Fréttablaðið - 31.10.2007, Blaðsíða 10
Skráning hafin á landsbanki.is
eða í Ráðgjafa- og þjónustuveri í síma 410 4000.
Nánari upplýsingar um námskeiðin eru á landsbanki.is
Fjármálakvöld fyrir alla
Landsbankinn kynnir „Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld“, röð fjármálanámskeiða fyrir almenning.
Á námskeiðunum fjalla sérfræðingar bankans um þætti sem lúta að fjármálum heimilanna,
fjárfestingartækifærum og lífeyrismálum. Fjármálafræðslan er öllum opin og án endurgjalds.
Fræðslukvöld fyrir innflytjendur
Fræðslukvöld verða haldin fyrir innflytjendur en námskeiðin eru samvinna sérfræðinga hjá
Alþjóðahúsi og Landsbankanum. Námskeiðin eru opin öllum án endurgjalds og verða kennd
á íslensku en eitt markmið námskeiðanna er að flétta saman íslenskukennslu og fjármála-
fræðslu.
Á morgun, Aðalbanki:
Lúðvík Elíasson, Greiningardeild Landsbankans og Davíð Harðarson, sjóðsstjóri Íslenska
Lífeyrissjóðsins, fara yfir hvar fjárfestingartækifærin liggja, hvert stefnir á hlutabréfa-
markaði, hvert krónan er að fara og hvað er á döfinni í vaxtamálum.
Dagskrá fræðslukvölda
8. nóv. Fjarðargata Greiðslumiðlun og lántaka
15. nóv. Aðalbanki Greiðslumiðlun og lántaka
22. nóv. Mjóddin Tryggingar og sparnaður
29. nóv. Laugavegur Tryggingar og sparnaður
N
ÓV
EM
BE
R
Námskeiðin hefjast kl. 20:00 á eftirfarandi stöðum:
1. nóv. Aðalbanki Hvar liggja fjárfestingartækifærin?
8. nóv. Árbær Fjármál heimilisins frá A til Ö
15. nóv. Egilsstaðir Fjármál heimilisins frá A til Ö
22. nóv. Grafarholt Lífeyrismál frá A til Ö
29. nóv. Akureyri Hvar liggja fjárfestingartækifærin?
á morgun
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
B
I
39
79
3
10
/0
7
Loftslagsbreyt-
ingarnar eru ein mesta áskorunin,
sem þjóðir heims standa frammi
fyrir á 21. öld. Þetta sagði Geir H.
Haarde forsætisráðherra í ávarpi
sínu við upphaf 59. þings Norður-
landaráðs í Ósló í gær.
Áður höfðu forsætisráðherrar
Norðurlandanna rætt sín í milli
um leiðir til að bregðast við lofts-
lagsbreytingunum. Á blaðamanna-
fundi sögðu þeir að áformaður
alþjóðlegur leiðtogafundur um
loftslagsmál, sem fram á að fara í
Kaupmannahöfn árið 2009, hefði
mikla þýðingu fyrir norrænt sam-
starf. Ríkisstjórnir Norðurland-
anna vonist til að geta þar skuld-
bundið þau ríki heims sem losa
mest af gróðurhúsalofttegundum
– ekki síst Bandaríkin, Kína, Ind-
land og Brasilíu – til að leggja sín
lóð á vogarskálarnar til að draga
úr losuninni eftir að Kyoto-bókun-
in rennur út árið 2012. Þessi
nefndu lönd áttu ekki aðild að
henni.
Eftir fund ráðherranna tjáði
Geir blaðamönnum að auk lofts-
lags-leiðtogafundarins í Kaup-
mannahöfn eftir tvö ár væru Norð-
urlöndin mjög virk á fleiri sviðum
til að gera það sem í þeirra valdi
stæði til að alþjóðasamfélagið
tæki á þessum málum með árang-
ursríkum hætti. Með formennsku-
tíð sinni í Evrópusambandinu á
seinni árshelmingi 2009 yrðu Svíar
til að mynda í sterkri stöðu til að
setja mark sitt á það.
Norðurlöndin geta að sögn Geirs
jafnframt unnið saman að því
innan Sameinuðu þjóðanna að und-
irbúa jarðveginn fyrir áframhald-
andi samkomulag eftir að Kyoto-
bókunin rennur úr gildi árið 2012,
en í desember næstkomandi fer
fram á Balí í Indónesíu undirbún-
ingsfundur SÞ að arftakasam-
komulagi Kyoto-bókunarinnar.
Geir sagðist vonast til að þar tæk-
ist að fá sem flest lönd til að taka á
sig skuldbindingar um minni
losun.
Spurður hvað Norðurlöndin
gætu lagt fleira af mörkum í þessu
sambandi benti Geir á að „við
munum halda áfram að þróa tækni
til þess að draga úr losun gróður-
húsalofttegunda“. Að hans sögn
standa Íslendingar nú flestum
þjóðum framar í þeim efnum með
jarðvarmann og vatnsorkuna, og
með því að koma þeirri endurnýj-
anlegu orkutækni á framfæri við
aðrar þjóðir gætu Íslendingar
hjálpað til að draga úr vandanum.
Í svari við fyrirspurn Sivjar
Friðleifsdóttur sagði Geir enn-
fremur að íslensk stjórnvöld hefðu
enn sem komið er ekki tekið
afstöðu til þess hvort þau hygðust
sækjast eftir því að fá framlengt
„íslenska ákvæðið“ svonefnda í
Kyoto-bókuninni, um að losun frá
álverum á Íslandi teldist ekki með
í losunarkvóta Íslands þar sem
það væri miklu umhverfisvænna í
alþjóðlegu samhengi að slík raf-
orkufrek framleiðsla færi fram
með endurnýjanlegri íslenskri
orku en með kolaorku annars stað-
ar. Siv hvatti ríkisstjórnina til að
stefna að endurnýjun ákvæðisins
á Balí-fundinum í desember.
