar. Þess vegna var þetta orðið meira jafningjafræðsla í minni tíð frekar en að við værum að setja okkur í einhverjar kennarastelling- ar,“ útskýrir Sigrún sem segir að jafn- aði einn til tvo blaðamenn frá Íslandi sækja svokölluð Árósarnámskeið ár- lega. „Árósarnámskeiðin eru tveggja mán- aða námskeið sem er flaggskip mið- stöðvarinnar og hafa verið mikill feng- ur fyrir íslenska blaðamenn síðastlið- in þrjátíu ár. Þó finnst mér standa upp úr hvað íslenskir blaðamenn eru vel menntaðir, flestir með BA- og eða MA- próf. Aðgengi að endurmenntun innan blaðamennsku hérlendis mætti þó bæta, því það vill brenna við að blaða- menn sæki frekari menntun innan ann- ars fags og hverfi þá til starfa á öðrum sviðum með betri kjörum. Þetta held ég sé ein af orsökum þess að blaða- menn stoppa stutt við,“ útskýrir Sigrún sem segist fagnar tilkomu yngri blaða- manna. „Í dag er mikið af yngri blaða- mönnum sem hafa vissan heimsborg- arabrag, víðreistir með góða menntun. Þetta er mjög góð þróun en samt þarf að huga að fjölbreytni og það er ekki nóg að passa bara upp á kynjahlutföll. Við þurfum líka eldri blaðamenn sem kunna söguna og hafa aðra sýn á sam- félaginu,“ segir Sigrún. Blaðamannamiðstöðin hefur einn- ig gengið í gegnum breytingar og er í dag hluti af danska blaðamanna- háskólanum sem var falið að sjá um hana til ársins 2009 og nefnist nú UP- DATE. „Þessar breytingar þýða betri nýting á fjármagni en óneitanlega vekur þetta áhyggjur af norræna vinklinum sem ég vona að hverfi ekki. Miðstöðin er að gera mjög góða hluti og hafa alltaf sýnt því skilning hversu mikið við höfum þurft að leita til þeirra. Þetta er mjög gjöfult sam- starf og við getum svo sannarlega lært mikið af þessum grannþjóðum okkar,“ segir Sigrún. Elskuleg ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Kristbjörg Stefánsdóttir til heimilis að Skarðshlíð 23e, Akureyri, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðju- daginn 23. október, verður jarðsungin frá Glerárkirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Eggert Ólafsson Sigurlaug Anna Eggertsdóttir Bergvin Jóhannsson Steinunn Pálína Eggertsdóttir Jóhann Jóhannsson Stefán Eggertsson Elín Valgerður Eggertsdóttir Hilmar Stefánsson ömmu- og langömmubörn. Borghildur Kristjánsdóttir Espigerði 10, Reykjavík Elskuleg móðir, tengdamóðir, amma og langamma lést þann 23. oktober. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kristján M. Gunnarsson, Elín Magnúsdóttir og fjölskylda Örn Gunnarsson, Bryndís Guðjónsdóttir og fjölskylda. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Árnason bóndi, Oddgeirshólum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands laugardaginn 27. október. Verður jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Angelika Guðmundsdóttir Ásgeir Gunnarsson Árni O. Guðmundsson Guðrún Guðmundsdóttir Magnús G. Guðmundsson Bryndís Snorradóttir Steinþór Guðmundsson Þuríður Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Svanhildur Maríasdóttir áður til heimilis að Álfaskeiði 49, Hafnarfirði, lést mánudaginn 29. október á Sólvangi í Hafnarfirði. Útför verður auglýst síðar. Viðar Elíasson Hilmar Elíasson Svanur Elí Elíasson Selma Björk Elíasdóttir Halldór Guðbjartur Elíasson Sesselja Guðbjörg Ragnarsdóttir Okkar ástkæra eiginkona, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, Guðný Skeggjadóttir Strandvegi 11, Garðabæ, áður Álfhólsvegi 33, Kópavogi, lést á Líknardeildinni í Kópavogi 28. október síðast- liðinn. Jarðarförin verður auglýst síðar. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Líknardeildar, sími 543 1159. Guðmundur K. Ingimarsson Skeggi Guðmundsson Katrín J. Sigurðardóttir Hólmfríður E. Guðmundsdóttir Úlfar Henningsson Henning Arnór Úlfarsson Emilía Lóa Halldórsdóttir Salka Kristinsdóttir og Kolka Henningsdóttir Indira Ghandi myrt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.