Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 33
„Það er fimmtán gráðu hiti inni í höllinni núna og það er verið að keyra upp hitann,“ segir Karl Lúð- víksson, skipuleggjandi stórtón- leikanna með ítalska tenórnum Andrea Bocelli í Egilshöll í kvöld. Nokkuð var kvartað undan kulda í Egilshöll þegar tenórinn Placido Domingo hélt þar tónleika fyrir tveimur árum en að sögn Karls mun það ekki endurtaka sig. „Við vorum búin að frétta af því hvernig þetta var. Tímaáætlanir miða við að það verði allt tilbúið klukkan fimm í dag [gær] þegar generalprufan verður haldin þannig að fólk þarf ekki að hafa neinar áhyggjur.“ Þriggja manna lið frá Bocelli hefur undanfarna daga unnið við að stilla hljóðið í höllinni og verður það eins og best verður á kosið. „Hljóðið er alveg frábært. Húsið var mælt stafrænt og það var geng- ið á milli sætanna frá öftustu röð að fremsta bekk og maður heyrir sama hljóðið alls staðar,“ segir Karl. „Það eiga allir að njóta sömu gæða á tónleikunum.“ 78 manna hópur frá tékknesku sinfóníunni sem spilar með Bocelli kom til landsins í fyrradag en ten- órinn sjálfur kemur til landsins í dag. Uppselt er í hólf A og B í Egils- höll og hafa þegar selst um 5.400 miðar á tónleikana. Hitinn keyrður upp Fanney Lára Guðmundsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Scandinavia Baltic Sea en keppnin verður haldin um borð í glæsilegu skemmtiferðaskipi í kvöld. Elín Gestsdóttir, fv. fram- kvæmdastjóri keppninnar Ungfrú Ísland, er ekki einungis á meðal dómara heldur hefur Elín verið valin formaður dómnefndar enda hefur hún unnið sem dómari við keppnina síðustu árin. Elín segir Fanneyju Láru eiga góða möguleika á sigri í kvöld. „Þetta eru glæsileg- ar stelpur en Fanney Lára er í topp- formi svo allt getur gerst. Þetta er samt mjög krefjandi keppni,“ segir Elín sem boðið var sæti í dómnefnd- inni þrátt fyrir að hafa verið sagt upp störfum hér heima. Í fyrra lenti Sif Aradóttir í þriðja sæti í keppninni en þá sigraði hin pólska Dorota Gawron. Fanney Lára er 19 ára Kópavogsmær og var krýnd Ungfrú Reykjavík fyrr á árinu. Fanney Lára og Elín hafa dvalið í Finnlandi en eru nú komnar um borð í skipið þar sem keppnin verð- ur haldin í kvöld. Fanney í toppformi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.