Brýnt að snúa
við loftslags-
breytingum
Forsætisráðherrar Norðurlandanna eru samstiga í
mati á því hve brýnt það sé að alþjóðasamfélagið
grípi til ráðstafana til að hamla gegn hlýnun lofts-
lags. Norðurlöndin geti lagt mikið af mörkum.
Átta ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar voru á Norðurlandaráðs-
þingi í Osló í Noregi í gær og
þurftu því þeir fjórir ráðherrar
sem eftir sátu að deila með sér
verkefnum þeirra sem utan fóru.
Öflugasti staðgengill annarra
ráðherra í gær var Guðlaugur Þ.
Þórðarson heilbrigðisráðherra
sem stýrði sjö ráðuneytum. Hann
var staðgengill forsætisráðherra,
dómsmálaráðherra, fjármálaráð-
herra, landbúnaðarráðherra,
menntamálaráðherra og sjávarút-
vegsráðherra, auk þess að sinna
skyldustörfum heilbrigðisráð-
herra.
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra kom þó til landsins seinni-
part dags í gær og tók á ný við
ráðuneyti sínu.
Vinnuálag Guðlaugs dregst þó
saman í dag þegar hann fer sjálfur
á Norðurlandaráðsþingið. Þá tekur
Björn Bjarnason við forsætisráðu-
neytinu og flestum ráðuneytum
ráðherra Sjálfstæðisflokks.
Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra var í gær staðgeng-
ill utanríkisráðherra, og í dag og á
morgun bætir hún við sig ráðu-
neytum sjávarútvegs og landbún-
aðar.
Kristján L. Möller samgöngu-
ráðherra var í gær staðgengill
umhverfisráðherra. Að lokum tók
Björgvin G. Sigurðsson viðskipta-
ráðherra að sér iðnaðarráðuneytið
í fjarvistum ráðherra.
Guðlaugur sex manna maki
Beiðnum erlendra
dómsyfirvalda um framsal
fólks með erlent ríkisfang,
sem dvelur hér, hefur farið
fjölgandi á liðnum árum að
sögn Ragnheiðar Harðar-
dóttur vararíkissaksókn-
ara. Beiðnirnar berast
einkum frá Austur-Evrópu.
Á síðasta ári bárust fimm
framsalsbeiðnir til dóms-
málaráðuneytisins. Þremur
var synjað að fenginni
umsögn embættis ríkissaksókn-
ara þess efnis að þar væru ekki
uppfyllt lagaskilyrði til framsals.
Önnur hinna beiðnanna tveggja
varðaði albanskan ríkisborgara
sem framseldur var héðan til
Grikklands. Þá fór beiðni um
framsal pólsks ríkisborgara fyrir
héraðsdóm. Málið var ekki
til lykta leitt því umrædd-
ur einstaklingur ákvað að
fara sjálfur heim og taka út
refsingu fyrir brot sín,
áður en til þess kæmi.
Á þessu ári hafa borist
tvær framsalsbeiðnir til
dómsmálaráðuneytisins.
Önnur þeirra varðar Lit-
háa sem Fréttablaðið
greindi frá í gær, en þá
hafði héraðsdómur
úrskurðað að hann skyldi fram-
seldur til Litháen. Maðurinn getur
kært úrskurðinn til Hæstaréttar
en hvort það verður gert liggur
ekki fyrir. Hin beiðnin er nýtil-
komin og varðar pólskan ríkis-
borgara. Það mál er til rannsóknar
hér.
Framsalsbeiðnum
fer fjölgandi
Í Hæstarétti gekk
nýlega dómur um að launþegi
sem hafði fengið greiddar 121.134
krónur í stað þeirra 27.242 sem
hann átti að fá, þurfi ekki að end-
urgreiða það sem ofgreitt var.
Í SFR-blaðinu kemur fram að
sú meginregla gildi í íslenskum
rétti að þeir sem fái fyrir mistök
ofgreidda peninga skuli endur-
greiða þá en frá þessari reglu
verði að gera undantekningar
eftir atvikum að ofgreiðslunni og
endurkröfu hennar.
Rifjað er upp að félagið hafi
verið með kæru í undirbúningi
eftir að LSH krafðist endur-
greiðslu á ofgreiddum launum frá
árunum 2005-2006. Þar segir að
ekki hafi reynt á það því að LSH
hafi fellt niður kröfur sínar.
Þarf ekki að
endurgreiða
ofgreiðsluna
Frestur til að sækja
um lóð við Reynisvatnsás í
Úlfarsárdal rennur út klukkan kort-
er yfir fjögur í dag. Lóðaverðið er
fast; frá 7,6 milljónum króna fyrir
rað- og parhús og frá 11,1 milljón
króna fyrir einbýlishús. Dregið
verður úr innsendum umsóknum. Í
hverfinu verða 58 einbýlishúsalóðir
og 12 rað- og parhúsalóðir fyrir 48
íbúðir, alls 116 íbúðir. Í gærmorgun
höfðu um 280 umsóknir borist til
framkvæmdasviðs Reykjavíkur.
Ágúst Jónsson skrifstofustjóri
segir suma hafa sótt um fleiri en
eina lóð. Það sé ekki leyft og verði
til þess að ógilda allar umsóknir
viðkomandi.
Síðasta útkall á
Reynisvatnsási