Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 20
Fyrsti snjórinn féll á höfuðborgarsvæðinu um helgina og um leið fylltust dekkjaverkstæðin af bílum. Fyrsta vetrardegi, sem var á laugardag, fylgdi snjór og hálka og um leið mynduðust biðraðir við dekkja- verkstæði höfuðborgarsvæðisins. „Þetta byrjaði fyrir alvöru á laugardaginn og nú er mikið að gera,“ segir Ívar Ásgeirsson, þjónustustjóri tengdrar þjón- ustu hjá Brimborg, sem er með Max 1 bílavaktina á sínum snærum. Hann segir erfitt að segja til um hvort mikil örtröð verði næstu daga og að það fari allt eftir veðri. „Það er til dæmis spáð hlýnandi veðri næstu daga og þá gæti þetta alveg dottið niður. Svo þegar hálkan kemur aftur fyllist allt á ný.“ Ívar segir að fólk hugi oft ekki að að vetrardekkj- um fyrr en fyrsti snjórinn lætur á sér kræla. „En þó eru vissulega margir búnir að skipta,“ bætir hann við. Ívar segir að mesta törnin taki um fjórar til sex vikur en að það fari þó alfarið eftir veðri og eftir því hvort eitthvað hláni á milli. Aðspurður segir Ívar að reynt sé að bæta við mann- skap á þessum álagstíma. „Eins og staðan er á vinnu- markaði í dag er þó ekki um auðugan garð að gresja og eru starfsmennirnir að vinna langt fram á kvöld. Við hættum að taka við bílum klukkan sex en klárum það sem komið er,“ segir hann og bendir einnig á að margir nýti sér þann möguleika að skilja bílinn eftir til að forðast að sitja í biðröð. Samkvæmt reglugerð má ekki skipta yfir á nagla- dekk fyrr en 1. nóvember en Ívar segir henni þó ekki fylgt í hvívetna. „Um leið og það kemur hálka á þjóð- vegina er ekkert sem bannar að setja nagladekkin undir og er það jafnvel gert í september.“ Fyrsti snjórinn fallinn P IP A R • S ÍA • 7 19 8 3 ALORKA • Vagnhöfða 6 • Sími 577 3080 Eigum einnig úrval af öðrum stærðum af heilsársdekkjum fyrir flestar gerðir jeppa og jepplinga á hagstæðu verði. Heilsárs- og vetrardekk fyrir jeppa og jepplinga Við míkróskerum og neglum dekkin fyrir þig Dæmi um gott verð: 31x10.50R15 Maxxis, kr. 12.900 33x12.50R15 Maxxis, kr. 15.900 275/70R16 GT-Radial, kr. 14.900 265/70R17 GT-Radial, kr. 16.900 Líttu vel út! Snjóskafa fylgir hverjum dekkjagangi Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is UPPLÝSINGAR O Japan/U.S.A. STÝRISENDAR, SPINDILKÚLUR OG FÓÐRINGAR í jeppa í miklu úrvali Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.