Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 19
Í Perú blandast saman minjar frá nýlendutíma Spán- verja og fornri menningu Inkanna. Mannlífið er líka litskrúðugt. Hugrún Hannesdóttir fararstjóri kann að lýsa því. „Ég hef bæði séð Kínamúrinn og píramída Egyptalands en þetta var mesta ævintýri lífs míns til þessa,“ segir Hugrún, sem er nýkomin frá Perú, alveg hugfangin. Þar var hún annar tveggja fararstjóra með um 30 manna hóp á aldursbil- inu 20 til 73 ára á vegum Bændaferða. „Eftir ferðina er einkum tvennt sem stendur upp úr. Það er annars vegar mannlífið í sveitum landsins sem fyrir okkur er eins og að fara aldir aftur í tím- ann. Hins vegar Maccu Picchu, hin týnda borg Inkanna og eitt af undrum veraldar,“ lýsir hún og er beðin um meira. „Víða úti á landi er fólk enn á hirðingjastigi og býr með sínar hjarðir af alpacadýrum eða lamadýrum á hásléttunum. Langt er til læknis ef einhver veikist og engin fjárráð til að borga honum og þótt skólaskylda sé í landinu þá alast mörg börn upp án menntunar því það tæki þau marga klukkutíma að ganga í skólann. En það eru allir glaðir og elskulegir og í litríkum fötum. Vantar ekkert upp á það þó að fólk hafi ekki mikið handa á milli. Við fórum í heimsókn á bóndabæ. Hús- freyjan var að elda kartöflur þegar við komum og önnur dóttirin að mala korn á steini. Við fengum að sjá fletið þar sem hjónin sofa og var boðið að bragða á veitingum. Nagdýr voru í litlu búri bak við hús, voða krúttleg en þau biðu þess að verða sunnudagsmatur fjölskyldunnar.“ Spurð hvort hætta sé á veikindum í ferð á svona framandi slóðum segir hún reynt að úti- loka það með góðum undirbúningi. „Það skiptir mjög miklu máli að hafa allar bólusetningar í lagi og flest okkar fengu sýklalyf og sótthreinsandi krem hjá lækni áður en lagt var af stað.“ Þá er komið að lýsingum á Maccu Picchu sem Hugrún heimsótti 11. október. „Maccu Picchu er týnda borgin. Hún er einu minjar Inkanna sem Spánverjar náðu ekki að stór- skemma af því þeir fundu hana aldrei þótt þeir heyrðu sögur um hana. Ég hafði velt því fyrir mér hvernig hægt væri að týna heilli borg en í stórkostlegri lestarferð þangað skildi ég hvernig það hafði gerst. Fjallið sem borgin stendur á er í miðjum frumskógi og farið var gegnum djúpa dali þar sem undirlendi er ekkert. Við horfðum gegnum þakrúðurnar í lestinni til að njóta útsýnis. Svo var farið í umhverfisvænum rútum upp á þetta fjall, Maccu Picchu og þar er borgin sem er eitt af því merkilegasta sem fundist hefur.“ Ekið var uppí 4.800 metra hæð og farið um næstdýpsta gljúfur heims. Höfuðborgin Lima heimsótt og einnig Arequipa sem Hugrún kallar hvítu borgina enda sé hún byggð úr hvítum eldfjallasteini og þekkt fyrir fagrar byggingar. Beðin um eina skemmtisögu í lokin kemur þessi. „Við heimsóttum eyjar- skeggja á Tequile-eyju þar sem fullorðnir karlmenn ganga með húfur sem segja til um hjúskapar- stöðu þeirra. Kvæntir menn ganga með rauðar húfur en ókvæntir með rauðar og hvítar og svo fer það eftir því hvar dúskurinn er hvort karlinn er alveg á lausu eða ekki!“ Kvæntir með rauðar húfur Nú eru ekki nema tæpar átta vikur til jóla og því ekki seinna vænna en að fara að huga að jólahlaðborðinu fyrir fyrirtæki, hópa eða fjölskyldur. Að vanda keppast veitingastaðir við að kynna jólahlaðborð sín sem eru hvert öðru glæsilegra. Fyrir minni fyrirtæki og hópa er alveg kjörið að bregða sér út fyrir bæinn og fara á jólahlaðborð þar sem einnig er boðið upp á gist- ingu. Hótel Glymur í Hvalfirði býður upp á jólahlaðborð með fínum mat og flottum vínum en þar er einnig hægt að skoða list- sýningar og fallegar jólaskreyt- ingar. Að jólahlaðborðinu og skemmtuninni lokinni geta svo gestirnir rölt upp á hótelherbergi og gist í eina nótt áður en haldið er heim á ný. Hlaðborð í sveitinni Þegar snjór er á jörð er fátt skemmtilegra en renna sér á sleða niður góða brekku. Kamburinn heitir manngerð hæð á milli tveggja nýrra hverfa í Reykjanesbæ, Tjarnahverfi og Dalshverfi. Þaðan er gott útsýni og á kvöldin má sjá fallega lýsingu í Kambinum sem minnir á hraun- elfur. Niður af Kambinum hefur nú líka myndast frábær sleða- brekka sem var óspart notuð í snjónum síðustu tvo daga. Varað við því að börn renni sér á slöng- um niður Kambinn svo þeir sem vilja taka sér þar salíbunu verða að hafa með sér sleða. Salíbuna París er fallegust á haustin – og enn fallegri með þaulreyndum íslenskum fararstjóra ÚRVAL-ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 @UU.IS INTERCONTINENTAL PARIS LE GRAND Lúxushótel í konunglegum stíl frá tímum Napóleons. Parísaróperan, helstu vöruhús og merkjavöruverslanir Parísar eru innan seilingar. Herbergin eru í Hausmann stíl með vönduðum húsgögnum og öllum helstu þægindum. Verð frá: 59.920,- á mann í 3 nætur 2. og 30. nóv. Verð frá: 79.918,- á mann í 3 nætur 23. og 30. nóv. Fallegt og nútímalegt hótel í hjarta Parísar skammt frá Signubökkum og í göngufæri frá listasöfnunum Louvre og Pompidou. Herbergin eru björt og öll aðstaða er aðlaðandi, nútímaleg og afar hlýleg. NOVOTEL LES HALLES Ferðaskrifstofa Innifalið:Flug, flugvallarskattar, íslensk fararstjórn oggisting með morgunverði. Verð miðastvið að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofueða símleiðis erbókunargjald2.500 kr. fyrir hvern farþega. Í París fæðast straumar og stefnur í tísku jafnt sem matargerð sem breiðast út um allan heim. Kennileiti borgarinnar eru fyrir löngu orðin goðsagnakennd. Eiffel turninn, Champs Elysées og latínuhverfið er nokkuð sem erfitt er að lýsa með orðum. Ferðir okkar til Parísar eru undir- búnar í samstarfi við Icelandair og því er hægt að nýta sér frábæra þjónustu flugfélagsins. Fararstjóri okkar í París tekur á móti hópnum og aðstoðar þá sem það vilja. Kíktu til Parísar í haust og upplifðu eina fallegustu borg Evrópu með topp þjónustu. „Við förum í gönguferð um gömlu listamannahæðina Montmartre. Stóra hvíta kirkjan, listamannatorgið Place de Tertres og litlu þröngu göturnar eru staðir sem margir kannast við úr kvikmyndum. Woody Allen hefur kvikmyndað í þessu hverfi og franska myndin Amelie gerist öll á Montmartre.“ - Kristín Jónsdóttir, fararstjóri Úrvals - Útsýnar í París

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.